„Ekkert minni kona þótt þú kjósir að eignast ekki börn“
Fæðingartíðni þjóðarinnar er í frjálsu falli samkvæmt félagsfræðingnum dr. Sunnu Símonardóttur sem hefur rannsakað móðurhlutverkið á Íslandi og beinir nú sjónum að konum sem kjósa að eignast ekki börn. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við tvær íslenskar konur sem lýsa þeirri ákvörðun að eignast ekki börn og viðbrögðunum sem þær hafa fengið.
Fréttir
„Skattleggja þá staðreynd að við förum á blæðingar“
Tvær stúlkur í Langholtsskóla skora á stjórnvöld að fella niður skatta á tíðavörum og tryggja ungu fólki þær í skólum og félagsmiðstöðvum án endurgjalds. Þær hafa sent inn umsögn um fjárlagafrumvarpið og segja stjórnvöld græða á einstaklingum sem fara á blæðingar.
Fréttir
Telur lagafrumvarp um fæðingarorlof stórt skref í átt að kynjajafnrétti
Doktor Ingólfur V. Gíslason segir lagafrumvarpið framsækið skref í átt að kynjajafnrétti og telur þau líkleg til þess að knýja fram jákvæðar samfélagslegar breytingar.
Menning
Manneskja sem ekki er litið niður á
Nawal El Saadawi, höfundur bókarinnar Kona í hvarfpunkti, færði svo sterk rök fyrir máli sínu að fangelsið var eini staðurinn sem valdakarlar árið 1981 töldu hæfa henni. Hún hefur unnið mörg afrek í kvenréttindabaráttunni. Núna fylgir dr. Rania Al-Mashat, ráðherra í ríkisstjórn Egyptalands, eftir áætlun Alþjóðaefnahagsráðsins um að hraða kynjajafnrétti í landinu. Hver er staða kynjajafnréttis í landinu?
Viðtal
Fór til Þýskalands í legnám: „Allar aðrar dyr voru lokaðar“
Endómetríósa og legslímu- og vöðvavilla hefur valdið Írisi Elnu Harðardóttur kvölum frá 10 ára aldri. Hún segist hafa mætt skilningsleysi mennta- og heilbrigðisstarfsfólks þar sem hún beri ekki sjúkdóminn utan á sér. Nú hefur hún safnað reynslusögum tuga kvenna sem telja sig hafa mætt skilningsleysi í kerfinu.
Fréttir
Hvernig eigum við að skilgreina jafnan rétt?
Matthildur Björnsdóttir segir að með árunum hafi runnið upp fyrir henni hversu ótal mörg atriði jafnrétti snýst um, mun fleiri en henni og öðrum konum hafi komið til hugar í Kvennaverkfallinu 1975.
Viðtal
Emmsjé Gauti í bleikum fötum: „Ég fell ekkert rosalega vel inn í þessa gömlu staðalmyndarkarlmennsku“
Emmsjé Gauti er að kynna nýju plötuna sína, en hún er langt frá því að vera það eina sem brennur á honum. Hann ræðir karlmennskuna, kynjajafnrétti, rasisma og meðferð yfirvalda og samfélags á málefnum flóttamanna; málaflokk sem stendur honum sérstaklega nærri vegna reynslu konunnar hans og fjölskyldu hennar.
Myndir
Saga þrælasölunnar ljóslifandi
Ljósmyndarinn Páll Stefánsson hefur ekki heyrt jafn skerandi grátur og á safni í Senegal þar sem fjallað er um þrælasöluna.
Úttekt
Rasískt kynferðisofbeldi gegn konum af asískum uppruna
Stundin ræddi við fjórar íslenskar konur af asískum uppruna, Díönu Katrínu Þorsteinsdóttur, Donnu Cruz, Önnu Jia og Dýrfinnu Benitu, sem eiga það sameiginlegt að hafa lent í rasísku kynferðisofbeldi og kynferðislegum rasisma frá því þær voru á grunnskólaaldri. Þær segja þolinmæðina að þrotum komna og vilja skila skömminni þar sem hún á heima.
Greining
Hvernig samfélagið hefur mótað okkur
Kona og karl greina reynslu sína af femínískum aktívísma.
Fréttir
Lilja braut jafnréttislög
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, réð flokksbróður sinn Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra umfram konu. Kærunefnd jafnréttismála segir „ýmissa annmarka hafa gætt við mat“ á hæfni konunnar. Lögmaður hennar segir engar aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni.
Fréttir
Rekstraraðilar þurfa að bjóða upp á kynhlutlaus baðherbergi
Samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði munu rekstraraðilar þurfa að bjóða upp á hlutlaust einstaklingssalerni ef þeir vilja á annað borð skipta salernum í karla- og kvennaklósett. Hlutlaus skráning kyns var heimiluð í fyrra.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.