Þorsteinn V. Einarsson
 • Nafn
  Þorsteinn V. Einarsson
 • Menntun
  Meistara­próf í kynjafræði
 • Starf
  Fyrir­lesari og verðandi launaður aktívisti
Sóley Tómasdóttir
 • Nafn
  Sóley Tómasdóttir
 • Menntun
  Meistarapróf í kynja- og fjöl­breytileikafræði
 • Starf
  Fræðsla og ráðgjöf um kynja- og fjölbreytileika

Kona og karl greina reynslu sína af aktívisma:

Hvernig samfélagið
hefur mótað okkur

Á dögunum úthlutaði jafnréttissjóður styrkjum til verkefna sem eru til þess fallin að stuðla að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. Fjöldi áhugaverðra verkefna voru styrkt, þar á meðal eitt á vegum Karlmennskunnar sem gengur út á aktívisma á samfélagsmiðlum, fræðslukvöld og herferð gegn íhaldssömum karlmennskuhugmyndum og hlaðvarp um karlmennsku.

Í framhaldinu hafa spunnist nokkrar umræður um jafnt aðgengi karla og kvenna að áheyrn og fjármagni í samfélaginu. Í þeirri umræðu hefur ítrekað verið vísað í svonefndan glerrúllustiga sem gjarnan bíður karla sem hasla sér völl á kvenlægum sviðum atvinnulífsins, andstætt við glerþakið sem mætir konum í karllægari geirum. Fyrir utan fjölmörg dæmi um karlkyns kennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa sem fara tiltölulega beint í stjórnunarstöður og leiðtogahlutverk eftir nám eru viðbrögð við körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni skínandi dæmi um móttökuskilyrðin í samfélaginu fyrir gagnrýni á ríkjandi valdakerfi. Baráttumál femínista hafa sjaldnast náð fram að ganga nema fyrir tilstuðlan karla. Foreldraorlofsfrumvarpið var lagt fram af karlkyns ráðherra Framsóknarflokksins, kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja voru lögfestir í tíð Gylfa Magnússonar í viðskipta- og efnahagsráðuneytinu og svona mætti lengi telja. Einstakar konur og kvennahreyfingar höfðu talað um öll þessi mál svo áratugum skipti og oftar en ekki hlotið bágt fyrir.

Við undirrituð erum bæði að hasla okkur völl á vinnumarkaði með því að bjóða upp á ráðgjöf, fræðslu og stuðning fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir. Umræðan um Karlmennskustyrkinn er einkar áhugaverð og gefur tilefni til að greina stöðu okkar tveggja sem einstaklinga í kynjuðu samfélagi sem hefur mótað okkur og aðlagað að samfélagslega samþykktum reglum um karlmennsku og kvenleika, aktívisma og jafnrétti.

Hann segir

Ég taldi sjálfsagt að henda í umsókn í jafnréttissjóð enda tel ég eðlilegt að fólk fái greitt fyrir vinnu sína og markmið verkefna minna samræmast markmiðum sjóðsins.

Ég hef lært að vegna stöðu minnar sem ungur gagnkynhneigður sís karl nýt ég áheyrnar, sérstaklega þegar ég tala um jafnréttismál. Um leið og ég bauð upp á fyrirlestra af reynslu minni af naglalakki og kynjakerfi, varð ég eftirsóttur víða um land og fékk greitt fyrir. Þrátt fyrir að vera hvorki sérfræðingur né gefa mig út fyrir það. Ég stofnaði Instagram og fékk þúsundir fylgjenda. Að námi mínu loknu tel ég reyndar galið, og til merkis um áhrif karlmennskuhugmynda á mína sjálfsmynd, að ég skyldi hafa vaðið af stað með fyrirlestra og samfélagsmiðil, jafn illa nestaður.

Mótttökur samfélagsins hafa kennt mér að ég get haft áhrif og á mig er hlustað. Líkt og ég sé á einhvern hátt marktækari en allar konurnar sem hafa talað um nákvæmlega sömu hluti, nema þær af reynslu og með menntun. Jafnvel andfemínískir strákar hafa lagt við hlustir og endurmetið skoðanir sínar. En bent á að þeir geti ekki „svona öfga-femínista eins og Sóleyju og Hildi“. Þrátt fyrir að boðskapur minn sé nákvæmlega sá sami og þeirra.

Forréttindi mín í samfélaginu og innan femínisma eru áþreifanleg. Mér er hampað og jafnvel eignað eitthvað sem er ekki mér að þakka. Ég vel að beita mér og forréttindum mínum, en ég veit að ekki öll sem kjósa að beita sér, fá þann frama, áheyrn og fjármagn sem þau ættu sannarlega skilið.

Hún segir

Ég velti því ekki einu sinni fyrir mér að sækja um styrk úr jafnréttissjóði og ætla að reyna að útskýra flóknar ástæður þess hér.

Fyrir það fyrsta hef ég lært að tileinka mér hófsemi eins og svo margar aðrar konur. Að krefjast ekki of mikils og að ég þurfi ekki endilega að fá efnislega umbun fyrir það sem ég tek mér fyrir hendur. Þessi hófsemi helst í hendur við viðteknar hugmyndir um kvenleika í gegnum aldanna rás, þar sem konur hafa lagt sitt af mörkum til samfélagsins án þess að þiggja krónu fyrir, s.s. umönnun, uppeldi, þrif og annað heimilishald.

Í öðru lagi hef ég lært að femínískur aktívismi á ekki endilega upp á pallborðið í samfélaginu. Undanfarna áratugi hef ég mætt öllum aðferðum þöggunar; verið rægð og smánuð, sætt hótunum um nauðganir og líkamsmeiðingar, verið úthrópuð fyrir öfgar, óþolinmæði, rangar áherslur og almenn leiðindi. Þó enn hafi ekki tekist að þagga niður í mér og ég sé vissulega að selja sérfræðiráðgjöf á þessu sviði hafa þessir þöggunartilburðir haft áhrif á sjálfsmynd mína og sjálfstraust og vafalaust átt sinn þátt í því að það hefur ekki hvarflað að mér að sækja um í opinbera sjóði.

Í þriðja lagi er ég fjölskyldukona. Ég á mann sem er í fullri vinnu og ég hef bara talið okkur hafa það alveg nógu gott til að ég geti harkað við að koma mér á framfæri sem jafnréttisráðgjafa. Hér tvinnast hin kvenlæga hógværð við gamaldags hugmyndir um karlmenn sem fyrirvinnur.

Við erum öll afsprengi samfélags þar sem kynjað valdakerfi mótar og viðheldur hugmyndum um karlmennsku og kvenleika. Við fáum stöðug skilaboð um æskilega og óæskilega hegðun, hvers ætlast er til af okkur og til hvers við getum ætlast af öðrum. Viðbrögð samfélagsins við því sem við gerum og segjum ýmist hvetur okkur eða letur og hefur áhrif á allar okkar ákvarðanir, meðal annars um hvort við tökum þátt í femínískum aktívisma, hvernig við bregðumst við femínískum aktívisma og hvort við sækjum um styrki til slíks.

Þetta kynjaða valdakerfi hefur auðvitað ekki bara áhrif á öll kyn, heldur takmarkar það að sjálfsögðu aðgengi fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum að áheyrn og fjármagni. Þó öll verkefnin sem jafnréttissjóður styrkti í ár séu framúrskarandi var styrkþegahópurinn ekki fjölbreyttur að sjá. Við efumst ekki um að í samfélaginu er fjöldi fólks sem væri vel að því kominn að sækja um en gerði ekki vegna undirliggjandi ástæðna áþekkum þeim sem að ofan er lýst.

Við erum sannfærð um að femínískur aktívismi sé nauðsynlegur samfélaginu. Það er hann sem hefur skilað okkur þeim réttindum og framförum sem við státum okkur af í dag, og hann er eina leiðin til þess að við getum einn góðan veðurdag nálgast samfélag þar sem fólk af öllum kynjum nýtur áheyrnar, frelsis og þeirra lífsgæða sem sum okkar hafa. Við vonum að barátta síðustu áratuga, sem við höfum tekið undir, muni skila sér að lokum inn í skólakerfið og gera aktívisma eins og okkar óþarfan. Sagan kennir okkur þó að vera hóflega bjartsýn og að sennilega þurfi fleiri karlar að endurtaka baráttu kvenna, áður en svo verði.

Undir lokin langar okkur svo að spyrja: Getur verið að þú, lesandi góður, dáist nú að því hvað Þorsteinn er meðvitaður um eigin forréttindi á meðan Sóley kvartar enn eina ferðina yfir einhverju sem hún gæti svo auðveldlega lagað sjálf, t.d. með því að vera bara duglegri að sækjast eftir fjármagni? Getur verið að þessar skoðanir markist af því sem þér hefur verið kennt um viðeigandi og óviðeigandi skoðanir og framkomu karla og kvenna? Þessum spurningum verður ekki svarað hér, enda eru þær efni í fleiri greinar, ef ekki bækur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Druslur ganga áfram
Mynd dagsins

Drusl­ur ganga áfram

Net­part­ar, ungt fyr­ir­tæki á Sel­fossi í eigu Að­al­heið­ar Jac­ob­sen, fékk fyr­ir fá­um dög­um verð­laun frá For­seta Ís­lands fyr­ir fram­tak árs­ins á sviði um­hverf­is­mála. Net­part­ar rífa nið­ur nýj­ar og gaml­ar drusl­ur, sem síð­an fá nýt­an­leg hlut­verk í hringrás­ar­kerf­inu. Eins og vél­in í þess­um föngu­lega Renault sem tek­ur á móti manni í inn­keyrsl­unni.
Ég sakna Covid-19
Hugleikur Dagsson
TeikningHullastund

Hugleikur Dagsson

Ég sakna Covid-19

Hversu líklegt er að Trump vinni?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Hversu lík­legt er að Trump vinni?

Joe Biden hef­ur yf­ir­hönd­ina í skoð­ana­könn­un­um vestra. En það hafði Hillary Cl­int­on líka á þess­um tíma fyr­ir fjór­um ár­um. Gæti Trump unn­ið núna, rétt eins og 2016?
Leggja til nýjan starfshóp gegn upplýsingaóreiðu
Fréttir

Leggja til nýj­an starfs­hóp gegn upp­lýs­inga­óreiðu

Þing­menn kalla eft­ir að­gerð­um og laga­breyt­ing­um gegn fals­frétt­um, sem geti ógn­að kosn­ing­um, þjóðarör­yggi og eitr­að sam­fé­lagsum­ræðu. Fólk eldra en 65 ára er sagt lík­leg­ast til að dreifa fals­frétt­um.
178. spurningaþraut: Þrír íslenskir firðir, dans, filmstjarna, en engin spurning úr algebru!
Þrautir10 af öllu tagi

178. spurn­inga­þraut: Þrír ís­lensk­ir firð­ir, dans, film­stjarna, en eng­in spurn­ing úr al­gebru!

Hlekk­ur gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Mynd­in hér að of­an er tek­in ár­ið 1987 í Moskvu. Ungi mað­ur­inn á mynd­inni virð­ast hafa eitt­hvað til saka unn­ið. Hvað gæti það ver­ið? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir fjörð­ur­inn milli Siglu­fjarð­ar og Ól­afs­fjarð­ar? 2.   „Bolero“ merk­ir ým­ist tón­verk, eig­in­lega dans, sem á upp­runa sinn á Spáni, eða til­tek­in söng­lög sem runn­in eru frá Kúbu....
69
Podkastalinn#14

69

Arn­ar er hætt­ur að virka. Sól­in fór með sumr­inu en tók óvart hluta af Arn­ari með. Gauta dreym­ir uppistand en gleym­ir öll­um brönd­ur­un­um. Eitr­uð karl­mennska og menn sem voru aldn­ir upp af klett­um eru tekn­ir fyr­ir. Hver sturl­að­ist þeg­ar hann heyrði um bý­flug­urn­ar og blóm­in? Af­hverju? Hafa strák­arn­ir stund­að kyn­líf eða eru þeir bara að ljúga? Er 69 fyndn­asta stell­ing­in? Litlu mál­in eru rædd í þess­um risa­þætt­ir.
Kátur í land
Mynd dagsins

Kát­ur í land

Marteinn Sig­urðs­son, skip­stjóri á Akra­nesi, kem­ur trill­unni Kát í land. Bát­inn not­ar hann til að fiska í soð­ið en nú er kom­inn tími til að koma hon­um í skjól, fram á næsta vor. Enda var morg­un­inn í morg­un sá fyrsti uppá Skaga þar sem skafa þurfti af far­ar­tækj­um.
Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir landið
Fréttir

Gríð­ar­stór jarð­skjálfti reið yf­ir land­ið

Skjálft­inn var um 5,6 að stærð og fannst vítt og breitt um land­ið, allt frá Vest­manna­eyj­um í suðri og vest­ur á Flat­eyri. Skjálft­inn teng­ist ekki eld­virkni held­ur er af völd­um fleka­hreyf­inga á Reykja­nesi.
Fyrir átta árum
Viktor Orri Valgarðsson
Blogg

Viktor Orri Valgarðsson

Fyr­ir átta ár­um

Svo var það fyr­ir átta ár­um, að við kus­um þig með gleðitár­um. Svo var það fyr­ir tíu ár­um, að ég birti grein um þig. En ég var bara, eins og geng­ur, óharðn­að­ur, skrít­inn dreng­ur. Rétt að detta í am­er­íska áfengisald­ur­inn. Á öðru ári í stjórn­mála­fræði, að læra um stjórn­kerfi og stjórn­ar­skrár heims­ins. Hafði les­ið þá ís­lensku í mennta­skóla, skildi...
Íslendingar versla meira þrátt fyrir nýja bylgju faraldursins
Fréttir

Ís­lend­ing­ar versla meira þrátt fyr­ir nýja bylgju far­ald­urs­ins

Versl­un rauk upp í sept­em­ber­mán­uði mið­að við sama mán­uð í fyrra. Ís­lend­ing­ar kaupa raf- og heim­ilis­tæki, áfengi og bygg­inga­vör­ur í aukn­um mæli.
177. spurningaþraut: Hvaða vesalings manneskju er verið að hálshöggva?
Þrautir10 af öllu tagi

177. spurn­inga­þraut: Hvaða ves­al­ings mann­eskju er ver­ið að háls­höggva?

Hlekk­ur á þraut­ina frá í gær, já, þetta er hann. * Fyrri auka­spurn­ing: Á mynd­inni hér að of­an er ver­ið að af­hausa konu eina ár­ið 1587. Það gekk víst ekki sem skyldi; böð­ull­inn þurfti þrjú högg til að losa henn­ar frá boln­um. Hvað hét þessi kona? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvaða tón­list­ar­mað­ur söng lag­ið This Glori­ous Land um Eng­land? 2.   Hvaða...
Systur Móður Teresu
Mynd dagsins

Syst­ur Móð­ur Teresu

Syst­ur Móð­ur Teresu, þær In­ocência og Monika, hjá sam­tök­um hinn­ar al­bönsku móð­ur Teresu, bjóða þurfandi morgunkaffi og brauð­hleif með við­biti, fimm daga í viku á Hall­veig­ar­stígn­um. Lok­að á fimmtu­dög­um og sunnu­dög­um. Þær eru hluti af þeim 4.500 nunn­um sem starfa að líkn­ar- og góð­gerð­ar­mál­um í yf­ir eitt hundrað lönd­um.