Huldufólkið: Þúsundir búa í iðnaðarhverfum, þar af 860 börn
Á bilinu fimm til sjö þúsund einstaklingar búa í iðnaðarhverfum höfuðborgarsvæðisins, þar af 860 börn. Eftir því sem neyðarástand á leigumarkaði harðnar leita sífellt fleiri skjóls í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði. Íbúar þora ekki að stíga fram af ótta við að missa það litla sem þeir þó hafa. Þeir lýsa vonleysi og depurð yfir því að hafa endað í þessari stöðu.
FréttirHúsnæðismál
Meira en 50 þúsund manns á leigumarkaði gegn vilja sínum
Leiguverð hefur hækkað um 90 prósent frá 2011 meðan laun hafa hækkað um 74 prósent og íbúðaverð tvöfaldast. Ný viðhorfskönnun sem Íbúðalánasjóður lét framkvæma sýnir mikla óánægju meðal leigjenda og bendir til þess að um 12 þúsund leigjendur óttist að missa húsnæði sitt.
FréttirHúsnæðismál
Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum
Leiguverð í höfuðborginni er hátt, en húsnæðisverð hlutfallslega lágt, samkvæmt greiningu Íbúðalánasjóðs. Þetta kunni að vera skýringin á fjölda ungs fólks enn í foreldrahúsum.
FréttirHúsnæðismál
Sjálfstæðismenn leggja í fjórða sinn fram frumvarp sem Íbúðalánasjóður segir að muni þrýsta upp fasteignaverði
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Aðgerðin myndi auka enn frekar á húsnæðisvandann að mati Samtaka leigjenda.
Karlmaður í Reykjavík auglýsti eftir félagsskap konu og bauð húsnæði í því skyni. „Ég er ekki að leita eftir neinu vændi eða kynlífsgreiðum enda þoli ég ekki svoleiðis, en þú verður þó að vera mjög myndarleg og áreiðanlegur einstaklingur.“
FréttirHúsnæðismál
Íslendingar með hæstu húsnæðisvexti Vesturlanda
Íslendingar greiða allt að þrefalt hærri húsnæðislánavexti en aðrar Norðurlandaþjóðir. Húsnæðisvextir hér eru í besta falli sambærilegir við Makedóníu og Svartfjallaland, en mun hærri en í Sádí-Arabíu, Marokkó og Panama.
FréttirHúsnæðismál
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimilanna var 34,5% í mars, en var 17,4% í sama mánuði árið 1998. Á Norðurlöndunum hefur vægið lítið breyst á sambærilegu tímabili.
FréttirHúsnæðismál
Ísland með lokað á kæruleið fyrir heimilislaust fólk
Ísland er aðili að alþjóðasamningi sem kveður á um réttinn til húsnæðis, en hefur ekki fullgilt valfrjálsa bókun sem gefur einstaklingum kost á að kvarta til nefndar Sameinuðu þjóðarinnar. Málið sofnaði í nefnd á Alþingi í vetur.
FréttirHúsnæðismál
Nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á leigufélag sem er virkt á húsnæðismarkaði
Haukur Ingibergsson segir að hann telji sig ekki vera vanhæfan til að sitja í stjórn Íbúðalánasjóðs þótt hann reki leigufélag. Haukur á meðal annars fjórar íbúðir á Akureyri en Íbúðalánasjóður hefur það á stefnuskrá sinni að stuðla að fasteignauppbyggingu á landsbyggðinni.
FréttirHúsnæðismál
Sögulega lágar vaxtabætur í ár
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður upphæð vaxtabóta sögulega lág næstu ár. Fjárveiting til vaxtabóta er um 4 milljarðar króna, en 40% fer til tekjuhærri helmings þjóðarinnar og 90% til þeirra sem eiga meiri vergar eignir, samkvæmt rannsókn Íbúðalánasjóðs. Starf nefnda sem vinna að úrbótum hefur tafist.
FréttirHúsnæðismál
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir fyrstu íbúðarkaup jafn erfið og áður
Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir það aldrei hafa verið auðvelt að kaupa sína fyrstu íbúð. Leigu- og kaupverð hefur hækkað umfram laun undanfarin ár og kaupmáttur ungs fólks setið eftir. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dregið úr húsnæðisstuðningi.
FréttirHúsnæðismál
Ríkið gerir 25 ára leigusamning við félag frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins úr Panamaskjölunum
25 ára leigusamningum hins opinbera var lýst sem „myllusteinum“ um háls ríkisins eftir síðasta góðæri. Eigandi nýrra höfuðstöðva Hafrannsóknastofnunar fær tryggðar leigutekjur í 25 ár frá ríkinu. Faglega staðið að tilboðsgerðinni, segir í svörum sjávarútvegsráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.