Bergur Þór Ingólfsson
Aðili
Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð

·

Hallgrímur Helgason rithöfundur setti af stað áskorun þar sem hann skorar á kynbræður sína að leggja málinu lið. Full þörf sé á fjárstuðningi til handa venjulegum konum sem lögfræðingar herji á.

Illyrði án tilefnis

Jón Steinar Gunnlaugsson

Illyrði án tilefnis

Jón Steinar Gunnlaugsson
·

Jón Steinar Gunnlaugsson svarar viðbrögðum Bergs Þórs Ingólfssonar, sem hann telur vanstillt. Hann sé þó tilbúinn að fyrirgefa Bergi „ómálefnalegar árásir og illyrði“ hans.

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·

Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir gamanleikritinu Svartlyng sem speglar farsakenndu atburðarás uppreist æru-málsins sem Bergur dróst inn í fyrir ári. Handritshöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson segir marga af fyndnustu bröndurunum koma úr bláköldum raunveruleikanum.

Þar sem þú tengir við mennskuna

Þar sem þú tengir við mennskuna

·

Bergur Þór Ingólfsson tók að sér leikstýra verki Orwell, 1984, en dróst sjálfur inn í orwellískan raunveruleika með atburðarás sumarsins, þar sem ráðamenn reyndu að þagga niður mál er varðaði fjölskyldu hans. Leikhúsið hjálpaði honum að skilja ranglætið, en verkið var frumsýnt daginn sem ríkisstjórnin féll.

Atburðarásin sem felldi ríkisstjórnina

Atburðarásin sem felldi ríkisstjórnina

·

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er sprungin rúmlega átta mánaðum eftir að hún var mynduð. Alvarlegur trúnaðarbrestur milli Bjartrar framtíðar og Bjarna var ástæða þess að stjórn flokksins ákvað seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu. Aðdragandi falls ríkisstjórnar Bjarna, þeirra skammlífustu sem setið hefur við stjórn á Íslandi í lýðveldissögunni, má rekja til umræðu um veitingu uppreist æru og upplýsinga sem fram...

Brynjar þekkti meðmælanda Roberts Downey þegar hann stýrði fundi um málið

Brynjar þekkti meðmælanda Roberts Downey þegar hann stýrði fundi um málið

·

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tengist meðmælanda Roberts Downey, en hann skipaði sama fótboltalið og Halldór Einarsson auk þess sem þeir unnu saman. Meirihluti nefndarinnar gekk út af fundi um málsmeðferðina án þess að kynna sér gögn sem lögð voru fram á fundinum, meðal annars um meðmælendur Roberts. Í lok fundarins lýsti formaður Pírata yfir vantrausti á Brynjar.

Skelfilegt fyrir þolendur hvernig menn í yfirburðastöðu reyndu að smætta brotin

Skelfilegt fyrir þolendur hvernig menn í yfirburðastöðu reyndu að smætta brotin

·

Bergur Þór Ingólfsson var gestur á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar um uppreist æru. Hann vonar að fundurinn verði upphafið að endinum á þrautagöngu brotaþola Roberts Downey.

„Tímabært að Alþingi hlusti á þolendur og aðstandendur þeirra“

„Tímabært að Alþingi hlusti á þolendur og aðstandendur þeirra“

·

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, hefur farið fram á að Bergur Þór Ingólfsson, faðir brotaþola, verði þriðji gestur allsherjar- og menntamálanefndar á miðvikudaginn.

Faðir þolanda segir stjórnarmeirihlutann bregðast brotaþolum

Faðir þolanda segir stjórnarmeirihlutann bregðast brotaþolum

·

„Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd neita að sinna skyldum sínum,“ skrifar Bergur Þór Ingólfsson, faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn, í kjölfar upplýsinga um að annar barnaníðingur fékk uppreist æru sama dag og Robert.

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

·

Bergur Þór Ingólfsson bendir á eitt sem aðskilur mál Roberts frá öðrum sem sótt hafa um uppreist æru, samkvæmt lista yfir slíkar umsóknir sem dómsmálaráðuneytið birti í gær. Í stað þess að honum væri synjað á þeim forsendum að enn var ekki liðinn nægilega langur tími frá því að refsingu lauk lá umsókn Roberts óvenju lengi í ráðuneytinu.

„Við ætlum ekki að leyfa honum að vinna“

„Við ætlum ekki að leyfa honum að vinna“

·

Nína Rún Bergsdóttir var fjórtán ára þegar Róbert Árni Hreiðarsson braut á henni. Ofbeldið hafði gríðarlegar afleiðingar í för með sér, en það var ekki fyrr en Nína reyndi að kveikja í sér inni á salerni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans að hún fékk aðstoð við hæfi. Hér segir Nína, ásamt foreldrum sínum og stjúpmóður, frá afleiðingum kynferðisofbeldisins, baráttunni fyrir viðeigandi aðstoð og óréttlætinu sem þau upplifðu þegar gerandinn hlaut uppreist æru.