Ármann Kr. Ólafsson
Aðili
Sjálfstæðismaðurinn sem þreif í hælisleitendur: „Mér urðu á mistök“

Sjálfstæðismaðurinn sem þreif í hælisleitendur: „Mér urðu á mistök“

·

Þorvaldur Sigmarsson, fyrrverandi varðstjóri og stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs, segir skort á enskukunnáttu hafa valdið því að hann sagði hælisleitendum að hann væri lögreglumaður. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafði kynnt hann sem slíkan.

Veist að hælisleitendum á fundi Sjálfstæðismanna: „Við erum lögreglan“

Veist að hælisleitendum á fundi Sjálfstæðismanna: „Við erum lögreglan“

·

„Við ætlum ekki að hringja í lögregluna því þessir tveir herramenn hér eru lögreglan. Svo við munum bara nota þá,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson sem var fundarstjóri á fundi Sjálfstæðismanna um þriðja orkupakkann. Í kjölfarið þreif maður, merktur Sjálfstæðisflokknum, í hælisleitanda og gerði sig líklegan til að bola honum út með valdi.

Ármann Kr. leggur til að laun sín verði lækkuð

Ármann Kr. leggur til að laun sín verði lækkuð

·

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær til að laun hans og kjörinna fulltrúa bæjarins yrðu lækkuð um 15 prósent. Ármann yrði enn launahærri en forsætisráðherra ef tillagan næði fram að ganga.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða

·

Bíl Ármanns Kr. Ólafssonar var lagt í stæði fyrir hreyfihamlaða fyrir utan bæjarskrifstofu Kópavogsbæjar síðastliðin miðvikudagsmorgun. Sektin við stöðubrotinu nemur 20 þúsund krónum.

Tugir milljóna í launagreiðslur vegna stjórnarsetu sveitarstjórnarmanna

Tugir milljóna í launagreiðslur vegna stjórnarsetu sveitarstjórnarmanna

·

Stjórnarmenn í stjórn Félagsbústaða fengu 900 þúsund krónur í afturvirka launahækkun. Borgar- og bæjarfulltrúar fá greiddar umtalsverðar upphæðir fyrir setu í stjórnum fyrirtækja, ofan á laun sín.

Bæjarstjórar fá tæpar 11 milljónir í árslaun frá slökkviliðinu

Bæjarstjórar fá tæpar 11 milljónir í árslaun frá slökkviliðinu

·

Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu fá greiðslur frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrir setu í stjórn. Upphæðirnar nema tæpum 11 milljónum króna á ári fyrir færri en tíu fundi. Slökkviliðsstjóri segir fyrirkomulagið vera til að stytta boðleiðir.

Stefnir í klofning Samfylkingarinnar í Kópavogi

Stefnir í klofning Samfylkingarinnar í Kópavogi

·

Kristján Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs og áhrifamaður í Samfylkingunni þar, segir að það stefni í klofning flokksins vegna umdeilda áforma um að bæjarskrifstofurnar flytji í Norðurturn Smáralindar. Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins, neitar að gefa upp afstöðu sína til málsins.

Sterk hagsmunatengsl styrkveitenda Sjálfstæðisflokksins

Sterk hagsmunatengsl styrkveitenda Sjálfstæðisflokksins

·

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm milljónir frá félögum sem hafa hagsmuni af úthlutun lóða og byggingar­verkefna. Til samanburðar fær flokkurinn sjö milljónir frá útgerðinni. „Borgarskipulag og framkvæmdir, tengdar lóðaskipulagi og fleira, er þar sem markaðurinn og stjórnmálin mætast á sveitarstjórnarstigi,“ segir stjórnsýslufræðingur.

Ekki vanhæf: „Ég vann aldrei náið með þeim“

Ekki vanhæf: „Ég vann aldrei náið með þeim“

·

Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir fyrri störf sín hjá söluaðilum Norðurturns ekki hafa áhrif á hæfi sitt til að fjalla um kaup í honum. Bæjarstjóri segir pólitíska andstæðinga spinna upp samsæriskenningar.

Ólga vegna tengsla bæjarstjóra við söluaðila Norðurturns

Ólga vegna tengsla bæjarstjóra við söluaðila Norðurturns

·

Starfsmaður Byggs og sonur eiganda keypti einbýlishúsið af Ármanni Kr. sem einnig þáði styrk frá fyrirtækinu. Bæjarstjóri vill að bæjarskrifstofur flytji í Norðurturn Smáralindar.