Fréttir

Bæjarstjórar fá tæpar 11 milljónir í árslaun frá slökkviliðinu

Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu fá greiðslur frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrir setu í stjórn. Upphæðirnar nema tæpum 11 milljónum króna á ári fyrir færri en tíu fundi. Slökkviliðsstjóri segir fyrirkomulagið vera til að stytta boðleiðir.

Eldvarnir Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fundar sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mynd: Samfylkingin

Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu fá sérstakar greiðslur umfram laun sín fyrir setu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Heildarupphæð þessara greiðslna er tæpar 11 milljón krónur á ári. Fimm fundir hafa verið haldnir í stjórninni það sem af er ári.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær 205.172 kr. á mánuði fyrir formennsku í stjórn slökkviliðsins. Aðrir stjórnarmenn fá 136.781 kr. á mánuði, en þeir eru Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjastjóri Seltjarnarness, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Þá fá þeir varamenn sem taka sæti á stjórnarfundum í forföllum bæjarstjóranna 16.670 kr. fyrir hvern fund. Það sem af er árinu 2018 hafa fimm fundir verið  haldnir í stjórninni, en þeir voru alls níu talsins í fyrra og sjö á árinu 2016. Fundir taka að jafnaði einn til tvo tíma, samkvæmt fundargerðum.

EldvarnirSlökkviliðsstjóri segir mikilvægt að bregðast skjótt ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Blogg

Hættum að bregðast Hauki

Blogg

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Mest lesið í vikunni

Pistill

Hjúkrunarfræðingur: „Landspítalinn er í frjálsu falli“

Fréttir

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi

Fréttir

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Pistill

Krakkafréttir - hin raunverulega ógn mannkyns?

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Úttekt

Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum