Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Stundinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu og DV. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Samherjaskjölin

Forstjóri Samherja hafnar mútugreiðslum en útskýrir ekki orð sín. Stjórn Samherja svarar ekki spurningum um málið.

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherjaskjölin

Samherji stundaði arðbærar veiðar í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013. Útgerðarfélagið keypti kvóta af fyrirtækjum sem tengdust þingmönnum í Marokkó og fundað var með syni hershöfðingja sem sagður er hafa stórefnast á sjávarútvegi. Gert var ráð fyrir mútugreiðslum sem „öðrum kostnaði“ í rekstraráætlunum.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Samherjaskjölin

Í svörum Samherja hf. er ljóst að félagið reynir að fjarlægja sig frá erlendri starfsemi útgerðarinnar sem rekin er í sérstöku eignarhaldsfélagi. Svo virðist sem engum bankareikningum Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið lokað í DNB bankanum norska.

Samherjamálið: „Þetta er sorglegt“

Samherjamálið: „Þetta er sorglegt“

Samherjaskjölin

Einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í peningaþvætti, Louise Brown, segir að misnotkunin á DNB-bankanum í Samherjamálinu sé alvarleg og sorgleg. Hún segir að DNB hefði átt að bregðast við miklu fyrr gegn skattaskjólsfélaginu Cape Cod FS sem Samherji notaði til að greiða út laun sjómanna sinna í Namibíu.

DNB um viðskiptin við Samherja: „Enginn kúnni mikilvægari“ en að fylgja lögum

DNB um viðskiptin við Samherja: „Enginn kúnni mikilvægari“ en að fylgja lögum

Samherjaskjölin

Upplýsingafulltrúi DNB-bankans, Even Westerveld, segir að DNB slíti viðskiptasambandi við fyrirtæki sem fremja lögbrot. DNB vill ekki svara sértækum spurningum um Samherjamálið.

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja vissi ekki um mútugreiðslurnar í Namibíu

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja vissi ekki um mútugreiðslurnar í Namibíu

Samherjaskjölin

„Ég var búinn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu,“ segir Sigursteinn Ingvarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja. Hann segist ekki hafa vitað af mútugreiðslum fyrr en málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum.

Fyrrverandi seðlabanka­stjóri lýsir mögu­legum brotum Samherja á gjaldeyris­hafta­lögunum

Fyrrverandi seðlabanka­stjóri lýsir mögu­legum brotum Samherja á gjaldeyris­hafta­lögunum

Samherjaskjölin

Svein Harald Øygård, fyrrverandi seðlabankastjóri tengir saman uppljóstranir í Samherjaskjölunum við Seðlabankamálið og útskýrir að fyrra málið geti varpað ljósi á hið seinna.

Þorsteinn Már ætlaði að kaupa ríkisflugfélag Grænhöfðaeyja með Björgólfi

Þorsteinn Már ætlaði að kaupa ríkisflugfélag Grænhöfðaeyja með Björgólfi

Samherjaskjölin

Íslenska útgerðin Gjögur er stór fjárfestir í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Flugfélagið var nær gjaldþrota þegar viðskiptin áttu sér stað. Gjöful en vannýtt fiskimið eru fyrir utan Grænhöfðaeyjar og vilja yfirvöld í landinu fá erlenda fjárfesta til að hefja útgerð.

Ákæruvaldið í Namibíu: Lögbrotin í Samherjamálinu sönnuð prima facie

Ákæruvaldið í Namibíu: Lögbrotin í Samherjamálinu sönnuð prima facie

Rannsóknarstofnunin ACC tilkynnir að lögbrotin í Samherjamálinu teljist sönnuð prima facie, við fyrstu sýn eða athugun, út frá gögnunum í málinu. Fullklára þarf rannsókn málsins áður en hægt sé fullyrða um endanega sekt en að gögnin í málinu bendi til lögbrota eins og meinsæris, mútubrota, peningaþvættis og skattaundanskota.

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherrann handtekinn

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherrann handtekinn

Samherjaskjölin

Útvarpsstöð í Namibíu segir að Bernhard Esau og Ricardo Gustavo séu í haldi lögreglunnar vegna mútugreiðslna Samherja í Namibíu. Lögreglan leitar nú að þremur öðrum sem tengjast mútumálinu.

Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norsks sjávarútvegsfyrirtækis

Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norsks sjávarútvegsfyrirtækis

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfélagsins Nergård. Astæðan er mútumál Samherja í Namibíu.

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga DNB sem bankinn vissi ekki hver átti

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga DNB sem bankinn vissi ekki hver átti

Samherjaskjölin

Starfsmannaleiga á Kýpur opnaði bankareikninga í DNB sem notaðir voru til að greiða laun starfsmanna Samherja. Íslenska útgerðin var ekki skráður eigandi bankareikninganna þrátt fyrir að fjármagnið kæmi frá henni. Bankareikningunum var lokað og hefur málið vakið mikla athygli í Noregi.

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu

Samherjaskjölin

Forsvarsmenn Samherja í Namibíu, meðal annars Jón Óttar Ólafsson „rannsóknarlögreglumaður“, leituðu allra leiða til að lækka skattgreiðslur. Samherji þurfti að bregðast við nýjum lögum um tekjuskatt í Namibíu en sjómenn fyrirtækisins höfðu þá lent í vandræðum gagnvart skattinum vegna þess að launin voru greidd út ósköttuð í gegnum skattaskjól.

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Samherjaskjölin

Félaginu Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum var slitið í byrjun mánaðarins. Rúmlega 9 milljarðar króna frá Samherja fóru um bankareikninga félagsins frá 2011 til 2018. Norski ríkisbankinn DNB lokaði þá bankareikningum félagsins þar sem ekki var vitað hver ætti það en slíkt stríðir gegn reglum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Samherjaskjölin

DNB skipti um yfirmann eftirlits gegn peningaþvætti í kyrrþey í haust. Norskir fjölmiðlar tengja starfsloks hans við Samherjaskjölin og aðkomu DNB að fjármagnsflutningum fyrir Samherja í gegnum bankann. DNB neitar hins vegar að starfslokin tengist Samherjamáinu.

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Samherjaskjölin

Samherji ætlaði sér að opna skrifstofu í Kaupmannahöfn og lét eiginmann forstöðumanns Jónshúss, Hrannar Hólm, sjá um stofnun félagsins. Samherjaskjölin sýna millifærslur til félagsins frá Kýpur. Félagið á Kýpur tók líka við peningum frá Namibíu og millifærði fé í skattaskjól.