Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Stundinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu og DV. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Arnarlax vill fá gefins laxeldiskvóta frá íslenska ríkinu sem Norðmenn selja á 40 milljarða

Arnarlax vill fá gefins laxeldiskvóta frá íslenska ríkinu sem Norðmenn selja á 40 milljarða

Í kynningu á starfsemi Arnarlax kemur fram að laxeldisfyrirtækið líti á Alþingi sem „kerfislæga áskorun“ fyrir vöxt laxeldis á Íslandi. Hart er tekist á um laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem Arnarlax vill fá 10 þúsund tonna kvóta frá ríkinu.

120 starfsmenn Samherja sagðir skildir eftir í óvissu með lifibrauð sitt

120 starfsmenn Samherja sagðir skildir eftir í óvissu með lifibrauð sitt

Samherjaskjölin

Togari Samherji í Namibíu hélt ekki til veiða í Namibíu á miðvikudaginn. 120 starfsmenn í Namibíu eru í óvissu um framtíð sína. Þeir fengu sms um að fjarlægja eigur sínar úr togaranum sem farinn er af landi brott.

Samherjaskjölin og mynstur spillingarmála í Afríku

Samherjaskjölin og mynstur spillingarmála í Afríku

Samherjaskjölin

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, er kominn í hóp margra annarra uppljóstrara sem hafa komið upp um spillingu og glæpi í álfunni. Ríkisstjórnin á Íslandi vinnur nú að því að setja lög sem miða að því að vernda uppljóstrara eins og Jóhannes gegn mögulegum hefndaraðgerðum.

Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum

Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum

Samherjaskjölin

Útgerðarfélagið Samherji hóf málsvörn sína í mútumálinu í Namibíu á að segja að lögbrot hafi átt sér stað en að þau hafi verið Jóhannesi Stefánssyni einum að kenna. Þegar sú málsvörn gekk ekki upp hafnaði Björgólfur Jóhannsson því að nokkur lögbrot hafi átt sér stað. Svo tilkynnti Samherji um innleiðingu nýs eftirlitskerfis út af misbrestum á starfsemi félagsins í Namibíu og virtist þannig gangast við sekt að einhverju leyti.

Sonur stjórnarmanns í Samherja gagn­rýnir RÚV fyrir fréttir af Namibíumálinu

Sonur stjórnarmanns í Samherja gagn­rýnir RÚV fyrir fréttir af Namibíumálinu

Samherjaskjölin

Sonur stjórnarmanns í Samherja, Magnús Óskarsson, gagnrýnir RÚV harðlega fyrir að fylgja ekki lögum um stofnunina. Hann vill meina að RÚV sýni ekki fagmennsku, meðal annars í Samherjamálinu í Namibíu. Faðir hans er Óskar Magnússon sem um árabil hefur verið stjórnarmaður í Samherja og trúnaðarmaður eigenda fyrirtækisins.

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Yfirvöld á Íslandi, og í nokkrum öðrum löndum, eru sögð aðstoða yfirvöld í Namibíu við að hafa uppi á eignum Namibíumannanna í Samherjamálinu. Fjármálaráðherra Namibíu, Carl Schwettlein, segir erfitt að haldleggja eignir í öðrum löndum.

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær fjárhagslegan stuðning frá sama sjóði í Bandaríkjunum og Edward Snowden og Chelsea Manning. Wikileaks er einn af stofnendum sjóðsins og segir ritstjóri síðunnar, Kristinn Hrafnsson, að Jóhannes sé í „þröngri stöðu“.

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Samherjaskjölin

Deilur Samherja og viðskiptafélaga þeirra í Namibíu um togarann Heinaste eru í hnút. Samherji segir líklegt að togarinn verði ekki seldur úr landi heldur leigður út. Íslenska útgerðin er föst í Namibíu í bili, gegn eigin vilja.

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur í gegnum tíðina ekki viljað skilgreina samband sitt og Þorsteins Más Baldvinssonar sem samband vina. Hæfi hans til að taka ákvarðanir sem með einum eða öðrum hætti snerta Samherja kunna að byggjast á þessari skilgreiningu.

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, ráðgerði að greiða sér 75 milljóna króna arð af hlutabréfum sínum í Arnarlaxi árin 2018 og 2019. Kjartan leiðir uppbyggingu stærsta laxeldisfyrirtækis landsins fyrir hönd norskra eigenda þess, aðallega laxeldisrisans Salmar AS.

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Samherjaskjölin

Yfirlýsingar ríkissaksóknarans í Namibíu, Oliva Martha Iwalva, um Samherjamálið í Namibíu segja allt aðra sögu en yfirlýsingar starfandi forstjóra Samherja. Björgólfs Jóhannssonar. Saksóknarinn lýsti meintum brotum namibísku ráðamannanna sex sem sitja í gæsluvarðhaldi og þátttöku Samherja í þeim fyrir dómi.

Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans

Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans

Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi ráðherra, segir að hann skammist sín fyrir að hafa ekki séð í gegnum þann blekkingarleik sem einkavæðing Búnaðarbankans var á sínum tíma. Með orðum sínum á Finnur við meinta aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhausers að viðskiptunum sem reyndust vera fals.

Matthías getur fengið yfirmannsstöðu hjá stofnun sem lýtur ráðherra Framsóknar

Matthías getur fengið yfirmannsstöðu hjá stofnun sem lýtur ráðherra Framsóknar

Fyrrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins, Matthías Imsland, er einn af eftirstandi 12 umsækjendum um yfirmannsstarf hjá Vinnumálastofnun. Stjórn sjóðsins er skipuð af Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra og er stjórnarformaðurinn fyrrverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Fjölskylda og vinir Halldórs kostuðu ritun ævisögu hans

Fjölskylda og vinir Halldórs kostuðu ritun ævisögu hans

Ævisaga Halldórs Ásgrímssonar, eins umdeildasta stjórnmálaleiðtoga Íslands á seinni hluta 20. aldar og byrjun þeirra 21., var kostuð af fjölskyldu hans og vinum. Höfundurinn Guðjón Friðriksson segir að hann hafi notið fulls frelsis við ritun bókarinnar. Bókin er ekki mjög gagnrýnin á pólitískan feril Halldórs.

Ráðherra vill afnema bann við sjókvíaeldi í nágrenni vissra laxveiðiáa

Ráðherra vill afnema bann við sjókvíaeldi í nágrenni vissra laxveiðiáa

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill að regla um fimm kílómetra fjarlægðarmörk sjókvía með eldislöxum frá vissum laxveiðiám verði afnumin. Opnar á aukið laxeldi í Ísafjarðardjúpi og á Austfjörðum.

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Samherjaskjölin

Samherji heldur áfram að gagnrýna fjölmiðla sem fjallað hafa um Namibíumálið. Björgólfur Jóhannsson ýjar að því að samsæri eigi sér stað gegn Samherja sem snúist um að valda félaginu skaða. Forstjórinn segir að lyktir málsins verði líkega þau sömu og í Seðlabankamálinu þrátt fyrir að sex einstaklingar hafi nú þegar verið ákærðir í Namibíu.