Utanríkisráðherra Namibíu ræddi framsalsmál við Katrínu forsætisráðherra
Utanríkisráðherra Namibíu, Netumbo Nandi-Ndaitwah, er stödd hér á landi í tveggja daga heimsókn. Hún fundar með íslenskum ráðherrum og heimsækir fyrirtæki. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Gylfasdóttur, segir að namibíski ráðherrann hafi ekki viljað aðkomu íslenskra fjölmiðla að heimsókninni.
Fréttir
Lögmannsstofan Logos stofnaði félag Moshenkys sem teygði sig í skattaskjól
Lögfræðiskrifstofunni Logos er lýst sem „hjarta aflandsviðskipta“ Íslendinga. Á tímabili kom um helmingur af tekjum lögfræðiskrifstofunnar frá skrifstofunni í London, sem sá meðal annars um viðskipti fyrir MP Banka og viðskiptaveldi Aleksanders Moshensky, hvítrússneska ólígarkans og kjörræðismanns Íslands, sem verið hefur stærsti einstaki kaupandi uppsjávarfisks af íslenskum útgerðum.
FréttirÓlígarkinn okkar
Viðskipti Vinnslustöðvarinnar og Moshenskys: „Ég veit bara ekkert um það“
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir að einu viðskipti Vinnslustöðvarinnar í Eyjum við Alexander Moshensky séu með fisk frá Íslandi. Hann hafnar öllum sögusögnum um lánveitingar frá Hvítrússanum til Vinnslustöðvarinnar og tengdra félaga og segir að hann njóti engra sérkjara í viðskiptunum. Engin vitneskja hafi legið fyrir um skattaskjólsviðskipti félaga Moshenskys.
AfhjúpunÓlígarkinn okkar
1
Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
Breskt skúffufélag, Max Credit Investment Limited, sem fjármagnað hefur viðskipti hvítrússneska ólígarkans Aleksanders Moshensky komst nýverið í eigu íslendingsins Karls Konráðssonar. Verðið sem Karl greiddi fyrir félagið virðist ekki í neinu samræmi við eignir þess og umsvif, sem virðast einskorðast við að miðla peningum milli aflandsfélags og fyrirtækja Moshensky í Austur-Evrópu. Úkraínsk skattayfirvöld rannsökuðu slík viðskipti.
FréttirLaxeldi
2
Starfsmönnum Arctic Fish sagt frá samruna við Arnarlax: „No comment“
Stjórnendum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði var sagt frá því fyrir helgi að til standi að sameina fyrirtækið og Arnarlax á Bíldudal. Á mánudaginn var greint frá kaupum norsks móðurfélags Arnarlax, Salmar, á eiganda Arctic Fish, Norway Royal Salmon. Talað var um möguleikann á samlegðaráhrifum í rekstri fyrirtækjanna tveggja og er ljóst að þessi fyrirtæki verða í framtíðinni rekin undir einum hatti.
FréttirSamherjamálið
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
Eignarhaldsfélagið sem Samherji notaði til að halda utan um rekstur sinn í Namibíu seldi fiskveiðikvóta sinn á Íslandi til íslensks dótturfélags Samherja árið 2020. Þetta fyrirtæki, Sæból fjárfestingarfélag, var í 28. sæti yfir stærstu kvótaeigendur á Íslandi um vorið 2019. Í ársreikningi félagsins kemur fram hvernig reynt hefur verið að skera á tengsl þess við Ísland í kjölfar Namibíumálsins.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Alvotech leigir fasteignir af félögum stofnanda síns fyrir rúmlega 1.700 milljónir
Lyfjaþróunarfyrirtækið Alvotech, sem *Róbert Wessman stofnaði, leigir fjölda fasteigna af fyrirtækjum hans vegna rekstrarins á Íslandi. Fyrirtækið stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og hefur einnig fengið fjármögnun frá íslenskum aðilum og lífeyrissjóði.
FréttirLaxeldi
1
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
Norskur eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíludal ætlar að kaupa eiganda Arctic Fish á Ísafirði. Fyrir vikið verða tvö stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands í eigu sama norska fyrirtækisins. Í tilkynningu um samrunann kemur fram að samlegðaráhrif í rekstri fyrirtækjanna náist með þessu. Samanlagt framleiða þessi fyrirtæki rúman helming af öllum eldislaxi í sjó á Íslandi.
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna
3
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.
Menning
Saga mannsins sem lifði Auschwitz af en dó undir stiganum sínum
Íslensk þýðing á einni þekktustu endurminningabókinni um helförina er komin út hjá Forlaginu. Þetta er bókin Ef þetta er maður eftir ítalska gyðinginn Primo Levi. Bókin er köld og vísindaleg lýsing á hryllingi fangabúðanna Auschwitz þar sem Levi dvaldi í eitt ár í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
FréttirStórveldi sársaukans
4
Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
Lífeyrissjóðirnir sem fjárfestu í Actavis þegar fyrirtækið var stórtækt á ópíóðamarkaðinum í Bandaríkjunum segjast ekki hafa vitað um skaðsemi og villandi markaðssetningu morfínlyfjanna. Íslenskir lífeyrissjóðir högnuðust um 27 milljarða þegar þeir seldu fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar hlutabréf í Actavis árið 2007, eftir að fyrirtækið var farið að selja morfínlyf í stórum stíl.
ÚttektSalan á Íslandsbanka
7
Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
Í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í mars var ómerktu dreifibréfi um eiginmann Hildar Björnsdóttur dreift til flokksmanna. Þar var rætt um vinnu manns hennar, Jóns Skaftasonar fyrir fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ásgeir verður hluti af prókjörsbaráttu í flokknum.
FréttirStórveldi sársaukans
1
Actavis borgar 30 milljarða króna bætur í Texas vegna ópíóðafaraldursins
Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis seldi hvergi fleiri ópíóðatöflur en í Texas-fylki á árunum 2006 til 2014. Um var að ræða rúmlega þrjá milljarða taflna. Í byrjun febrúar var greint frá því að fyrirtækið hefði sæst á að greiða skaðabætur í ríkinu út af framleiðslu og sölu sinni á ópíóðum í fylkinu. Eigandi Actavis-félaganna í dag, Teva, viðurkennir hins vegar ekki sekt sína þrátt fyrir skaðabæturnar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.