Gunnar Hrafn Jónsson

Covid-samsærið mikla
Fréttir

Covid-sam­sær­ið mikla

Sam­særis­kenn­ing­ar um kór­óna­veiruna hafa náð fót­festu í um­ræðu á net­inu og breið­ast hratt út. Án allra vís­inda­legra sann­ana er því með­al ann­ars hald­ið fram að farsíma­möst­ur valdi sjúk­dómn­um, Bill Gates hafi hann­að veiruna á til­rauna­stofu eða jafn­vel að fjöl­miðl­ar hafi skáld­að far­ald­ur­inn upp og eng­inn sé í raun lát­inn af völd­um Covid. Ís­lensk­ur lækn­ir seg­ir al­gengt að sjúk­ling­ar fái rang­hug­mynd­ir um sjúk­dóma á net­inu og þær geti þvælst fyr­ir og gert lækn­um erfitt um vik.
Hvers á WHO að gjalda?
Fréttir

Hvers á WHO að gjalda?

Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in (WHO) sæt­ir harðri gagn­rýni af hálfu banda­rískra stjórn­valda sem saka stjórn­end­ur henn­ar um að ganga er­inda Kín­verja og sýna slaka frammi­stöðu í bar­átt­unni við Covid. Aðr­ir segja far­ald­ur­inn hafa leitt í ljós alla helstu veik­leika stofn­un­ar­inn­ar og van­mátt henn­ar til að hafa raun­veru­leg áhrif á sótt­varna­stefnu að­ild­ar­ríkj­anna. Þrátt fyr­ir mikla ábyrgð hef­ur WHO eng­in raun­veru­leg völd og er háð fjár­veit­ing­um og duttl­ung­um nokk­urra stórra ríkja.
#metoo (en ekki þú)
Fréttir

#met­oo (en ekki þú)

Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna og fram­bjóð­andi Demó­krata í kom­andi for­seta­kosn­ing­um í nóv­em­ber, er sak­að­ur um kyn­ferð­is­brot. Lít­ið hef­ur far­ið fyr­ir um­ræðu um þess­ar ásak­an­ir en Biden neit­ar þeim stað­fast­lega, auk þess sem sam­flokks­menn hans hafa sleg­ið um hann skjald­borg. Þrátt fyr­ir að Biden hafi lengi þótt hegða sér á óvið­eig­andi hátt í nær­veru kvenna, og Demó­krat­ar hafi gagn­rýnt Don­ald Trump harð­lega fyr­ir svip­aða fram­komu, er nú gef­ið skot­leyfi á trú­verð­ug­leika kon­unn­ar sem steig fram til að segja sögu sína.
Upprisa Kims og fæðing falsfréttar
Greining

Upprisa Kims og fæð­ing fals­frétt­ar

Fjöl­miðl­ar um all­an heim hafa greint frá því und­an­far­ið að leið­togi Norð­ur-Kór­eu væri al­var­lega veik­ur og hefði jafn­vel lát­ist eft­ir mis­heppn­aða hjartaskurð­að­gerð. Sú frétt virð­ist hafa ver­ið upp­spuni frá rót­um og má auð­veld­lega rekja hana til áróð­ursmiðla á veg­um banda­rískra yf­ir­valda. Sú er einnig raun­in þeg­ar kem­ur að fjölda annarra furðu­frétta af hinu ein­angr­aða ríki Norð­ur-Kór­eu, sem marg­ar eru skáld­að­ar í áróð­urs­skyni.
Þeir fáu sem græða í faraldrinum
FréttirCovid-19

Þeir fáu sem græða í far­aldr­in­um

Covid-19 far­ald­ur­inn hef­ur lam­að efna­hags­líf um all­an heim og út­lit er fyr­ir verri kreppu en elstu menn muna. Á sama tíma eru von­arglæt­ur inni á milli og ein­staka fyr­ir­tæki mala gull vegna skyndi­legr­ar eft­ir­spurn­ar sem eng­an ór­aði fyr­ir. Í sum­um til­vik­um gæti það þó ver­ið skamm­góð­ur verm­ir, líkt og í skemmt­ana­iðn­að­in­um þar sem gam­alt efni er hamstr­að en ekk­ert nýtt er í fram­leiðslu.
28 virkum dögum seinna
FréttirCovid-19

28 virk­um dög­um seinna

Vax­andi hóp­ur Banda­ríkja­manna tek­ur þátt í mót­mæl­um gegn sam­komu­banni og öðr­um fyr­ir­byggj­andi að­gerð­um vegna kór­óna­veirunn­ar. Þeir virð­ast njóta stuðn­ings Don­alds Trump for­seta og er hann sak­að­ur um að hvetja til upp­reisn­ar í ríkj­um þar sem Demó­krat­ar eru við völd. Trump er mik­ið í mun að koma hag­kerf­inu aft­ur í gang fyr­ir kom­andi kosn­inga­bar­áttu, þrátt fyr­ir gríð­ar­legt og hratt vax­andi mann­fall af völd­um veirunn­ar vest­an­hafs.
Aukin togstreita á milli almennings og elítu
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Auk­in tog­streita á milli al­menn­ings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.
Lýðræðið í öndunarvél
Greining

Lýð­ræð­ið í önd­un­ar­vél

Rík­is­stjórn­ir um all­an heim taka til sín auk­in völd í skjóli COVID-19 far­ald­urs­ins.
Kórónaveiran: Hvernig endar þetta?
ÚttektCovid-19

Kór­óna­veir­an: Hvernig end­ar þetta?

Stjórn­völd um all­an heim búa sig und­ir það versta eft­ir að illa hef­ur geng­ið að hefta út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar Covid-19. Allt að hundrað þús­und til­felli hafa ver­ið greind í meira en 70 lönd­um og sér­fræð­ing­ar vara við heims­far­aldri. Þetta er þó langt frá því í fyrsta sinn sem þetta ger­ist á síð­ustu ár­um og al­menn­ing­ur virð­ist fljót­ur að gleyma. Við lít­um á hvernig lík­legt er að þetta fari á end­an­um – mið­að við fyrri reynslu.
Kvenleikinn tvíeggja sverð í bandarískum stjórnmálum
Úttekt

Kven­leik­inn tví­eggja sverð í banda­rísk­um stjórn­mál­um

Lín­urn­ar eru að skýr­ast í for­vali Demó­krata­flokks­ins fyr­ir kom­andi for­seta­kosn­ing­ar og ljóst er að enn og aft­ur er það hvít­ur karl­mað­ur í eldri kant­in­um sem verð­ur fyr­ir val­inu. Þrátt fyr­ir að nokkr­ar fram­bæri­leg­ar kon­ur hafi gef­ið kost á sér virt­ust þær aldrei eiga mögu­leika og fengu tak­mark­aða at­hygli fjöl­miðla. Deilt er um hvaða áhrif ósig­ur Hillary Cl­int­on gegn Don­ald Trump hafi haft á stöðu kvenna í flokkn­um.
Úr skugga írska lýðveldishersins
Fréttir

Úr skugga írska lýð­veld­is­hers­ins

Sinn Fein-flokk­ur­inn fékk flest at­kvæði í ný­af­stöðn­um þing­kosn­ing­um á Ír­landi en hinir tveir stærstu flokk­ar lands­ins neita að vinna með hon­um í stjórn. Sinn Fein var lengi póli­tísk­ur væng­ur hryðju­verka­sam­tak­anna sem kenndu sig við írska lýð­veld­is­her­inn en flokks­menn hafa unn­ið hörð­um hönd­um að því að end­ur­skapa ímynd sína eft­ir að vopna­hlé komst á í Norð­ur-Ír­landi.
Bernie á toppnum
Fréttir

Bernie á toppn­um

Bernie Sand­ers þyk­ir enn lík­leg­ast­ur til að hljóta til­nefn­ingu Demó­krata­flokks­ins sem for­setafram­bjóð­andi í kom­andi kosn­ing­um gegn Don­ald Trump. Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvort hann sé of rót­tæk­ur vinstri­mað­ur til að höfða til fjöld­ans eða hvort hann sé ein­mitt eina von flokks­ins um að koma í veg fyr­ir þaul­setu Trumps. Millj­arða­mær­ing­ur­inn Michael Bloom­berg sæk­ir nú fast á hæla Sand­ers í skoð­ana­könn­un­um.
Vítahringurinn í Íran
Fréttir

Víta­hring­ur­inn í Ír­an

Ír­an er ríki sem hef­ur ver­ið áber­andi í fjöl­miðl­um und­anar­ið án þess að mik­ið sé reynt að kafa und­ir yf­ir­borð­ið. Ótti við að styrj­öld brjót­ist út á svæð­inu fer vax­andi og mörg ólík hags­muna­öfl hafa hag af því að kynda bál­ið, allt frá klerk­um í Sádi-Ar­ab­íu til hnetu­bænda í Kali­forn­íu. Inn­byrð­is er ír­anskt sam­fé­lag oft mót­sagna­kennt og þjóð­in er djúpt klof­in í af­stöðu sinni til nú­tím­ans, um­heims­ins og þeirra brenn­andi vanda­mála sem blasa við í ná­inni fram­tíð. Það er þó stríð­ið, sem sí­fellt vof­ir yf­ir, sem á end­an­um kem­ur í veg fyr­ir fram­far­ir.
Korter í stríð
Greining

Kort­er í stríð

All­ir virð­ast hafa grætt á átök­un­um milli Ír­ans og Banda­ríkj­anna. Stríð mun til skamms tíma þjappa al­menn­ingi sam­an að baki leið­tog­an­um, bæði í Ír­an og Banda­ríkj­un­um. Gunn­ar Hrafn Jóns­son kort­legg­ur leið­ina að stríðs­átök­um sem geta far­ið úr bönd­un­um.
Heimsfréttir ársins og það sem er fram undan árið 2020
Fréttir

Heims­frétt­ir árs­ins og það sem er fram und­an ár­ið 2020

Hér verð­ur stikl­að á stóru um ár­ið sem er að líða en um leið spáð í spil­in fyr­ir kom­andi ár um hvernig stærstu mál­in munu halda áfram að þró­ast.
Skrýtin veröld
Fréttir

Skrýt­in ver­öld

Það er margt skrýt­ið, óvenju­legt og jafn­vel skemmti­legt sem ger­ist í hinni stóru ver­öld án þess að það rati í frétt­ir hér á landi. Um ára­bil safn­aði Gunn­ar Hrafn Jóns­son þess­um furðu­frétt­um sam­an viku­lega fyr­ir Síð­deg­isút­varp­ið á Rás 2 en nú verð­ur lát­ið reyna á svip­uð efnis­tök í rit­uðu máli.