Gunnar Hrafn Jónsson

Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·

Efni á borð við LSD, ofskynjunarsveppi og MDMA, sem hingað til hafa aðallega verið þekkt sem ólöglegir vímugjafar, eru í vaxandi mæli notuð af læknum til að meðhöndla sjúklinga.

Ég um mig frá mér til mín

Ég um mig frá mér til mín

·

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sagt hefðbundinni alþjóðasamvinnu stríð á hendur. Takmark stjórnvalda í Washington virðist vera að gera út af við stofnanir og sáttmála sem hafa verið grundvöllur alþjóðlegs samstarfs áratugum saman og mynda grunn alþjóðasamfélagsins eins og við þekkjum það. Óvissa og óstöðugleiki eru óhjákvæmilegar afleiðingar að mati fræðimanna og mannréttindi munu eiga undir högg að sækja.

Vatnið einkavætt

Vatnið einkavætt

·

Vatn er nú söluhærri vara en gosdrykkir í Bandaríkjunum og stórfyrirtæki keppast um að eignast vatnsból sem áður töldust til almannagæða.

Yfirstéttarmaður fólksins

Yfirstéttarmaður fólksins

·

Boris Johnson, án efa einn umdeildasti stjórnmálamaður Bretlands síðustu ár, tók á dögunum við embætti forsætisráðherra eftir að Brexit-áætlun Theresu May fór úr böndunum. Hans bíður nú það erfiða verkefni að leiða þau mál til lykta en Johnson á að baki langan og skrautlegan feril í stjórnmálum og sem óvænt fjölmiðlastjarna.

Fína fólkið, barnaníð og samsæri

Fína fólkið, barnaníð og samsæri

·

Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa á dögunum og fjöldi samsæriskenninga er á lofti um dauða hans. Saksóknarinn, sem lét hann sleppa með 13 mánaða dóm árið 2008 fyrir að níðast á barnungum stúlkum í áraraðir, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Í kjölfar andlátsins hefur FBI gert húsleit á heimili hans og ekki er útilokað að lagt hafi verið hald á gögn sem gefi tilefni til frekari rannsókna, en hátt settir menn liggja undir grun.

Eitt Kína, margar mótsagnir

Eitt Kína, margar mótsagnir

·

Mótmælin í Hong Kong hafa vakið heimsathygli þar sem mótmælendur storka leiðtogum í stærsta og voldugasta alræðisríki heims. Tilefni mótmælanna eru lög sem óttast er að færi stjórnvöldum í Pekíng meira vald yfir dómstólum í Hong Kong. Andóf þar á sér hins vegar langa sögu og helsta uppspretta óánægju í dag er ekki síður efnahagsleg en pólitísk að mati margra fréttaskýrenda. Gjá hefur myndast á milli þessara tveggja þjóða sem búa að nafninu til í sama ríki en líta hvorir aðra hornauga.

Atvinnulygarar og apaheilar

Atvinnulygarar og apaheilar

·

Gamall brandari segir að besta leiðin til að sjá hvort stjórnmálamaður sé að ljúga sé að fylgjast með vörum hans. Ef þær hreyfist sé stjórnmálamaðurinn sennilega að ljúga þá stundina.

Klám, sóðaskapur og annað vinsælt skemmtiefni

Klám, sóðaskapur og annað vinsælt skemmtiefni

·

Fyrirtækið sem rekur klámsíðuna Pornhub er risavaxið fyrirbæri sem teygir anga sína um allan heim og veltir milljörðum. Í krafti auðæfa og samfélagsbreytinga hefur það gjörbreytt ásýnd klámiðnaðarins á skömmum tíma og getið sér gott orð fyrir framlög til góðgerðarmála en ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar þróunar eða hvað hún kann að kosta.

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum

Stjórnmálamenn kynda undir hatri á blaðamönnum

·

Fjölmiðlafrelsi og öryggi blaðamanna minnkar ár frá ári. Forseti Bandaríkjanna kallar fjölmiðla „óvini fólksins“. Alls voru 94 fjölmiðlamenn drepnir við störf á síðasta ári. Ísland er langt á eftir hinum Norðurlöndunum hvað varðar frelsi fjölmiðla.

Að vera eða vera ekki blaðamaður

Að vera eða vera ekki blaðamaður

·

Julian Assange er hugsanlega umdeildasti blaðamaður heims. Meira að segja er deilt um hvort hann sé blaðamaður.

Ungur kjáni á átakasvæði

Gunnar Hrafn Jónsson

Ungur kjáni á átakasvæði

·

Peningana sem Gunnar Hrafn Jónsson fékk í tvítugsafmælisgjöf notaði hann til þess að kaupa sér flugmiða til Jórdaníu, foreldrum hans til lítillar ánægju. Af ævintýrahug, forvitni og ómótaðri réttlætiskennd var hann staðráðinn í að ferðast til landsins helga og virða ástandið fyrir sér með eigin augum.

Engin tveggja ríkja lausn?

Engin tveggja ríkja lausn?

·

Allar tilraunir til að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu áratugi hafa gert ráð fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza en þær tilraunir hafa líka allar mistekist hrapallega. Ísraelar hafa með skipulögðum hætti grafið undan öllum grundvelli fyrir slíku ríki en sumir fræðimenn telja víst að með því hafi þeir um leið gert út af við framtíð Ísraels sem ríki Gyðinga.

Rætur Ísraelsríkis

Rætur Ísraelsríkis

·

Þegar deilur fyrir botni Miðjarðarhafs eru til umræðu vofir sagan ávallt yfir eins og draugur. Um hana hafa verið ritaðir margir bókaflokkar, og ómögulegt er að rekja hana hér að fullu, en gott er að hafa nokkur atriði á hreinu þó að stiklað sé á stóru.

Dómstólar Guðs

Dómstólar Guðs

·

Hugtakið sjaríalög skýtur mörgum skelk í bringu á Vesturlöndum þar sem flestir tengja orðið við limlestingar og aftökur í alræðisríkjum á borð við Sádi-Arabíu. Það er hins vegar aðeins ein birtingarmynd þessarar fornu lagahefðar sem var endurvakin eða endurskilgreind af pólitískum öflum á 20. öldinni og er oft misskilin í dag.

Enginn veit hvað átt hefur

Enginn veit hvað átt hefur

·

Það var mörgum áfall þegar fréttir bárust af því um allan heim að Notre Dame-kirkjan í París stæði í ljósum logum. Til stendur að safna fyrir endurbyggingu hennar en ljóst er að gríðarleg menningarverðmæti glötuðust að eilífu í brunanum. Þetta er þó því miður ekki í fyrsta og sennilega ekki síðasta sinn sem mannkynið tapar stórum og mikilvægum hluta af menningararfi sínum á einu bretti.

Lánabækur, lekar og leynikisur

Lánabækur, lekar og leynikisur

·

Julian Assange og Wikileaks eru aftur í heimsfréttunum en á dögunum var stofnandi lekasíðunnar handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum eftir sjö ára langt umsátur lögreglu. Gefin hefur verið út ákæra á hendur honum í Bandaríkjunum fyrir að birta leyniskjöl og framtíð hans er óráðin. Assange og Wikileaks hafa haft sterkar tengingar við Ísland frá því áður en flestir heyrðu þeirra getið á heimsvísu.