Gunnar Hrafn Jónsson

Vítahringurinn í Íran

Vítahringurinn í Íran

Íran er ríki sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanarið án þess að mikið sé reynt að kafa undir yfirborðið. Ótti við að styrjöld brjótist út á svæðinu fer vaxandi og mörg ólík hagsmunaöfl hafa hag af því að kynda bálið, allt frá klerkum í Sádi-Arabíu til hnetubænda í Kaliforníu. Innbyrðis er íranskt samfélag oft mótsagnakennt og þjóðin er djúpt klofin í afstöðu sinni til nútímans, umheimsins og þeirra brennandi vandamála sem blasa við í náinni framtíð. Það er þó stríðið, sem sífellt vofir yfir, sem á endanum kemur í veg fyrir framfarir.

Korter í stríð

Korter í stríð

Allir virðast hafa grætt á átökunum milli Írans og Bandaríkjanna. Stríð mun til skamms tíma þjappa almenningi saman að baki leiðtoganum, bæði í Íran og Bandaríkjunum. Gunnar Hrafn Jónsson kortleggur leiðina að stríðsátökum sem geta farið úr böndunum.

Heimsfréttir ársins og það sem er fram undan árið 2020

Heimsfréttir ársins og það sem er fram undan árið 2020

Hér verður stiklað á stóru um árið sem er að líða en um leið spáð í spilin fyrir komandi ár um hvernig stærstu málin munu halda áfram að þróast.

Skrýtin veröld

Skrýtin veröld

Það er margt skrýtið, óvenjulegt og jafnvel skemmtilegt sem gerist í hinni stóru veröld án þess að það rati í fréttir hér á landi. Um árabil safnaði Gunnar Hrafn Jónsson þessum furðufréttum saman vikulega fyrir Síðdegisútvarpið á Rás 2 en nú verður látið reyna á svipuð efnistök í rituðu máli.

Viðtalið sem felldi prins

Viðtalið sem felldi prins

Andrés Bretaprins hefur dregið sig í hlé frá öllum opinberum störfum í fyrirsjáanlegri framtíð eftir að hann veitti umdeilt sjónvarpsviðtal um vinskap sinn við bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Epstein fannst látinn í fangaklefa á dögunum og hafa tveir fangaverðir verið handteknir vegna málsins. Stúlka, sem segir Andrés og Epstein hafa brotið gegn sér ítrekað, hvetur prinsinn til að gefa sig fram við yfirvöld í Bandaríkjunum.

OPCW management accused of doctoring Syrian chemical weapons report

OPCW management accused of doctoring Syrian chemical weapons report

Wikileaks today publishes an e-mail, sent by a member of an OPCW fact-finding mission to Syria to his superiors, in which he expresses his gravest concern over intentional bias introduced to a redacted version of the report he co-authored.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu

Wikileaks og Stundin birta í dag tölvupóst frá uppljóstrara innan Efnavopnastofnunarinnar í Haag, OPCW. Þar rekur hann hvernig yfirmenn hans hagræddu staðreyndum í skýrslu um meinta efnavopnaárás í Sýrlandi í fyrra. Niðurstöðurnar komi ekki heim og saman við þau gögn sem hann og aðrir sérfræðingar söfnuðu á vettvangi.

Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu

Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu

Sérfræðingar á vegum Efnavopnastofnunarinnar OPCW gera alvarlegar athugasemdir við framsetningu gagna sem þeir tóku þátt í að safna í Sýrlandi. Vafi liggur á um hvort efnavopnum hafi í raun verið beitt í borginni Douma í fyrra. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir á Sýrlandsstjórn í refsiskyni áður en nokkrar sannanir lágu fyrir.

Hvernig Brexit má bjóða kjósendum?

Hvernig Brexit má bjóða kjósendum?

Enginn þorir að spá fyrir um úrslit þingkosninganna í Bretlandi í næsta mánuði en þau munu væntanlega skipta sköpum fyrir lokaútkomu Brexit-málsins. Breska ríkisstjórninn hefur frestað úrsögn úr Evrópusambandinu í þrígang og hugsanlegt er að ný þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram áður en af henni verður. Kjósendur eru ringlaðir, jólin á næsta leiti og kosningabaráttan hefur dregið fram ljótar ásakanir og ummæli.

Rappstjarnan Donald Trump

Rappstjarnan Donald Trump

Fjölbreyttur ferill Donalds Trump hefur verið samofinn sögu bandarískrar rapptónlistar nánast frá fyrsta degi. Hann var árum saman dásamaður í rapptextum sem táknmynd þess auðs og fjárhagslegs sjálfstæðis sem blökkumenn þráðu. Eftir að hann varð umdeildasti forseti í nútímasögu Bandaríkjanna hefur tónninn breyst þó að Trump sé enn að reyna að höfða til yngri kynslóða í gegnum hip-hop tónlist.

Tvær myndir - og einn hundur - segja meira en mörg orð

Tvær myndir - og einn hundur - segja meira en mörg orð

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að það hefði verið eins og að horfa á bíómynd þegar hann fylgdist með sérsveitamönnum ráðast gegn leiðtoga ISIS í beinni útsendingu. Sláandi munur er á því hvernig hann sagði umheiminum frá falli leiðtogans og hvernig Barack Obama greindi frá því að Osama bin Laden væri allur á sínum tíma. Óvænta stjarnan í þessu öllu saman er svo hundurinn Conan.

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Bandaríkjastjórn sveik sína nánustu bandamenn gegn ISIS á dögunum með því að gefa Tyrkjum skotleyfi á varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi. Erdoğan Tyrklandsforseti er hins vegar kominn í stórkostleg vandræði og innrás hans er í uppnámi eftir að Kúrdar ventu kvæði sínu í kross og gerðu bandalag við Rússa og sýrlenska stjórnarherinn. Um leið og Bandaríkjaher er að hverfa á brott frá landinu virðist allt stefna í lokauppgjör í borgarastríðinu sem hefur geisað í átta ár.

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

Öll spjót standa á Donald Trump Bandaríkjaforseta nú þegar þingið hefur hafið rannsókn á hvort hann hafi gerst brotlegur í starfi. Ljóst er að meirihluti er fyrir því í fulltrúadeild þingsins að ákæra forsetann, enda virðist borðleggjandi mál að hann misnotaði embætti sitt til að þrýsta á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka Joe Biden, sinn helsta stjórnmálaandstæðing. Um leið sætir Rudy Guiliani, einkalögfræðingur Trumps, sjálfur sakamálarannsókn og tveir dularfullir aðstoðarmenn hans hafa verið handteknir fyrir að bera erlent fé á forsetann.

Ummæli Íslendinga um Gretu: „Sjúkur krakki“

Ummæli Íslendinga um Gretu: „Sjúkur krakki“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir börn skorta vit og þroska til að gagnrýna með þessum hætti og minnir á barnakrossferðirnar á 13. öld.

Fólkið sem hatar Gretu

Fólkið sem hatar Gretu

Hin 16 ára Greta Thunberg hefur verið á milli tannanna á fólki síðan hún byrjaði nýlega að vekja heimsathygli fyrir baráttu sína á sviði umhverfismála. Hópar og einstaklingar, sem afneita loftslagsvísindum, hafa veist harkalega að henni á opinberum vettvangi. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sá sig knúna til að vara sérstaklega við orðræðunni í garð Gretu.

Fortíð og framtíð ISIS

Fortíð og framtíð ISIS

Abu Bakar al Baghdadi, leiðtogi og stofnandi einhverra hrottalegustu hryðjuverkasamtaka heims, er sagður hafa endað daga sína skríðandi á hnjánum í jarðgöngum með geltandi hunda á hælunum. Það var Bandaríkjaher sem elti hann uppi á landamærum Sýrlands og Tyrklands en kaldhæðni þess er sú að það var aðeins vegna þeirra eigin mistaka á sínum tíma sem Baghdadi átti möguleika á að mynda samtökin sem við þekkjum sem ISIS. Hvað gerist nú, þegar hann er fallinn?