Gunnar Hrafn Jónsson

Hvernig Brexit má bjóða kjósendum?

Hvernig Brexit má bjóða kjósendum?

Enginn þorir að spá fyrir um úrslit þingkosninganna í Bretlandi í næsta mánuði en þau munu væntanlega skipta sköpum fyrir lokaútkomu Brexit-málsins. Breska ríkisstjórninn hefur frestað úrsögn úr Evrópusambandinu í þrígang og hugsanlegt er að ný þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram áður en af henni verður. Kjósendur eru ringlaðir, jólin á næsta leiti og kosningabaráttan hefur dregið fram ljótar ásakanir og ummæli.

Rappstjarnan Donald Trump

Rappstjarnan Donald Trump

Fjölbreyttur ferill Donalds Trump hefur verið samofinn sögu bandarískrar rapptónlistar nánast frá fyrsta degi. Hann var árum saman dásamaður í rapptextum sem táknmynd þess auðs og fjárhagslegs sjálfstæðis sem blökkumenn þráðu. Eftir að hann varð umdeildasti forseti í nútímasögu Bandaríkjanna hefur tónninn breyst þó að Trump sé enn að reyna að höfða til yngri kynslóða í gegnum hip-hop tónlist.

Tvær myndir - og einn hundur - segja meira en mörg orð

Tvær myndir - og einn hundur - segja meira en mörg orð

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að það hefði verið eins og að horfa á bíómynd þegar hann fylgdist með sérsveitamönnum ráðast gegn leiðtoga ISIS í beinni útsendingu. Sláandi munur er á því hvernig hann sagði umheiminum frá falli leiðtogans og hvernig Barack Obama greindi frá því að Osama bin Laden væri allur á sínum tíma. Óvænta stjarnan í þessu öllu saman er svo hundurinn Conan.

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Bandaríkjastjórn sveik sína nánustu bandamenn gegn ISIS á dögunum með því að gefa Tyrkjum skotleyfi á varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi. Erdoğan Tyrklandsforseti er hins vegar kominn í stórkostleg vandræði og innrás hans er í uppnámi eftir að Kúrdar ventu kvæði sínu í kross og gerðu bandalag við Rússa og sýrlenska stjórnarherinn. Um leið og Bandaríkjaher er að hverfa á brott frá landinu virðist allt stefna í lokauppgjör í borgarastríðinu sem hefur geisað í átta ár.

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

Öll spjót standa á Donald Trump Bandaríkjaforseta nú þegar þingið hefur hafið rannsókn á hvort hann hafi gerst brotlegur í starfi. Ljóst er að meirihluti er fyrir því í fulltrúadeild þingsins að ákæra forsetann, enda virðist borðleggjandi mál að hann misnotaði embætti sitt til að þrýsta á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka Joe Biden, sinn helsta stjórnmálaandstæðing. Um leið sætir Rudy Guiliani, einkalögfræðingur Trumps, sjálfur sakamálarannsókn og tveir dularfullir aðstoðarmenn hans hafa verið handteknir fyrir að bera erlent fé á forsetann.

Ummæli Íslendinga um Gretu: „Sjúkur krakki“

Ummæli Íslendinga um Gretu: „Sjúkur krakki“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir börn skorta vit og þroska til að gagnrýna með þessum hætti og minnir á barnakrossferðirnar á 13. öld.

Fólkið sem hatar Gretu

Fólkið sem hatar Gretu

Hin 16 ára Greta Thunberg hefur verið á milli tannanna á fólki síðan hún byrjaði nýlega að vekja heimsathygli fyrir baráttu sína á sviði umhverfismála. Hópar og einstaklingar, sem afneita loftslagsvísindum, hafa veist harkalega að henni á opinberum vettvangi. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sá sig knúna til að vara sérstaklega við orðræðunni í garð Gretu.

Fortíð og framtíð ISIS

Fortíð og framtíð ISIS

Abu Bakar al Baghdadi, leiðtogi og stofnandi einhverra hrottalegustu hryðjuverkasamtaka heims, er sagður hafa endað daga sína skríðandi á hnjánum í jarðgöngum með geltandi hunda á hælunum. Það var Bandaríkjaher sem elti hann uppi á landamærum Sýrlands og Tyrklands en kaldhæðni þess er sú að það var aðeins vegna þeirra eigin mistaka á sínum tíma sem Baghdadi átti möguleika á að mynda samtökin sem við þekkjum sem ISIS. Hvað gerist nú, þegar hann er fallinn?

Stríðsástand við Persaflóa

Stríðsástand við Persaflóa

Ný stríðsátök við Persaflóa virðast nánast óhjákvæmileg eftir skæðar árásir á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu. Árásirnar drógu verulega úr framleiðslugetu og hækkuðu strax heimsmarkaðsverð olíu. Írönum er kennt um og Trump Bandaríkjaforseti segist aðeins bíða eftir grænu ljósi frá Sádum til að blanda sér í átökin.

Vefbannið mikla í Kasmír

Vefbannið mikla í Kasmír

Íbúar á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír hafa verið úr öllum tengslum við umheiminn síðan í byrjun ágúst þegar stjórnvöld lokuðu fyrir internetaðgang, stöðvuðu sjónvarpsútsendingar, sendu inn fjölda hersveita til að framfylgja útgöngubanni og handtóku þúsundir stjórnarandstæðinga. Aðskilnaðarsinnar segja gróf mannréttindabrot eiga sér stað í þessu svartholi upplýsinga og kjarnorkuveldið Pakistan gæti dregist inn í átök vegna aðgerða Indverja.

Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

Efni á borð við LSD, ofskynjunarsveppi og MDMA, sem hingað til hafa aðallega verið þekkt sem ólöglegir vímugjafar, eru í vaxandi mæli notuð af læknum til að meðhöndla sjúklinga.

Ég um mig frá mér til mín

Ég um mig frá mér til mín

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sagt hefðbundinni alþjóðasamvinnu stríð á hendur. Takmark stjórnvalda í Washington virðist vera að gera út af við stofnanir og sáttmála sem hafa verið grundvöllur alþjóðlegs samstarfs áratugum saman og mynda grunn alþjóðasamfélagsins eins og við þekkjum það. Óvissa og óstöðugleiki eru óhjákvæmilegar afleiðingar að mati fræðimanna og mannréttindi munu eiga undir högg að sækja.

Vatnið einkavætt

Vatnið einkavætt

Vatn er nú söluhærri vara en gosdrykkir í Bandaríkjunum og stórfyrirtæki keppast um að eignast vatnsból sem áður töldust til almannagæða.

Yfirstéttarmaður fólksins

Yfirstéttarmaður fólksins

Boris Johnson, án efa einn umdeildasti stjórnmálamaður Bretlands síðustu ár, tók á dögunum við embætti forsætisráðherra eftir að Brexit-áætlun Theresu May fór úr böndunum. Hans bíður nú það erfiða verkefni að leiða þau mál til lykta en Johnson á að baki langan og skrautlegan feril í stjórnmálum og sem óvænt fjölmiðlastjarna.

Fína fólkið, barnaníð og samsæri

Fína fólkið, barnaníð og samsæri

Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa á dögunum og fjöldi samsæriskenninga er á lofti um dauða hans. Saksóknarinn, sem lét hann sleppa með 13 mánaða dóm árið 2008 fyrir að níðast á barnungum stúlkum í áraraðir, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Í kjölfar andlátsins hefur FBI gert húsleit á heimili hans og ekki er útilokað að lagt hafi verið hald á gögn sem gefi tilefni til frekari rannsókna, en hátt settir menn liggja undir grun.

Eitt Kína, margar mótsagnir

Eitt Kína, margar mótsagnir

Mótmælin í Hong Kong hafa vakið heimsathygli þar sem mótmælendur storka leiðtogum í stærsta og voldugasta alræðisríki heims. Tilefni mótmælanna eru lög sem óttast er að færi stjórnvöldum í Pekíng meira vald yfir dómstólum í Hong Kong. Andóf þar á sér hins vegar langa sögu og helsta uppspretta óánægju í dag er ekki síður efnahagsleg en pólitísk að mati margra fréttaskýrenda. Gjá hefur myndast á milli þessara tveggja þjóða sem búa að nafninu til í sama ríki en líta hvorir aðra hornauga.