Gunnar Hrafn Jónsson

Kórónaveiran: Hvernig endar þetta?
ÚttektCovid-19

Kór­óna­veir­an: Hvernig end­ar þetta?

Stjórn­völd um all­an heim búa sig und­ir það versta eft­ir að illa hef­ur geng­ið að hefta út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar Covid-19. Allt að hundrað þús­und til­felli hafa ver­ið greind í meira en 70 lönd­um og sér­fræð­ing­ar vara við heims­far­aldri. Þetta er þó langt frá því í fyrsta sinn sem þetta ger­ist á síð­ustu ár­um og al­menn­ing­ur virð­ist fljót­ur að gleyma. Við lít­um á hvernig lík­legt er að þetta fari á end­an­um – mið­að við fyrri reynslu.
Kvenleikinn tvíeggja sverð í bandarískum stjórnmálum
Úttekt

Kven­leik­inn tví­eggja sverð í banda­rísk­um stjórn­mál­um

Lín­urn­ar eru að skýr­ast í for­vali Demó­krata­flokks­ins fyr­ir kom­andi for­seta­kosn­ing­ar og ljóst er að enn og aft­ur er það hvít­ur karl­mað­ur í eldri kant­in­um sem verð­ur fyr­ir val­inu. Þrátt fyr­ir að nokkr­ar fram­bæri­leg­ar kon­ur hafi gef­ið kost á sér virt­ust þær aldrei eiga mögu­leika og fengu tak­mark­aða at­hygli fjöl­miðla. Deilt er um hvaða áhrif ósig­ur Hillary Cl­int­on gegn Don­ald Trump hafi haft á stöðu kvenna í flokkn­um.
Úr skugga írska lýðveldishersins
Fréttir

Úr skugga írska lýð­veld­is­hers­ins

Sinn Fein-flokk­ur­inn fékk flest at­kvæði í ný­af­stöðn­um þing­kosn­ing­um á Ír­landi en hinir tveir stærstu flokk­ar lands­ins neita að vinna með hon­um í stjórn. Sinn Fein var lengi póli­tísk­ur væng­ur hryðju­verka­sam­tak­anna sem kenndu sig við írska lýð­veld­is­her­inn en flokks­menn hafa unn­ið hörð­um hönd­um að því að end­ur­skapa ímynd sína eft­ir að vopna­hlé komst á í Norð­ur-Ír­landi.
Bernie á toppnum
Fréttir

Bernie á toppn­um

Bernie Sand­ers þyk­ir enn lík­leg­ast­ur til að hljóta til­nefn­ingu Demó­krata­flokks­ins sem for­setafram­bjóð­andi í kom­andi kosn­ing­um gegn Don­ald Trump. Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvort hann sé of rót­tæk­ur vinstri­mað­ur til að höfða til fjöld­ans eða hvort hann sé ein­mitt eina von flokks­ins um að koma í veg fyr­ir þaul­setu Trumps. Millj­arða­mær­ing­ur­inn Michael Bloom­berg sæk­ir nú fast á hæla Sand­ers í skoð­ana­könn­un­um.
Vítahringurinn í Íran
Fréttir

Víta­hring­ur­inn í Ír­an

Ír­an er ríki sem hef­ur ver­ið áber­andi í fjöl­miðl­um und­anar­ið án þess að mik­ið sé reynt að kafa und­ir yf­ir­borð­ið. Ótti við að styrj­öld brjót­ist út á svæð­inu fer vax­andi og mörg ólík hags­muna­öfl hafa hag af því að kynda bál­ið, allt frá klerk­um í Sádi-Ar­ab­íu til hnetu­bænda í Kali­forn­íu. Inn­byrð­is er ír­anskt sam­fé­lag oft mót­sagna­kennt og þjóð­in er djúpt klof­in í af­stöðu sinni til nú­tím­ans, um­heims­ins og þeirra brenn­andi vanda­mála sem blasa við í ná­inni fram­tíð. Það er þó stríð­ið, sem sí­fellt vof­ir yf­ir, sem á end­an­um kem­ur í veg fyr­ir fram­far­ir.
Korter í stríð
Greining

Kort­er í stríð

All­ir virð­ast hafa grætt á átök­un­um milli Ír­ans og Banda­ríkj­anna. Stríð mun til skamms tíma þjappa al­menn­ingi sam­an að baki leið­tog­an­um, bæði í Ír­an og Banda­ríkj­un­um. Gunn­ar Hrafn Jóns­son kort­legg­ur leið­ina að stríðs­átök­um sem geta far­ið úr bönd­un­um.
Heimsfréttir ársins og það sem er fram undan árið 2020
Fréttir

Heims­frétt­ir árs­ins og það sem er fram und­an ár­ið 2020

Hér verð­ur stikl­að á stóru um ár­ið sem er að líða en um leið spáð í spil­in fyr­ir kom­andi ár um hvernig stærstu mál­in munu halda áfram að þró­ast.
Skrýtin veröld
Fréttir

Skrýt­in ver­öld

Það er margt skrýt­ið, óvenju­legt og jafn­vel skemmti­legt sem ger­ist í hinni stóru ver­öld án þess að það rati í frétt­ir hér á landi. Um ára­bil safn­aði Gunn­ar Hrafn Jóns­son þess­um furðu­frétt­um sam­an viku­lega fyr­ir Síð­deg­isút­varp­ið á Rás 2 en nú verð­ur lát­ið reyna á svip­uð efnis­tök í rit­uðu máli.
Viðtalið sem felldi prins
Fréttir

Við­tal­ið sem felldi prins

Andrés Bretaprins hef­ur dreg­ið sig í hlé frá öll­um op­in­ber­um störf­um í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð eft­ir að hann veitti um­deilt sjón­varps­við­tal um vin­skap sinn við banda­ríska barn­aníð­ing­inn Jef­frey Ep­stein. Ep­stein fannst lát­inn í fanga­klefa á dög­un­um og hafa tveir fanga­verð­ir ver­ið hand­tekn­ir vegna máls­ins. Stúlka, sem seg­ir Andrés og Ep­stein hafa brot­ið gegn sér ít­rek­að, hvet­ur prins­inn til að gefa sig fram við yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um.
OPCW management accused of doctoring Syrian chemical weapons report
English

OPCW mana­gement accu­sed of doctor­ing Syri­an chemical wea­pons report

Wiki­leaks today pu­blis­hes an e-mail, sent by a mem­ber of an OPCW fact-find­ing missi­on to Syria to his super­i­ors, in which he expresses his gra­vest concern over in­tenti­onal bi­as introduced to a redacted versi­on of the report he co-aut­hor­ed.
Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu
Fréttir

Upp­ljóstr­ari for­dæm­ir rit­skoð­un efna­vopna­skýrslu

Wiki­leaks og Stund­in birta í dag tölvu­póst frá upp­ljóstr­ara inn­an Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar í Haag, OPCW. Þar rek­ur hann hvernig yf­ir­menn hans hagræddu stað­reynd­um í skýrslu um meinta efna­vopna­árás í Sýr­landi í fyrra. Nið­ur­stöð­urn­ar komi ekki heim og sam­an við þau gögn sem hann og aðr­ir sér­fræð­ing­ar söfn­uðu á vett­vangi.
Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu
Úttekt

Efna­vopna­stofn­un sök­uð um að falsa Sýr­lands­skýrslu

Sér­fræð­ing­ar á veg­um Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­setn­ingu gagna sem þeir tóku þátt í að safna í Sýr­landi. Vafi ligg­ur á um hvort efna­vopn­um hafi í raun ver­ið beitt í borg­inni Douma í fyrra. Banda­ríkja­menn, Bret­ar og Frakk­ar gerðu loft­árás­ir á Sýr­lands­stjórn í refsiskyni áð­ur en nokkr­ar sann­an­ir lágu fyr­ir.
Hvernig Brexit má bjóða kjósendum?
Fréttir

Hvernig Brex­it má bjóða kjós­end­um?

Eng­inn þor­ir að spá fyr­ir um úr­slit þing­kosn­ing­anna í Bretlandi í næsta mán­uði en þau munu vænt­an­lega skipta sköp­um fyr­ir loka­út­komu Brex­it-máls­ins. Breska rík­is­stjórn­inn hef­ur frest­að úr­sögn úr Evr­ópu­sam­band­inu í þrígang og hugs­an­legt er að ný þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fari fram áð­ur en af henni verð­ur. Kjós­end­ur eru ringl­að­ir, jól­in á næsta leiti og kosn­inga­bar­átt­an hef­ur dreg­ið fram ljót­ar ásak­an­ir og um­mæli.
Rappstjarnan Donald Trump
Úttekt

Rapp­stjarn­an Don­ald Trump

Fjöl­breytt­ur fer­ill Don­alds Trump hef­ur ver­ið samof­inn sögu banda­rískr­ar rapp­tón­list­ar nán­ast frá fyrsta degi. Hann var ár­um sam­an dá­samað­ur í rapptextum sem tákn­mynd þess auðs og fjár­hags­legs sjálf­stæð­is sem blökku­menn þráðu. Eft­ir að hann varð um­deild­asti for­seti í nú­tíma­sögu Banda­ríkj­anna hef­ur tónn­inn breyst þó að Trump sé enn að reyna að höfða til yngri kyn­slóða í gegn­um hip-hop tónlist.
Tvær myndir - og einn hundur - segja meira en mörg orð
Fréttir

Tvær mynd­ir - og einn hund­ur - segja meira en mörg orð

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði að það hefði ver­ið eins og að horfa á bíó­mynd þeg­ar hann fylgd­ist með sér­sveita­mönn­um ráð­ast gegn leið­toga IS­IS í beinni út­send­ingu. Slá­andi mun­ur er á því hvernig hann sagði um­heim­in­um frá falli leið­tog­ans og hvernig Barack Obama greindi frá því að Osama bin Laden væri all­ur á sín­um tíma. Óvænta stjarn­an í þessu öllu sam­an er svo hund­ur­inn Con­an.
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.