Gunnar Hrafn Jónsson

Lánabækur, lekar og leynikisur

Lánabækur, lekar og leynikisur

·

Julian Assange og Wikileaks eru aftur í heimsfréttunum en á dögunum var stofnandi lekasíðunnar handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum eftir sjö ára langt umsátur lögreglu. Gefin hefur verið út ákæra á hendur honum í Bandaríkjunum fyrir að birta leyniskjöl og framtíð hans er óráðin. Assange og Wikileaks hafa haft sterkar tengingar við Ísland frá því áður en flestir heyrðu þeirra getið á heimsvísu.

Aftur til tunglsins - og þaðan til Mars?

Aftur til tunglsins - og þaðan til Mars?

·

Bandaríkjastjórn hefur fyrirskipað geimvísindastofnuninni NASA að senda mann til tunglsins innan fimm ára. Vonin er að með þessu megi endurvekja þann anda sem leiddi til ótrúlegra stórvirkja á sviði geimtækni á síðustu öld en tækniþróunin hefur haldist í hendur við ótta og hættur frá upphafi.

Uppáhaldsdóp Hitlers flæðir um allt

Uppáhaldsdóp Hitlers flæðir um allt

·

Lyfjarisinn Purdue Pharma samþykkti á dögunum að greiða meira en 32 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna þess mikla fjölda sem hefur orðið háður OxyContin og skyldum lyfjum í ríkinu Oklahoma. Fleiri málsóknir eru í undirbúningi en fyrirtækinu er kennt um fíknifaraldur sem hefur dregið meira en 200 þúsund Bandaríkjamenn til dauða og teygir nú anga sína til Íslands.

Ertu ekki að grínast?

Ertu ekki að grínast?

·

Grínistar ná ítrekað kjöri í valdastöður, eins og stefnir í með forsetaembættið í Úkraínu.

Að rita nafn sitt með blóði

Að rita nafn sitt með blóði

·

28 ára gamall Ástrali réðst á dögunum inn í tvær moskur í Nýja-Sjálandi og skaut 50 manns til bana af pólitískum ástæðum um leið og hann streymdi myndum af hörmungunum á samfélagsmiðlum. Maðurinn lítur sjálfur á sig sem hluta af vestrænni hefð sem þurfi að verja með ofbeldi. Voðaverkum hans var fagnað víða um heim, meðal annars í athugasemdakerfum íslenskra fjölmiðla.

Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar

Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar

·

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hóf nýlega útboð á samningum til að þróa og framleiða drápsvélmenni framtíðarinnar. Hugmyndin, um að nota ómönnuð vopn í hernaði, er reyndar ekki ný af nálinni en aldrei fyrr hafa möguleikarnir verið jafn margir eða eins ógnvekjandi.

Krónprins bin Ladens

Krónprins bin Ladens

·

Bandarísk yfirvöld hafa heitið einni milljón dollara í fundarlaun fyrir upplýsingar um dvalarstað Hamza bin Laden en hann er sonur og arftaki hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden. Óttast er að hann sé að endurskipuleggja og efla al Kaída-samtökin á ný en Hamza á að baki erfiða og skrautlega æsku sem markaðist mjög af blóðþorsta föður hans og staðfestu móður hans.

Trump í slæmum félagsskap

Trump í slæmum félagsskap

·

Margir Bandaríkjaforsetar hafa í gegnum tíðina gerst sekir um að styðja andlýðræðisleg öfl á erlendri grundu, þrátt fyrir fögur orð um annað. Í seinni tíð hefur þó líklega enginn gengið eins langt eða verið eins opinskár með stuðning sinn við einræðisherra og núverandi forseti Bandaríkjanna.

Flýja aftur yfir til Norður-Kóreu

Flýja aftur yfir til Norður-Kóreu

·

Meira en þrjátíu þúsund flóttamenn frá Norður-Kóreu búa í Suður-Kóreu í dag, eftir að hafa skilið fjölskyldur sínar eftir og lagt sjálft lífið í sölurnar til að flýja fátækt og ógnarstjórn. Lífið í hinum „frjálsa heimi“ kapítalismans reynist þó oft erfiðara en þá grunaði og nú er svo komið að vaxandi hópur flóttamanna berst fyrir því að fá að snúa aftur til Norður-Kóreu.

Fórnarlömb eða skrímsli?

Fórnarlömb eða skrímsli?

·

Hart er deilt um örlög ungra stúlkna sem yfirgáfu heimili sín á Vesturlöndum til að ganga til liðs við íslamska hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Tugir slíkra stúlkna hafa óskað eftir því að snúa heim til Bretlands með börn sín en margar þeirra hafa ekki sýnt iðrun. Óttast er að þær séu enn heilaþvegnar og því ógn við öryggi Bretlands.

Óskammfeilinn ráðabruggari Trumps

Óskammfeilinn ráðabruggari Trumps

·

Roger Stone, einn alræmdasti ráðgjafi Donalds Trump, var handtekinn á dögunum. Sumir telja að mál hans gæti orðið lykillinn að því að fella Trump-stjórnina en ef marka má orð hans og gjörðir er líklegt að Stone berjist til síðasta blóðdropa.

Þeir sem eru viðkvæmir fyrir viðkvæmni

Þeir sem eru viðkvæmir fyrir viðkvæmni

·

Menningarstríð geisar í hinum vestræna heimi, þar sem tekist er á um grundvallargildi á tímum fjölmenningar og réttindabaráttu. Birtingarmyndir þessara átaka eru margar og fjölbreyttar í dægurmenningunni en rauði þráðurinn er oftar en ekki sjálfsmynd ungra karlmanna.

Innmúraðar þjóðir

Innmúraðar þjóðir

·

Hugmyndir um landamæramúr eru ekki nýjar af nálinni. Þó að umræðan í dag hverfist um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hafa slík mannvirki verið reist um allan heim. Í dag rísa múrar víðar og hraðar en á tímum kalda stríðsins.

„Ekki komist yfir nema fuglinn fljúgandi“

„Ekki komist yfir nema fuglinn fljúgandi“

·

Deilan um landamæramúr Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur lamað ríkisstofnanir þar sem hann neitar að skrifa undir fjárlög nema múrinn verði fjármagnaður. En hversu raunsæjar eru hugmyndir hans, hvað myndi verkefnið kosta og hvernig stenst það samanburð við stærstu framkvæmdir sem mannkynið hefur tekið sér fyrir hendur?

Stærstu fréttir ársins 2018 (sem við losnum ekki við í bráð)

Stærstu fréttir ársins 2018 (sem við losnum ekki við í bráð)

·

Enn eitt magnaða árið er að baki, með fyrirheit um framhald atburða á nýju ári.

Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

·

Kommúnismi er ekki lengur hin eina sanna hugmyndafræði kínverska kommúnistaflokksins og Maóismi ekki heldur. Á flokksþinginu í fyrra var formlega samþykkt að gera hugmyndafræði Xi Jinping að leiðarljósi flokksins, sem telur 90 milljónir flokksmanna og stýrir stærsta ríki heims með 1.400 milljónir þegna.