Gunnar Hrafn Jónsson

Níddist á fjölskyldum myrtra barna
Erlent

Nídd­ist á fjöl­skyld­um myrtra barna

Hinn al­ræmdi sjón­varps­mað­ur Al­ex Jo­nes var á dög­un­um dæmd­ur til að greiða tæp­an millj­arð doll­ara í skaða­bæt­ur fyr­ir um­mæli sín um fórn­ar­lömb fjölda­morða. Ár­um sam­an hélt hann því fram að fjölda­morð­in í San­dy Hook barna­skól­an­um hafi ver­ið svið­sett af yf­ir­völd­um. Jo­nes seg­ist ekki taka mark á dómn­um en laga­spek­ing­ar telja að sekt­in muni hækka og Jo­nes verði hundelt­ur vegna þeirra æv­ina á enda.
Eru safnmunir þýfi?
Erlent

Eru safn­mun­ir þýfi?

Rann­sókn á mun­um, sem sýnd­ir eru á hol­lensk­um söfn­um, sýn­ir stór­an hluta þeirra vera þýfi frá ný­lendu­tím­an­um. Yf­ir­völd í Indó­nes­íu krefjast þess að menn­ing­ar­arfi þeirra verði skil­að. Mörg höf­uð­söfn evr­ópskra stór­borga eru einnig full af menn­ing­ar­verð­mæt­um þjóða sem nú gætu gert sömu kröf­ur. Fræði­menn eru ósam­mála um lausn og benda sum­ir á óstöð­ugt ástand margra landa, til að mynda í Ír­ak þar sem þús­und­um muna var stol­ið af söfn­um í ringul­reið­inni eft­ir inn­rás Banda­ríkj­anna ár­ið 2003.
Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran
Erlent

Slæð­ur brenna og klerk­ar skjálfa í Ír­an

Kon­ur hafa sést brenna slæð­ur í mót­mæl­um gegn rík­is­stjórn Ír­an sem stað­ið hafa yf­ir frá því að bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna lést í varð­haldi lög­reglu. Bú­ið er að loka fyr­ir að­gang að in­ter­net­inu að mestu til að reyna að tor­velda skipu­lag mót­mæl­anna. Frétta­skýrend­ur segja klerka­stjórn­ina ótt­ast að kven­rétt­inda­bar­átt­an geti haft dómínó-áhrif um allt sam­fé­lag­ið.
Sorgarsaga Söngva Satans
Erlent

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
ErlentÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
Munu Kínverjar bjarga Pútín?
ErlentÚkraínustríðið

Munu Kín­verj­ar bjarga Pútín?

Kín­verj­ar juku ol­íu­kaup sín frá Rússlandi um minnst 50% eft­ir að refsi­að­gerð­ir Vest­ur­landa skullu á í kjöl­far inn­rás­ar Pútíns í Úkraínu. Rétt fyr­ir inn­rás­ina hitt­ust leið­tog­ar ríkj­anna og lýstu yf­ir órjúf­an­legri sam­stöðu og skuld­bind­ing­um til efna­hags­sam­starfs. Kín­verj­ar hafa kos­ið með Rúss­um í ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna en hversu langt nær sam­starf­ið og get­ur Pútín treyst á stuðn­ing frá Pek­ing þeg­ar á reyn­ir?
Sterk viðbrögð við morðinu á japanska stjórnmálaleiðtoganum
Erlent

Sterk við­brögð við morð­inu á jap­anska stjórn­mála­leið­tog­an­um

Jap­anska þjóð­in er í áfalli eft­ir að Shinzo Abe, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og sá þaul­setn­asti í sögu lands­ins, var ráð­inn af dög­um á kosn­inga­fundi með heima­gerðu skot­vopni. Slík­ir glæp­ir eru nán­ast óþekkt­ir í Jap­an vegna strangr­ar skot­vopna­lög­gjaf­ar. Á með­an vara frétta­skýrend­ur við að upp­hefja embætt­is­tíð hans, sem hafi ver­ið um­deild, og kín­versk­ir net­verj­ar fagna morð­inu ákaft á sam­fé­lags­miðl­um án þess að yf­ir­völd þar rit­skoði slík skila­boð.
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
ErlentÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Ísland tekur þátt í hernaði: Flytur og hýsir vopn og framleiðir hráefni
Erlent

Ís­land tek­ur þátt í hern­aði: Flyt­ur og hýs­ir vopn og fram­leið­ir hrá­efni

Ís­land er oft kall­að herlaust land en á þó að­ild að hern­að­ar­banda­lagi og tek­ur með óbein­um hætti þátt í átök­um í Úkraínu og víð­ar. Ís­lensk stjórn­völd hafa borg­að meira en hundrað og tutt­ugu millj­ón­ir til að flytja her­gögn til þessa eina lands og ál frá Ís­landi er nán­ast ör­ugg­lega not­að til að fram­leiða her­þot­ur, flug­skeyti og aðr­ar sprengj­ur sem bæði Rúss­ar og Úkraínu­menn nota.

Mest lesið undanfarið ár