Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Nýársheit fyrir byrjendur

Snæbjörn Ragnarsson leggur áherslu á mikilvægustu atriðin í áramótaheitunum 2017, því þegar þau eru komin kemur hitt af sjálfu sér.

Og þá tekur við þessi sturlun þegar allir ætla að kollvarpa lífi sínu. Nýtt ár, nýtt upphaf og allt það. Missa að lágmarki 20 kíló á árinu, hætta alfarið að borða ákveðnar fæðutegundir, kaupa engar vörur frá ákveðnum framleiðendum og vera duglegri að taka ljósmyndir. Ég hef aldrei strengt áramótaheit en ég játa þó fúslega að ég nota þennan tíma oft til að núllstilla mig og huga að því sem betur mætti mögulega fara. Ég mætti til dæmis alveg hreyfa mig aðeins meira, bara ganga nokkra kílómetra á viku væri stórfelld framför. Ég þarf að passa mig á því að taka ekki meira að mér, ég var við það að sprengja mig á liðnu ári. Ekki fleiri hljómsveitir. Ég ætla samt alls ekki að lofa sjálfum mér því vegna þess að ég á aldrei eftir að standa við það. Tónlist er lífið og án hennar verð ég aumingi. Ég vanrækti tölvuleikjaspilun á árinu 2016 og því ætti ég að breyta. Ég er betri þegar ég spila tölvuleiki. Frábær afþreying og holl. Sinna fólkinu mínu eftir bestu getu, vera aðeins jákvæðari og borða minni sósu. Svona sirka. Það verða engar stórkostlegar breytingar sýnist mér. Ég bara þarf þess ekki. Mér líður vel og ég held að ég sé með mitt svona nokkurn veginn á þurru. Ef það væri eittthvað þá ætti ég að strengja þess heit að taka púlsinn nokkrum sinnum á árinu og fullvissa mig um að ég sé í lagi.

Við verðum nefnilega að byrja á byrjuninni. Fólkið þarna úti sem fyllir núna allar líkamsræktarstöðvar og setur upp vandlætingarsvip meðan það les utan á vöruumbúðir er auðvitað alveg ógó krúttlegt. Þetta er allt saman gert af góðum ásetningi og vitanlega eru sumir að tækla alvöru vandamál. En flestir sem um ræðir eru bara að reyna að blása lofti út um rassgatið á sér inn í sitt eigið egó. Ekkert af þessu skiptir máli þegar upp er staðið. Ojæja, umorðum aðeins. Þessir hlutir koma nokkurn veginn af sjálfu sér ef það sem í alvöru skiptir máli er í lagi. Við köllum það kannski ekki nýársheit en ég held að það væri samt gott fyrir suma. Viljið þið dæmi?

1. Ég ætla ekki að berja neinn árið 2017

Ég hef aldrei barið nokkurn mann. Sumir gera það samt. Við erum með fólk allt í kringum okkur sem hefur lagt hendur á annað fólk, jafnvel sína nánustu, maka, börn, foreldra, önnur skyldmenni og vini. Og mýmargir þolendur bíða þess aldrei bætur. Að berja engan er sirka 20.000 sinnum mikilvægara en að sleppa því að borða hvítan sykur.

2. Ég ætla ekki að dæma fólk eftir stereótýpum árið 2017

Illræmt hyski sem býr við sömu götur og ég og þú eyðir dögunum í að hata aðra sem falla ekki í þeirra fyrirfram tilbúna form. Hörundslitur, þjóðerni, trú, áhugamál, kynhneigð, kyn, skoðanir og langanir annarra gefa þér á engan hátt leyfi til að líta niður á, vinna gegn, særa, meiða eða tala illa um neinn. Það heitir mannhatur og er algerlega ófyrirgefanlegt. Ef þú hatar ókunnugt fólk þarftu að strengja þetta heit. Troddu öllu innhaldslausu fjasi um sléttari maga upp í endaþarminn á þér og reyndu að finna manngæskutaugina í staðinn.

3. Ég ætla ekki að ljúga og svíkja til þess að hafa það betra á kostnað annarra árið 2017

Þetta er í tísku núna. Fela peninga sem allir áttu að hafa aðgang að til þess að geta notað þá í eigin þágu. Eða hreinlega bara geyma þá svo hinir fái ekki neitt. Þetta er einhver blanda af þægindaleit, flottræfilshætti og óforbetranlegri þrá um að vera á hærri stalli en allir aðrir. Og svo þegar þú ert böstaður frammi fyrir alþjóð eru sjúkheitin svo rótgróin að þú neitar öllu í sífellu. Þið eruð ástæða þess að við höfum það verra en við gætum haft það. Þið vitið það innst inni og það er ógeðslegast af því öllu. Talsvert miklu ógeðslegra en allt sjoppufæðið sem þið eruð búin að lofa sjálfum ykkur að hætta að éta. Já og allar peruterturnar.

4. Ég ætla ekki að gera lítið úr því sem aðrir gera árið 2017

Óskaplega mikilvægt. Kannski örlítið óræðara en hin heitin en allt eins mikilvægt, og eitthvað sem ég hef orðið sekur um í gegnum tíðina. Við höfum mörg tilhneigingu til þess að drulla yfir aðra til þess eins að gera lítið úr þeim, bara vegna þess að við erum ekki 100% sammála. Það er ansi fokktopp. Fólk sem hefur ekki sömu skoðanir og þú, hlustar ekki á eins tónlist eða klæðir sig eins er ekki endilega fávitar. Kannski er þetta bara spurning um umburðarlyndi og kannski er þetta bara diet-útgáfan af heiti númer 2. En þetta er samt pínu annað. Ég þarf að muna að knúsa Mörtu Smörtu sérlega fast þegar ég hitti hana næst. Hún á örugglega einhver óþolandi gáfuleg áramótaheitatips handa mér.

5. Ég ætla ekki að nauðga neinum árið 2017

Maður hefði haldið að þetta væri beisik en fólk nauðgar samt alveg á milljón. Ekki gera það og ekki halda að það sé á nokkurn hátt í lagi. Þú getur ekki fegrað það á nokkurn hátt. Annað hvort ríður þú bara fólki sem þú veist að vill það alveg örugglega eða þá að þú ríður alls ekki neitt. Éttu frekar 200 kíló af vörum frá Nestlé.

Byrjum næst okkur og á stóru hlutunum. Þegar þeir eru komnir í lag getum við svo vaðið í að laga pjattdrifna smámuni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Viðtal

Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin

Viðtal

„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“