Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Fyrir Illuga Jökulssyni rann um síðir upp ljós. Honum finnst mosinn fallegri en túngresið.

Mosi. Af vef Icelandtours.

Stundum er sagt að það sé algjör misskilningur að maðurinn hafi í fyrndinni tamið köttinn og gert að húsdýri sínu.

Í rauninni hafi kötturinn tamið manninn og gert hann að þjóni sínum.

Það er margt til í því eins og allir kattaeigendur vita.

En nú hefur læðst að mér sá grunur að eitthvað svipað gildi um fleiri lífverur í náttúrunni en bara köttinn.

Ég hallast að því að eftir margar aldir þar sem menn voru fyrst og fremst smábændur hafi útspekúlerað túngrasið til dæmis gert manninn að þræli sínum.

Það er ekki einleikið hvað við erum orðin sannfærð um að rennislétt, nýslegið og þétt túngresi sé eitthvert fegursta fyrirbæri í náttúrunni.

Það er enn furðulega fast í okkur að sérhvert hús eigi helst að vera umkringt blómlegri - eða réttara sagt blómlausri - grasflöt, rétt eins og jafnvel íbúar í bæjum og borgum séu bændur sem eigi allt sitt undir að sprettan verði góð á heimatúninu.

Og ekkert sé skelfilegra en ef falleg sóley stingur sér niður á grasflötinni okkar!

Það er líka spaugilegt hvað margir verða fljótir upp á háa C ef borgin er ekki nógu dugleg að slá umferðareyjar og grasflatir í kringum götur, rétt eins og það sé nánast klám að þar fái groddalegri strápúnktar, hundasúrur og jafnvel hinn hataði njóli að þrífast innan um túngresið.

Þetta datt mér í hug áðan þegar ég var að horfa á grasflötina hér að baki húsinu.

Á þó nokkrum hluta flatarinnar er mosinn á góðri leið með að ryðja burt smágerðu túngresinu.

Og ég hugsaði sjálfkrafa með sjálfum mér:

„Hvernig get ég losað mig við þennan mosa, svo grasið fái notið sín? Verð ég að stinga upp allt þetta svæði?“

Svo allt í einu rann upp fyrir mér að mér finnst mosi miklu fallegri en gras, svo af hverju var ég að amast við honum?

Sögðu til sín hin átómatísku hugsanaferli manns hvurs forfeður eyddu ævi sinni í aldir í að hugsa um túnið sitt, reka rollur úr túninu, hreinsa grjót úr túninu, rífa upp mosa úr túninu, líta til veðurs alltaf með það í huga hvað væri best fyrir grasið? 

Er ég þræll og húsbóndi minn gras?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Fréttir

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Pistill

Áfengi er frábært!

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Sýslumaður kvartar undan „ótæpilegri“ umræðu um starfsmenn embættisins

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Afhjúpun

Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Blogg

„Getur ekki einhver þaggað niðri í Stundinni?“