Margrét Marteinsdóttir

Blaðamaður

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Konurnar þrjár reyna nú að bjarga þriggja ára langveikri stúlku frá Gaza
FréttirFöst á Gaza

Kon­urn­ar þrjár reyna nú að bjarga þriggja ára lang­veikri stúlku frá Gaza

Ís­lensku kon­urn­ar þrjár sem hjálp­uðu konu og þrem­ur son­um henn­ar frá Gaza í gær vinna nú að því að bjarga palestínskri konu og þriggja ára dótt­ur henn­ar yf­ir landa­mær­in til Egypta­lands. Eig­in­mað­ur kon­unn­ar, fað­ir litlu telp­unn­ar er á Ís­landi. „Þær eru í stöð­ugri hættu eins og allt fólk­ið á Gaza og litla stúlk­an er lang­veik,“ seg­ir Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir, rit­höf­und­ur ein kvenn­anna þriggja sem vinn­ur að því að bjarga fólki frá Gaza.
Pressa #9: Sundrung vegna útlendingamála
Pressa#9

Pressa #9: Sundr­ung vegna út­lend­inga­mála

Inn­flytj­end­ur segj­ast marg­ir hverj­ir slegn­ir yf­ir því sem fólk hef­ur skrif­að á sam­fé­lags­miðla og víð­ar um út­lend­inga í kjöl­far færslu ut­an­rík­is­ráð­herra um tjald­búð­ir á Aust­ur­velli sem hann sagði vera hörm­ung. Herða þurfi regl­ur um hæl­is­leit­enda­mál. Við ræð­um um óró­leika og sundr­ung í sam­fé­lag­inu sem hef­ur af­hjúp­ast í vik­unni. Við töl­um einnig um ástand­ið í Palestínu og við­brögð eða við­bragða­leysi yf­ir­valda við því og auk­inn straum flótta­fólks í heim­in­um en tal­ið er að í lok þessa árs verði 131 millj­ón á flótta.
Orð valdhafa um útlendinga geti leitt til aukinnar hatursorðræðu
FréttirPressa

Orð vald­hafa um út­lend­inga geti leitt til auk­inn­ar hat­ursorð­ræðu

Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­kona Pírata og Vig­dís Häsler, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna, sem hafa ít­rek­að orð­ið fyr­ir for­dóm­um vegna upp­runa síns, hafa áhyggj­ur af auk­inni hörku í garð út­lend­inga á Ís­landi, sér­stak­lega þeirri sem þær segja að bein­ist nú að flótta­fólki og hæl­is­leit­end­um. Lenya Rún og Vig­dís eru með­al við­mæl­enda í Pressu í há­deg­inu.
Asil og Suleiman komin til landsins
Fréttir

Asil og Su­leim­an kom­in til lands­ins

Asil Al Masri og bróð­ir henn­ar Su­leim­an eru kom­in til lands­ins. Su­leim­an flaug til Belg­íu fyr­ir rúmri viku til þess að sækja syst­ur sína og flytja hana heim til Ís­lands. Asil fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt fyr­ir skömmu. Líf systkin­anna um­turn­að­ist eft­ir loft­árás Ísra­els­hers í októ­ber þar sem for­eldr­ar þeirra, syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi lét­ust. Asil slas­að­ist mjög al­var­lega í árás­inni.
Kemur til Íslands frá Gaza: „Ég verð að halda áfram með líf mitt“
ViðtalPressa

Kem­ur til Ís­lands frá Gaza: „Ég verð að halda áfram með líf mitt“

Asil Al Masri, sem slas­að­ist al­var­lega í loft­árás Ísra­els­hers á Gaza í októ­ber seg­ist hafa misst mik­il­væg­asta fólk­ið í lífi sínu í árás­inni en for­eldr­ar henn­ar, syst­ir og lít­ill frændi dóu í árás­inni. „En ég verð að halda áfram með mitt líf,“ seg­ir Asil. Hún og Su­leim­an bróð­ir henn­ar koma til Ís­lands í dag en þau eru nú bæði ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar. Við­tal við þau var sýnt í Pressu í há­deg­inu.
Pressa 6. þáttur
Pressa#6

Pressa 6. þátt­ur

Vax­andi ójöfn­uð­ur í Reykja­vík og að­skiln­að­ur milli lág­tekju­hópa ann­ars veg­ar og milli­tekju- og há­tekju­fólks hins­veg­ar verð­ur til um­ræðu í Pressu í dag. Ný rann­sókn sem sýn­ir það var birt í morg­un. Einnig er rætt við systkini frá Palestínu sem misstu flesta sína nán­ustu ætt­ingja í sprengju­árás á Gaza. Þau eru bæði kom­in með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og flytja heim til Ís­lands í dag.
Pressa: Fátæk börn á Íslandi
Pressa#4

Pressa: Fá­tæk börn á Ís­landi

Fá­tækt gref­ur und­an geð­heilsu fólks, það sér El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir dag­lega í sínu starfi og seg­ir að grunn­mein­semd­in sé fá­tækt. Hún er fram­kvæmda­stjóri Hlut­verka­set­urs og vara­formað­ur Geð­hjálp­ar en hún hef­ur starf­að að geð­heil­brigð­is­mál­um í fjöru­tíu ár. Þær Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins og Inga Sæ­land, þing­kona og formað­ur Flokks fólks­ins koma einnig í þátt­inn. Eins er rætt við Ásmund Ein­ar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra.
Barnamálaráðherra um fátæk börn: „Við erum að falla þarna“
FréttirPressa

Barna­mála­ráð­herra um fá­tæk börn: „Við er­um að falla þarna“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra seg­ir í þætt­in­um Pressu að þörf sé á miklu meiri póli­tískri um­ræðu um þá stað­reynd að börn­um sem búi við fá­tækt á Ís­landi hafi fjölg­að. Rúm­lega 10 þús­und börn eru fá­tæk hér á landi sam­kvæmt UNICEF, það er eitt barn af hverju átta. „Við þurf­um að stíga inn í að­gerð­ir í meira mæli gagn­vart þess­um hópi,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.
Á sjöunda þúsund palestínsk börn dáið í árásum Ísraelshers
Erlent

Á sjö­unda þús­und palestínsk börn dá­ið í árás­um Ísra­els­hers

Á hverj­um degi síð­ustu tvo mán­uði hafa að með­al­tali 110 palestínsk börn ver­ið drep­in í árás­um Ísra­els­hers. Am­ir er einn þeirra en hann var fimm ára þeg­ar hann dó. Bræð­ur hans, sem eru tveggja og sjö ára, slös­uð­ust í árás­inni. For­eldr­ar þeirra, amma og afi dóu. Sautján ára frænka Am­ir slas­að­ist mjög al­var­lega í sömu árás. Bróð­ir henn­ar sem býr á Ís­landi vill fá hana hing­að.
Heimur Asil rifnaði í sundur
Viðtal

Heim­ur Asil rifn­aði í sund­ur

Asil Al Masri, sautján ára stúlka sem slas­að­ist al­var­lega í loft­árás Ísra­els­hers seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að það sé eins og heim­ur­inn henn­ar hafi rifn­að í sund­ur. For­eldr­ar henn­ar, eldri syst­ir, mág­ur og fimm ára frændi henn­ar dóu í árás­inni. Barn­ung­ir syst­ur­syn­ir henn­ar slös­uð­ust. Asil er á spít­ala í Egyptalandi en Su­leim­an Al Masri, bróð­ir henn­ar sem býr á Ís­landi, vill fá hana hing­að.

Mest lesið undanfarið ár