Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi notar matseld sem hugleiðslu og sjálfsrækt. Hún leggur mikið upp úr því að matur sé fallegur, að matmálstímar séu upplifun og samverustund.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir dagskrárgerðarkona segir að matargerð sé ástríða fyrir sér. Hún varð fyrir vakningu þegar hún bjó á Ítalíu en finnst líka dásamlegt að steikja bara fisk.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Öðlast ró við eldamennsku
Matti á Rás 2 stefndi að því að læra kokkinn á sínum tíma þó ekki hafi orðið af því. Hann slappar af við að elda og best finnst honum þegar sem flest er í gangi. Finnst skemmtilegra að elda grænmeti en kjöt.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Hnýta flugur á meðan beðið er eftir matnum
Hringur Hilmarsson landvörður hefur haldið matarboð reglulega með vinum sínum allt frá því að þeir voru saman í menntaskóla. Hann endar sjálfur oftast í eldhúsinu, hvort sem matseldin er á hans ábyrgð eða ekki. Hringur segir að það sé mikilvægt að gefa sér tíma í eldhúsinu og nostra við eldamennskuna.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Algjör lúxus að vera vegan í dag
Sunna Ben neyddist til að læra að elda eftir að hún missti alla lyst á dýraafurðum og varð vegan. Framboðið af vegan mat var þá miklu takmarkaðra en það er í dag. Í dag segir Sunna að það sé í raun lúxus að vera vegan, það sé alltaf að aukast framboð og úrvalið af vegan mat og hráefni sé alveg fullt.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Býttaði á nesti við hina krakkana
Þegar Snædís Xyza Mae Ocampo var lítil tók hún filippeyskar brauðbollur mömmu sinnar með sér í skólanesti og býttaði á þeim fyrir Svala, snúða eða annað góðgæti. Klassískir réttir úr eldhúsi mömmu hennar og ömmu eru henni efstir í huga þegar hún rifjar upp minningar af mat.
ViðtalLíf mitt í fimm réttum
„Ég borða til að lifa, ég lifi ekki til að borða“
Myndlistar- og tónlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir gengur undir listamannsnafninu Special-K, enda skipar morgunkorn stóran sess í mataræði hennar. Hún segir hér frá nokkrum réttum úr lífi sínu.
ViðtalLíf mitt í fimm réttum
Mömmupitsa og pakkalasagne skipa sess í hjartanu
Rapparinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, er á lokasprettinum með nýja plötu og nýjan veitingavagn. Hann nefnir hér fimm rétti sem hafa haft mikil áhrif á líf hans.
ViðtalLíf mitt í fimm réttum
Ætlar að logsjóða grilltunnu í garðinum
Þjóðlagatónlistarmaðurinn Snorri Helgason er mikill matgæðingur og mjög uppátækjasamur í eldhúsinu. Hann eldar meira að segja oftar en vinir hans sem eru menntaðir kokkar. Snorri telur upp fimm rétti sem skipa stóran sess í lífi hans.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Spilað á bragðlaukana
Þórður Magnússon tónskáld er liðtækur í eldhúsinu. Fjölskyldan er stór og eru uppskriftirnar hér fyrir neðan almennt miðaðar við sjö til átta manns. Þórður gefur uppskrift að blómkálspasta, Moussaka, Carbonara, Osso Bucco og Tagliatelle með túnfiskshnetusósu. Þetta minnir á kvintett þar sem tónn hvers hljóðfæris - hvers réttar - nær frá piano til forte. Það er spilað á bragðlaukana.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Safnar notuðum tyggjópakkningum fyrir listaverk um fíkn
Unnsteinn Manuel Stefánsson deilir fimm réttum, fíknum og hefðum sem hafa haft mikil áhrif á líf hans.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.