Sunna Ben neyddist til að læra að elda eftir að hún missti alla lyst á dýraafurðum og varð vegan. Framboðið af vegan mat var þá miklu takmarkaðra en það er í dag. Í dag segir Sunna að það sé í raun lúxus að vera vegan, það sé alltaf að aukast framboð og úrvalið af vegan mat og hráefni sé alveg fullt.
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
Fréttir
50286
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
3
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
5
Pistill
783
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
6
FréttirCovid-19
8178
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
7
Þrautir10 af öllu tagi
2855
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Missti alla lyst á dýraafurðumSunna Ben segir að eftir að hún las bókina Animal Liberation eftir Peter Singer árið 2016 hafi hún ekki getað hugsað sér að borða meiri dýraafurðir og hafi gerst vegan. Það hafi líka þýtt að hún hafi fengið áhuga á matseld og uppskriftum.Mynd: Heiða Helgadóttir
„Ég er búin að vera grænmetisæta í þrettán ár. Ég var vegan þegar ég var í háskóla, í svona eitt ár, en mér gekk það ekki nógu vel því ég kunni ekki alveg að elda vegan mat. Þannig að ég gafst upp á því og fór bara aftur í að vera grænmetisæta, borðaði meira að segja fisk og egg. Svo árið 2016 las ég bókina Animal Liberation eftir Peter Singer og hún hafði djúpstæð áhrif á mig. Eftir að hafa lesið hana missti ég alla lyst á dýraafurðum og ég bara gat ekki meir, mælirinn varð bara fullur.“
Eftir að Sunna varð vegan aftur segir hún að hún hafi fengið miklu meiri áhuga á mat, eldamennsku og uppskriftum. „Það var ekki hlaupið að því að finna skyndibita eða raunar bara hráefni í vegan mat. Það hefur reyndar breyst alveg gríðarlega á mjög stuttum tíma, það er alltaf að bætast við eitthvað nýtt og betra og heilmikið úrval af öllu. Það er algjör lúxus að vera grænmetisæta eða vegan í dag.“
Sunna heldur úti Facebook-síðunni Reykjavegan þar sem hún deilir uppskriftum og ráðum með fólki. Vegan matseld er þó bara áhugamálið hennar en Sunna starfar sem samfélagsmiðlaráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni, auk þess að vera myndlistarmaður og plötusnúður. „Þetta er bara ástríða. Upprunalega langaði mig að skrifa um hvað væri í boði á veitingastöðum í Reykjavík, vegan, en þegar ég ætlaði að byrja að taka myndir á veitingastöðum komst ég að því að það væri alltaf dimmt inni á þeim og yfirlýstar myndir henta ekki á samfélagsmiðlum. Þannig að ég fór að prófa að gera uppskriftir og það fékk svona góð viðbrögð að ég hef bara orðið að halda áfram að prófa nýtt og birta nýjar uppskriftir.“
1. Trópíkal sjeik
1 dós kókosmjólk
1 veglegur banani
1 tsk. Pure Pea prótein frá Pulsin (örugglega hægt að nota annað óbragðbætt prótein, en ég er mjög hrifin af þessari vöru)
Ca lúka frosinn ananas
5–8 frosin jarðarber
Lítil kreista af vanillustevíu/vanilludropum (ég er svolítið að nota stevíu þessa dagana. Ég er nefnilega ekki hrifin af sykri en er með einhverja sætuþrá og stevían virkar vel á hana án þess að tjúlla blóðsykurinn).
Öllum þessum huggulegheitum er vippað í öflugan blender í nokkrar mínútur og svo er bara að njóta! Ísí písí og sjúklega frískandi!
Mynd: Sunna Ben
2. Djúsí pasta með Oumph!
Ég mæli með þessum næringarríka og fljótlega rétti hvenær sem er, hentar vel þegar maður vill gæðin og bragðið en ekkert vesen. Þetta er matur sem er frábært að nýta í nesti. Ég elda hann stundum á kvöldin til þess að eiga sem nesti í vinnuna næstu daga, hann svíkur aldrei.
Sósan/kássan:
1 pakki Oumph! „The Chunk“
1 flaska Biona Passata með basil
1/2 ferna af Yosi matreiðslurjóma
1/2+ poki af uppáhalds frosna grænmetinu þá stundina (ég notaði 50/50 blöndu af ítalskri blöndu frá Gestus með gulum baunum og papriku og klassísku brokkólí, blómkáls- og gulrótarblöndunni frá Gestus – gott hvort í sínu lagi, gebbað saman)
1/2 poki af spínati (alltaf gott að nýta spínat sem er farið að eldast í alla svona rétti)
Nokkrir fallegir sveppir
Krydd: þetta er réttur þar sem mér finnst kryddin skipta öllu máli, ég er rosalegur kryddisti og trúi staðfastlega á „more is more“-regluna. Ég mæli með að hver og einn prófi sig áfram með sín uppáhaldskrydd og verið ófeimin við að dæla vel ofan í af öllu nema kannski saltinu, sem er óæskilegt. Í þetta sinn notaði ég: svartan pipar, Herbamare, hvítlauk, cayenne og Sonnentor „All good Conrad Calm“ blönduna sem er frábær í rétti með ítölsku ívafi.
Borið fram með:
Kolvetni að ykkar vali. Ég nota oftast gróft pasta eða kryddað kúskús. Sennilega ekki síðra að nota quinoa, bygg eða hrísgrjón. Í þetta sinn ristuðum við líka brauð og skvettum ólífuolíu, Herbamare salti og svörtum pipar yfir, nomms!
Fersku grænmeti. Mér finnst avókadó ómissandi með pasta og tómatssósu, veit ekki hvernig stendur á því, en auk þess vorum við með blandað salat með.
Aðferð:
Það er alltaf best að byrja á að sjóða vatn, það er svo lúmskt tímafrekt, og steikja það sem þarf mestan tíma, þetta frosna. Oumph-ið fer á pönnuna um leið og vatnið er farið að sjóða og pastað (eða hvað sem ykkur finnst best) fer ofan í pott. Þegar Oumph-ið er aðeins farið að brúnast er frosna grænmetinu bætt út í og því leyft að brúnast með.
Meðan það er í gangi þvæ ég sveppi og spínat vel og bæti þeim út í þegar frosna stöffið er um það bil hálfnað í eldun.
Svo hræri ég vel í kássunni og leyfi öllu að mýkjast og blandast saman áður en ég sturta kryddinu yfir og hræri vel. Því næst bæti ég Passata flöskunni út í, hræri öllu saman og bæti svo Yosi matreiðslurjómanum við og hræri enn meira. Þessu leyfi ég að malla í svona 5 mínútur áður en ég úrskurða matinn tilbúinn.
Þá er bara að njóta!
Mynd: Sunna Ben
3. Tofu quiche
Það besta við þetta quiche er að það er jafn gott heitt og kalt, svo það nýtist sem nesti í marga daga, mikið uppáhald hjá mér síðan ég var í háskóla fyrir hundrað árum og endalaust mikil snilld!
1 kubbur tofu
250–300 g spelt eða hveiti (ég notaði gróft spelt)
250 ml þykk plöntumjólk (ég nota soja)
1 pakki sveppir
1 poki spínat
2 hvítlauksgeirar
Ólífuolía
Krydd – ég notaði blandaðar þurrkaðar ítalskar jurtir í botninn og salt, pipar, cayenne og Best á allt í blönduna.
Ólífuolía, ca 4 msk., meira ef deigið verður stíft
1/2 bolli kalt vatn
Byrja á að blanda þurru efnunum saman, svo eru olíu og vatni hrært út í. Nonstick spreyi súðað í hringlaga form áður en deigið er hnoðað á hreinu yfirborði með hveiti þangað til áferðin verður ákjósanleg, ekki of klístruð, ekki of þurr. Þegar deigið er tilbúið er því rúllað út með kefli svo það passi ca í formið og það svo lagt ofan í. Hér er gott að muna að búa til kant upp hliðarnar á forminu til þess að bakan verði í viðráðanlegum sneiðum. Þetta er svo bakað í 10–15 mín. á 180° hita. Svo er formið tekið út og því leyft að kólna meðan fyllingin er undirbúin.
Svo er að gera fyllinguna. Byrjað á að skera hvítlauksgeirana í litla bita, hita pönnu og hella á hana olíu, steikja hvítlaukinn aðeins upp úr olíunni og bæta svo tofuinu út á og leyfa að malla aðeins. Því næst eru sveppir skornir í þunnar sneiðar og þeim bætt við, eftir nokkrar mínútur má svo bæta spínatinu út í og leyfa öllu að mýkjast, brúnast og hitna saman. Þegar tofu er orðið brúnað og sveppir og spínat mjúkt er gott að krydda (ég notaði herbamare salt, pipar, cayenne og Best á allt blöndu), leyfa því að steikjast smám saman og bæta svo við 250 ml sojamjólk og 2 msk. af spelti/hveiti og hræra vel. Þá er blöndunni aðeins leyft að þykkjast meðan hrært er í henni á pönnunni og svo má hella henni ofan í bökuna og skella forminu aftur inn í ofn í 25–30 mínútur, eða þar til fyllingin er orðin brúnuð og falleg. Vippa út úr ofni og njóta!
Mynd: Sunna Ben
4. Einfaldar hafrakökur
2 þroskaðir bananar
Hálf stór krukka hnetusmjör (ca 175 g)
10–15 mjúkar lífrænar döðlur (fer eftir stærð)
2 msk. hlynsýróp (ég nota lífrænt frá Biozentrale)
1 tsk. kókosolía (þessu var ég að bæta við, heldur kökum lengur mjúkum)
2 bollar haframjöl
2–3 msk. rúsínur
Dass himalaya salt
Kanill eftir smekk (ég setti mjög mikið)
Best er að byrja á að hita ofn á 180° á yfir- og undirhita.
Því næst eru bananar og hnetusmjör maukað saman í matvinnsluvél. Þegar það er orðið vel blandað bæti ég döðlum og sýrópi út í og mauka aftur vel. Síðan koma hafrar, rúsínur, salt og kanill sem ég hræri út í með höndunum (það er svo gott upp á áferð að hafa hafra og rúsínur í heilu lagi).
Kökunum er svo komið fyrir á bökunarpappír á ofnskúffu (ég nota fjölnota bökunarpappír því náttúran er næs) og bakaðar í ca 30–40 mínútur, eða þar til þær eru byrjaðar að brúnast fallega.
… Og svo er bara að standast freistinguna að borða þær allar í einu!
Mynd: Sunna Ben
5. Bæjarins besta bananabrauð:
4–5 aldraðir bananar
3/4 bolli hrísmjólk
3/4 bolli fínmalað spelt
3/4 bolli fínmalaðir hafrar
2–3 msk. þurrkaður kókos
1 msk. mulin hörfræ (má sleppa)
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1–2 msk. hnetusmjör (eftir smekk hér – en allir á mínu hemili eru hnetusmjörsfrík)
1–2 msk. söltuð sólblómafræ (má sleppa)
4 litlar döðlur
Vel af kanil, eða eftir smekk (ég elska kanil, set mikið)
Nokkrir vanilludropar
Rúsínur eftir smekk (aftur, ég set mikið en það má líka sleppa)
Á meðan öllu gumsinu er blandað saman forhita ég ofninn á 180°. Bananar og plöntumjólk fara fyrst í matvinnsluvélina (hún er ekki nauðsynleg, en áferðin verður alveg frábær!) og maukast saman í smá tíma, svo bætti ég þurrefnunum út í smám saman. Þegar deigið var orðið jafn þykkt og ég vildi spreyaði ég bökunarform með kókosolíu, skellti deiginu ofan í og í ofninn í dágóða stund, 25–30 mínútur ca, eða þar til hægt er að stinga hníf ofan í það og draga hann út án þess að hann komi út mjög klístraður.
Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi notar matseld sem hugleiðslu og sjálfsrækt. Hún leggur mikið upp úr því að matur sé fallegur, að matmálstímar séu upplifun og samverustund.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir dagskrárgerðarkona segir að matargerð sé ástríða fyrir sér. Hún varð fyrir vakningu þegar hún bjó á Ítalíu en finnst líka dásamlegt að steikja bara fisk.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Öðlast ró við eldamennsku
Matti á Rás 2 stefndi að því að læra kokkinn á sínum tíma þó ekki hafi orðið af því. Hann slappar af við að elda og best finnst honum þegar sem flest er í gangi. Finnst skemmtilegra að elda grænmeti en kjöt.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Hnýta flugur á meðan beðið er eftir matnum
Hringur Hilmarsson landvörður hefur haldið matarboð reglulega með vinum sínum allt frá því að þeir voru saman í menntaskóla. Hann endar sjálfur oftast í eldhúsinu, hvort sem matseldin er á hans ábyrgð eða ekki. Hringur segir að það sé mikilvægt að gefa sér tíma í eldhúsinu og nostra við eldamennskuna.
UppskriftLíf mitt í fimm réttum
Býttaði á nesti við hina krakkana
Þegar Snædís Xyza Mae Ocampo var lítil tók hún filippeyskar brauðbollur mömmu sinnar með sér í skólanesti og býttaði á þeim fyrir Svala, snúða eða annað góðgæti. Klassískir réttir úr eldhúsi mömmu hennar og ömmu eru henni efstir í huga þegar hún rifjar upp minningar af mat.
ViðtalLíf mitt í fimm réttum
„Ég borða til að lifa, ég lifi ekki til að borða“
Myndlistar- og tónlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir gengur undir listamannsnafninu Special-K, enda skipar morgunkorn stóran sess í mataræði hennar. Hún segir hér frá nokkrum réttum úr lífi sínu.
Mest lesið
1
FréttirSamherjaskjölin
47381
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
Fréttir
50286
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
3
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
5
Pistill
783
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
6
FréttirCovid-19
8178
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
7
Þrautir10 af öllu tagi
2855
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
47381
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
3
Fréttir
50286
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirCovid-19
8178
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
Fréttir
18153
Trump ei meir: Biden er forseti
Joe Biden er formlega orðinn forseti Bandaríkjanna. Donald Trump er kominn til Flórída. Biden mun snúa mörgum lykilákvörðunum Trumps strax á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar.
6
Pistill
783
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
51576
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
8320
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
Pistill
29361
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
4
Fréttir
169425
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
5
FréttirSamherjaskjölin
45378
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
6
FréttirDauðans óvissa eykst
735
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
7
FréttirDauðans óvissa eykst
215
171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári
Sýnileg aukning er í fjölda mannsláta sem komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári miðað við fyrri ár. Réttarkrufning fór fram í 77 prósent tilvika sem er einnig aukining milli ára.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.205
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
51575
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
6
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
7
FréttirCovid-19
1971.582
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
18153
Trump ei meir: Biden er forseti
Joe Biden er formlega orðinn forseti Bandaríkjanna. Donald Trump er kominn til Flórída. Biden mun snúa mörgum lykilákvörðunum Trumps strax á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar.
Mynd dagsins
4
Bóndi fyrir Bóndadaginn
Á fjár- og kúabúinu Butru búa bændurnir Ágúst Jensson og Oddný Steina Valsdóttir (mynd). „Það sem er brýnast nú fyrir bændur er að hér sé hægt að stunda landbúnað og hafa einhverjar tekjur af. Rauntekjur sauðfjárbænda hafa rýrnað um tugi prósenta á undanförnum árum. Það er líka mikilvægt að gera okkar góðu afurðir betur rekjanlegar,“ segir Oddný Steina, sem situr í stjórn Bændasamtakanna. Nú á föstudaginn er Bóndadagurinn. Til hamingju allir bændur, líka allir þeir sem eru á mölinni.
Fréttir
216
Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Ágúst Ólafur Ágústsson mun ekki verða í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar í haust. Uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti en hann hafnaði því.
FréttirSamherjamálið
351
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
Blogg
11
Símon Vestarr
Töffari kann að taka L-inu
Fyrir fjórum árum flaug mér fjarlægur möguleiki í hug í tengslum við innvígsludaginn í Ameríku. Ég sá fyrir mér hinn nýkjörna, nýfasíska auðkýfingsson stíga fram í pontu og halda ræðu sem væri eitthvað á þessa leið: Ég þakka öllum sem komu. Við alla sem buðu sig fram gegn mér vil ég segja: hvernig líst ykkur á mig núna?...
FréttirCovid-19
744
Sérstakur frístundastyrkur fyrir efnalítil börn skilar sér ekki til þeirra
Aðeins hafa borist umsóknir fyrir níu prósent þeirra barna sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sökum fátæktar forelda þeirra. Foreldrar þurfa að greiða æfingagjöld og sækja um endurgreiðslu. Talsmenn fólks í fátækt segja fátækt fólk ekki hafa tök á því að reiða fram gjöldin og bíða endurgreiðslu.
Pistill
783
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
Þrautir10 af öllu tagi
3468
269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar
Gærdagsþrautin, hér er hún. * Fyrri aukaspurning: Hvaða söngflokk má sjá á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum. Hún sagði af þau væru „ekki annað en plöntur fyrsta hálfa árið“ og „skelfileg þegar þau eru allsber“ með „sinn stóra kropp og litlu útlimi og þessar froskahreyfingar sínar“. Eigi að síður eignaðist hún...
Mynd dagsins
371
Tveir plús tveir eru fimm
Í svona árferði leggjast auðvitað nokkrar Lundabúðir á Laugaveginum á hliðina, en það kemur líka auðvitað eitthvað annað í staðinn - eins á og Laugavegi 48. Á föstudaginn opnaði þar nýtt gallerí, MUTT Gallery, með stórgóðri sýningu Úlfs Karlssonar (mynd) sem ber heitið: 2+2 = 5. Miðbærinn okkar er alltaf að breytast, er bestur þegar þar verður til áhugaverð blanda af menningu, veitingastöðum og fjölbreyttum verslunum sem gerir miðbæinn bæði lifandi og áhugaverðan fyrir gesti og gangandi.
Fréttir
123
Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Tæplega tugur slíkra mála er á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Líklegt er talið að um fáa fullorðna einstaklinga sé að ræða og líklega ekki mikið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegðun á netinu verulega að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.
FréttirCovid-19
1057
Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Rögnvaldur Ólafsson lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir skýrt að heimild sé til þess að ferðalangar megi dvelja eina nótt nálægt Keflavíkurflugvelli áður en þeir halda á dvalarstað í sóttkví.
FréttirCovid-19
8178
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir