Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
6

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er rúmlega 5 mánaða gömul.

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Heimsendir, hvernig sem hann mun líta út, verður stéttskiptur og stéttaskiptingin mun hafa yfir sér hulu eins og hún hefur alltaf gert, eins og hún mun alltaf gera, nema við horfumst í augu við hana.

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Heimsendir, hvernig sem hann mun líta út, verður stéttskiptur og stéttaskiptingin mun hafa yfir sér hulu eins og hún hefur alltaf gert, eins og hún mun alltaf gera, nema við horfumst í augu við hana.

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Allt hefur breyst en samt ekki. Aðstæðurnar keimlíkar en ólíkar á sama tíma. Sama undrunin er það sem gerir þessi augnablik lík. 

Ég sat með tebolla, myntu í stað kamillu, í samtali við vin en þó í ólíku samtali við ólíkan vin. Vinur þessi veitir mér þvílíkan innblástur og samtalið sömuleiðis. Þessi vinur hefur einstakt lag á því að vekja hjá mér tilfinningar, oft margar á sama augnabliki. Oft sambland af undrun og vægri reiði. Ég hef þó aldrei hitt þennan vin minn. Hún heitir Naomi Klein og er frá Kanada.  

Ég er umvafin teppi uppi í sófa og ég sekk mér í samtalið, bókina. Bókin heitir „Þetta breytir öllu. Kapítalisminn gegn loftslaginu.“ Bókin fjallar um hvaða hlutverki kapítalismi gegnir hvað hamfarahlýnun varðar. Því allra stærsta. Því allra, allra stærsta.  

„Tengist þetta stéttaskiptingu?“ 

Ég tæti bókina í mig, stöðva endrum og eins og hripa eitthvað niður í bók eða kalla á kærastann minn og fer með einhverja setninguna úr bókinni, furðu lostin yfir því hversu vel Naomi Klein nær að tala til mín, tala við mig, ná utan um þetta allt. 

Ég legg bókina frá mér. Hugur minn á hundrað, þeysist um eins og á mótorhjóli á ólöglegum hraða og ég næ ekki almennilega utan um það sem ég var að lesa en það er þessi tilfinning sem situr í mér. Einhvers konar sambland af sorg og furðu og vitundarvakningu.  

Eins og ég hef áður sagt hef ég í gegnum tíðina verið fremur blind á stéttir í íslensku samfélagi. 

Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því í samtali við vin hvaða stétt ég tilheyrði að stéttamál fóru að vera mér mikil hjartans mál. Nú þykist ég sjá merki stétta alls staðar og í öllu. Ég  hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið að sjálfri mér staðnuminni af nýrri uppgötvun: „Tengist þetta stéttaskiptingu?“ hugsa ég og velti því svo fyrir mér einhverja stund.  

Horft til framtíðar

En það sem gerir þetta augnablik öðruvísi en það fyrra, þegar ég áttaði mig á því hvaða stétt ég tilheyrði, er að á þessu augnabliki var ég ekki að horfa til fortíðar og púsla saman vísbendingum. Heldur að horfa til framtíðar. Ég var að púsla saman örlögum mínum og þeim sem hafa það stéttarlega verra en ég. Ég var að horfa til hamfara, til heimsenda. 

Það helltist yfir mig ótti og vanmáttur. Heimsendir, hvernig sem hann mun líta út, mun vera stéttskiptur og stéttaskiptingin mun hafa yfir sig hulu eins og hún hefur alltaf gert, eins og hún mun alltaf gera nema við horfumst í augu við hana.  

Ég leggst aftur á púða á sófanum sem ég sit á. Ég sé fyrir mér samtal í framtíðinni. árið er 2030 ég er 39 ára. Ég er að tala við Matthías vin minn sem sat einnig með mér það örlagaríkakvöld er ég áttaði mig á því í hvaða stétt ég er.  

Við erum að ræða íbúðir. Nema við erum ekki að ræða það hvort okkar verði á undan að kaupa íbúð. Við erum að ræða það hvort okkar hefur efni á að kaupa hamfaratryggða íbúð. Íbúð sem ver okkur og fjölskyldu okkar gegn hamförum. Við erum að ræða hvort okkar er betur tryggt gegn matarskorti, gegn veðurofsa. Í sjónvarpsútsendingu í bakgrunni heyrist í Sigmundi Davíð reyna að neita fyrir það að allar þær gríðarlegu breytingar sem hafa átt sér stað séu vegna hamfarahlýnunar.  

Hann kemst einhvern veginn upp með það því allt verður breytt en samt ekki. Allar breytingar hingað til hafa ennþá gerst hægt miðað við annars staðar og hafa haft minni áhrif á Ísland en aðrar þjóðir. Það er þó til nýtt hverfi í Reykjavík sem hýsir alla loftslagsflóttamennina sem hafa þurft að flýja heimili sín til Íslands. Íslendingar virðast taka þeim opnum örmum á pappír en ekki í raun og veru. Allt hefur breyst en samt ekkert. Hverfið verður einangrað að því leyti að þar búa einungis loftslagsflóttamenn og nokkrir Íslendingar sem hafa ekki efni á því að búa annars staðar.  

„Þeir eru að taka allt af okkur“ 

Rasismi er orðinn algengari og hversdagslegri, það er í lagi að segja rasíska hluti við vini í matarboðum, „þeir eru að taka allt af okkur“ mun heyrast í hversdagslegum samræðum. 

Okkur þykir erfitt að aðlagast þessum nýju samfélagshópum og þar að auki þykir þeim erfitt að aðlagast hverjir öðrum því þeir koma alls staðar að, frá mismunandi menningarsvæðum og með mismunandi lífsreynslu og áföll á bakinu. 

Ekkert hefur breyst en allt hefur breyst. Það breyttist allt svo hægt að við tókum ekki eftir því. Við semsagt gerðum ekkert. Við tókumst ekki á við loftslagsvána. Nei, Alma, þetta er allt bara ein ímyndun. Ég sest upp. Kærastinn minn kemur inn í stofu. Sér að ég er áhyggjufull, hann sest á sófann og kyssir mig á ennið. „Eigum við að fara að sofa?“ segir hann. „Já“ segi ég og fylgi honum upp í rúm.  

Ég ligg uppi í rúmi og næ ekki að sofna. Setningar úr bók Naomi herja á mig, hugmyndir úr bókinni herja á mig. „Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem afneita hamfarahlýnun mest eru hvítir karlar með tekjur yfir meðallagi.“ Ég stend upp. Ég er orðin reið. Ótti og vanmáttur hafa umbreyst í reiði. Ég fer aftur fram í sófa og hripa niður hugsanir mínar á meðan þær hringsóla um í höfðinu á mér.  

Hringsólandi hugmyndir um kapítalisma og loftslagsmál.

Hvítir ríkir karlar í afneitun

Þeir sem afneita hamfarahlýnun eru hvítir karlar með tekjur yfir meðallagi. Hljómar kunnuglega, hljómar eins og þeir karlar sem hafa hvað mestum hagsmunum að gæta í hagkerfinu okkar, þeir sem eiga olíufyrirtækin, þeir sem eiga fyrirtækin sem menga hvað mest. Þeir sem menga mest afneita loftslagsmálum mest.  

Það mun koma fáum á óvart að þeir sem hafa minnstu hagsmuna að gæta í þessu hagkerfi, þeir sem eiga minnst, munu þó koma verst út úr hamfarahlýnun. Stéttaskiptingin eins og við þekkjum hana núna mun einungis aukast og verða meiri. Ég held að stéttaskipting muni nákvæmlega aldrei birtast í eins tæru formi og hverjir deyja fyrst og hverjir hafa efni á því að lifa.  

Á þeim stöðum sem verða verst úti býr fólk sem hefur skert eða engin pólitísk völd yfir lífi sínu, þau hafa ekki völd til að koma í veg fyrir hamfarirnar eða verja sig almennilega gegn þeim. Í hinum velmegandi löndum á norðurhjara veraldar má einnig minnast á það að fátækt fólk er svo útkeyrt og í sumum tilvikum útbrunnið að loftslagsmál eru varla efst á baugi. Þau þurfa að nota alla sína orku í að eiga í sig og á. 

„Barátta gegn kapítalisma og nýfrjálshyggju er stærsta baráttumálið, er stærsta loftslagsmálið“

Þeir fátækustu munu deyja fyrst. Þeir fátækustu deyja því þó svo að þeir ríkustu afneiti loftslagsmálum mest þá verða þeir þeir fyrstu til að koma sér undan þegar í harðbakkann slær, einfaldlega vegna þess að þeir hafa efni á því. Hver man ekki eftir risabátnum í 2012 heimsendamyndinni með John Cusack, bátnum sem aðeins þeir ríku höfðu aðgang að, bátnum sem kom þeim ríku til bjargar? 

Það versta er að kerfið sem kúgar fátæka hefur kennt okkur að fátækir eigi örlög sín skilið. Þegar kemur að því að þeir ríku fá inngöngu í bátinn munu þeir varla líta til baka ef þeir trúa að hinir fátæku hefðu bara átt að safna fyrir sínum farmiða. 

Klein, vinkonu minni frá Kanada, finnst launamál og jöfnuður að því leyti tilheyra loftslagsmálum, barátta gegn fátækt er barátta gegn hamfarahlýnun, barátta gegn óskoruðu valdi þeirra allra ríkustu er loftslagsmál.  Barátta gegn kapítalisma og nýfrjálshyggju er stærsta baráttumálið, er stærsta loftslagsmálið. 

Nýfrjálshyggja og kapítalismi 

Nýfrjálshyggjan hefur beinar afleiðingar á loftslagsmál. Það má sjá á gallhörðum gögnum. Fyrir tíð Thatcher og Reagans (okkar allra uppáhalds nýfrjálshyggju-ækonum) var losun á alheimsvísu um 1 prósent á ári. En á milli 2000 og 2008 náði losun um 3,4 prósentum á ári áður en losun náði sögulegu hámarki með 5,9 prósentum árið 2009. Á sama tíma og leiðtogar heimsins voru að vakna við þá staðreynd um hvert stefndi í loftslagsmálum skall nýfrjálshyggjan á með sínu góðæri og einkavæðingu og skattalækkunum á hina ríku. 

Vísindin öskruðu viðvaranir um hvert stefndi, nýfrjálshyggjan öskraði bara hærra. Vísindamenn og auðmenn samtímis að reyna að fá hljómgrunn fyrir kenningum sínum, auðmenn höfðu betur. Við höfum treyst auðmönnum betur fyrir jörðinni en vísindamönnum. Við treystum auðmönnum svo blint að við leyfðum þeim að leika sér með framtíð okkar þangað til að hagkerfið hrundi árið 2008, og hvað gerum við í kjölfarið? Sleikjum sár okkar og upphefjum svo rappara sem syngja um Gucci-belti og leyfum strák með 4 milljóna króna úr að vera samnefnari fyrir ungt fólk að safna sér fyrir íbúð. 

Það getur verið erfitt að sjá þessa staðreynd þar sem þræðir lífs okkar eru nú spunnir úr kapítalisma og nýfrjálshyggju. Ég er alin upp af nýfrjálshyggju, það tók mig 28 ár að skilja það. Ég man þegar ég hélt að góðærið væri af hinu góða en nú sé ég að góðærið er að ganga frá jörðinni.  

„Ég man þegar ég hélt að góðærið væri af hinu góða“

Í 28 ár skammaðist ég mín fyrir það hvaða stétt ég tilheyrði. Ég ætla ekki að eyða sekúndu í viðbót af lífi mínu í þá skömm, ég ætla að eyða allri orkunni sem fór í þá skömm að fá þá ríkustu til að læra að skammast sín fyrir að hirða gróðann og eyðileggja jörðina og það versta, skilja okkur hin eftir til að eiga við afleiðingarnar. 

En það sem ég hef lært er að við verðum að auka stéttarvitund okkar því annars erum við hljóðlega að samþykkja að þeir ríkustu lifi af á meðan við hin munum liggja í valnum. Aldrei hefur stéttabarátta verið mikilvægari. Leyfum ekki auðmönnunum að ræna okkur framtíðinni, ræna okkur jörðinni og ræna okkur lífinu. Nógu hafa þeir rænt af okkur hingað til, þeir fá ekki að ræna af okkur lífinu.  

En það góða er að við erum stór hópur, auðmennirnir eru fáir. Oft í gegnum tíðina hafa orðið byltingar í krafti fjöldans sem hafa breytt heiminum. Ég trúi því að við getum sameinast, ég trúi því að við látum ekki auðmönnunum jörðina eftir, ég trúi því að við getum knúið fram breytingar, við höfum gert það áður. Ég væri ekki að skrifa þennan pistil ef ég hefði ekki trú og traust á fjöldanum. Sameinumst í þessari mikilvægustu baráttu allra tíma, baráttunni fyrir jörðinni. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
6

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV