Mest lesið

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Listin að verða sextugur
2

Listin að verða sextugur

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu
3

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Kolbrún telur sig órétti beitta
4

Kolbrún telur sig órétti beitta

Segir að Landspítali myndi lamast
5

Segir að Landspítali myndi lamast

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að upplýsingar séu ekki birtar. Hér eru upplýsingarnar.

Jón Trausti Reynisson

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að upplýsingar séu ekki birtar. Hér eru upplýsingarnar.

Frelsi til að vita
Upplýsingagjöf hindruð Ungir sjálfstæðismenn meina almennum borgurum að sjá skattaskrár hjá Ríkisskattstjóra fyrr á öldinni.  Mynd: MBL / Kristinn Ingvarsson

„Þetta er skref í átt að frjálsara samfélagi,“ boðaði Samband ungra sjálfstæðismanna, þegar Ríkisskattstjóri hætti við að birta upplýsingar í vor um allra tekjuhæstu Íslendingana, eins og gert hefur verið í áraraðir. 

Sambandið, SUS, aðhyllist yfirlýst frelsi einstaklingsins, en í hugmyndamengi hópsins er upplýsingagjöfin ekki dæmi um frjálst samfélag, heldur „valdbeiting“, eins og það var orðað í yfirlýsingu.

Ósamhverfar upplýsingar

Hópurinn er í hjarta sínu sannfærður um að það sé í þágu frelsis að banna þá athöfn að veita upplýsingar um tekjur og að koma í veg fyrir að einstaklingar geti vitað. Þannig mættu fulltrúar Sambandsins árum saman til Ríkisskattstjóra til þess að hindra að fólk gæti sótt upplýsingar í álagningarskrár sem liggja frammi í tvær vikur á hverju ári. „Ég tel listann sem slíkan vera brot á friðhelgi einkalífsins og að mínu mati er þetta prinsippmál,“ sagði Björgvin Guðmundsson, almannatengill og fyrrverandi formaður SUS, sem kærði birtingu hátekjulistans í fyrra.

En hvers vegna er þetta valdbeiting eða frelsissvipting? Er það vegna sálfræðilegrar áþjánar þess sem vitað er um? Skerðir það getu fólksins til athafna? 

Afleiðingar upplýsingagjafar eru fyrirfram ófyrirsjáanlegar, þar sem við vitum aldrei fullkomlega hvernig upplýsingarnar varða þann sem hugsanlega fær þær. 

Við vitum þó fyrirfram að fyrirtæki sem semja um laun hafa mun betri upplýsingar en launþegarnir. Í slíkum tilfellum er talað um ósamhverfar upplýsingar og sá sem hefur meiri vitneskju getur nýtt sér það til að hagnast í samningum.

Að banna upplýsingagjöfina styrkir þannig stöðu þeirra sterkari í samfélaginu. Þeir hópar sem óháð hæfni takmarka kröfur sínar frekar en aðrir í samningaviðræðum, eða hreinlega þrýsta ekki á samninga, til dæmis hógværir, samfélagslega sinnaðir og konur, tapa á ósamhverfum upplýsingum.

Valdbeitingin að vita

Tvö af lykilhlutverkum skattkerfisins varða hagkvæmni og réttlæti í formi jöfnuðar. 

Þegar frjálshyggjustefnu SUS var fylgt sem mest varð þróunin sú að afmarkaður hópur Íslendinga, sem kalla má elítu í hefðbundnum skilningi orðsins, flutti umsvif sín að nafninu til í skattaskjól, ýmist til þess að takmarka framlag sitt til samfélagsins og/eða að koma í veg fyrir vitneskju annarra um athafnirnar.

Með birtingu upplýsinga úr Panamaskjölunum varð gert kunnugt að Íslendingar áttu heimsmet miðað við höfðatölu í notkun skattaskjóla í því úrtaki. Um leið varð ljóst um trúnaðarbrest og hugsanleg lögbrot hóps fólks. Út frá hugmyndafræði frjálshyggjunnar mætti túlka upplýsingagjöfina í Panamaskjölunum sem valdbeitingu gegn þeim sem þar leyndust. En ófyrirsjáanlegar afleiðingar upplýsingagjafarinnar birtust meðal annars í því að skattaundanskot upp á 15 milljarða króna komust upp á yfirborðið, sem og óheilindi stjórnmálamanna gagnvart kjósendum þeirra.

Kemur einhverjum þetta við?

Ef við föllumst á að hafna almennum og sjálfsögðum upplýsingarétti almennings og vegum persónuvernd launatekna ofar, felast engu að síður ýmsar ástæður til birtingar í tölunum sjálfum.

Ár eftir ár byggir stór hluti af tekjum þeirra, sem hæstar hafa, á eignafærslu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Við sjáum útgerðarmenn stórauðgast persónulega á að selja kvóta úr byggðarlögum, stundum með afgerandi afleiðingum fyrir íbúa, eignir þeirra og störf. 

Í öðrum tilfellum sjáum við illskiljanlega háar tekjur þeirra sem höndla með þrotabú föllnu bankanna. Ársæll Hafsteinsson, framkvæmdastjóri skilanefndar Landsbankans, var með 14 milljónir í mánaðarlaun í fyrra. Framkvæmdastjóri í þrotabúi Kaupþings með 891 milljón króna á árinu. Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis Holdco, með níu milljónir á mánuði, en fékk nítján á mánuði árið áður.

Enn fleiri dæmi eru um starfsmenn fyrirtækja, sem almenningur tekur ákvörðun um að skipta við eða ekki skipta við. 

Skattgreiðslur í sameiginlega sjóði almennings varða síðan almenning í eðli sínu, þar sem almenningur er umbjóðendur ríkisins.

Vitneskja og traust

Traust er forsenda viðskipta. 

„Peningahagfræði er ekkert ósvipuð guðfræði. Hún byggir á trú eða trausti,“ sagði Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, í viðtali í Kastljósi á þriðjudag. 

Öfugt við guðfræðina er hins vegar helsta tækið til að auka traust ekki ósýnileiki eða trú á alvalda aðila, heldur gagnsæi og jafnræði.

Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að fyrirtækjum var gert skylt að gefa út opinbera ársreikninga. Gagnsæi er helsta móteitrið gegn spillingu sem bæði skerðir verðmætasköpun og viðheldur andverðleikum.

Ákveðin tilhneiging til svika er sjálfvirk, því það er mun minna kostnaðarsamt að öllu öðru óbreyttu að framkalla innantóma trú en réttmæta. Það sem vinnur hins vegar gegn sviksemi er vitneskja annarra og kostnaðurinn sem fylgir henni.

Ef það verður siðafár yfir tekjum tiltekinna einstaklinga undirstrikar það að upplýsingagjöfin var réttmæt, frekar en að viðkomandi hafi verið valdbeittir með hugsanlegu viðhorfi fólks.

Hindranir fyrir upplýsingagjöf

Ein aðferðin til að auka traust í viðskiptum var að bregðast við ósamhverfum upplýsingum með því að setja skorður við innherjaviðskiptum. Þeim hefur sjaldan verið beitt, til dæmis í tilfelli Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra sem seldi hlutabréfin sín í Landsbankanum eftir að hafa fundað sem embættismaður um erfiða stöðu bankans, en áhrif þeirra eru ekki eingöngu bundin við beitinguna heldur líka fælingarmáttinn.

Stundin starfar eftir því að veita almenningi sem mestar viðeigandi upplýsingar, ekki síst upplýsinga sem erfitt er að afla vegna hagsmuna tiltekinna aðila af því að leyna þeim. Þótt upplýsingaleit hafi verið gerð auðveldari á undanförnum árum, til dæmis með innleiðingu upplýsingalaga og rafrænni birtingu, eru til staðar ýmsar hömlur.

Eins og staðan er núna þarf Stundin að greiða gjald fyrir að afla upplýsinga um ársreikninga fyrirtækja og eignarhald á fyrirtækjum. Þetta gjald hefur þegar verst lætur farið nærri tíunda hluta af rekstrarkostnaði Stundarinnar. Auk þess gilda takmarkanir sem torvelda rannsóknarblaðamennsku. Þetta torveldar rannsóknarvinnu sem tengist ýmsum mikilvægum upplýsingum sem almenningur hefði annars ekki tækifæri til að heyra af, til dæmis um jarðakaup erlendra auðmanna og viðskiptafléttur sem oft er ætlað að afvegaleiða eða fela slóð fjármagns.

Upplýsingamisskipting

Ójafnt aðgengi að upplýsingum er lykilatriði í því að viðhalda og auka misskiptingu. 

Benedikt Jóhannesson, þá fjármálaráðherra, boðaði árið 2017 að upplýsingaleitin yrði gerð gjaldfrjáls, en ekki varð af því. Eftirmaður hans í stóli fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur ekki fylgt því eftir. 

Viðskiptasaga Bjarna er reyndar skólabókardæmi um ósamhverfar upplýsingar, þar sem hann og fjölskylda hans stunduðu milljarðaviðskipti með bréf í Glitni banka skömmu fyrir hrun hans á sama tíma og hann hafði aðgengi að upplýsingum úr innsta hring sem þingmaður. Þannig seldi hann til að mynda skuldabréf í peningamarkaðssjóði með eitruðum eignum, fyrir 74 milljónir króna að núvirði sama dag og hann tók þátt í að setja neyðarlög. Föðurbróðir hans seldi fyrir 1,8 milljarða króna að núvirði í sjóðnum tveimur tímum fyrir lokun vegna neyðarlaganna.

Auk þess seldi Bjarni hlutabréf í Glitni, sem áttu síðar eftir að lækka í verði og verða verðlaus, tveimur dögum eftir fund með bankastjóranum um vanda bankanna, sem hann sótti í hlutverki þingmanns í trúnaðarstöðu fyrir almenning. Fjöldi fólks, sem ekki hafði sama aðgengi að upplýsingum, tapaði hins vegar sparnaði sínum í hruninu. Hvort sem ástæðan fyrir tapinu var óskynsemi, oftrú eða annað, er ljóst að það hefði hjálpað að sitja trúnaðarfundi með bankastjóra, næturfundi í lykilfyrirtækjum og vera í þingflokknum sem mótaði neyðarlögin.

Frelsið endurskilgreint og endurheimt

Sú hugmynd að möguleiki athafnafólks til að leyna fjárhagslegum umsvifum sínum vegi meira en geta almennings til vitneskju er lykilatriði í skilgreiningu þeirra á frelsi sem kenna sig við frelsi.

En upplýsingar eru líka forsenda frelsis. Vitneskja og skynjun rammar inn frelsið. Sá sem er blindur er frjáls í sínum ramma, en frelsi hans til athafna afmarkast af getu hans til vitneskju um umhverfið.

Frelsið er afstætt við vald. Í túlkun frjálshyggjunnar er það til dæmis frelsi að fá bílastæði og geta keyrt sem víðast, en ekki frelsi að geta farið um borgina án bíls. Sú staðreynd að helmingur borgarlandsins fer undir umferðarmannvirki skerðir frelsi gangandi einstaklings með afgerandi hætti.

Sambærilega er frelsi að mega kaupa upp land og girða það af, banna akstur annarra á slóðum og svo framvegis, en ekki jafnmikilvægt frelsi einstaklingsins að hafa rétt til að ferðast óhindrað um og notið náttúrunnar. Frelsi einstaklingsins án eigna og umsvifa skerðist af umsvifum og valdi annarra.

Áhrif valds á upplýsingagjöf

Náttúrulega þróast upplýsingagjöf á frjálsum markaði eftir lögmálum hagfræðinnar. Ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa áhrif á upplýsingagjöf til almennings. Þeir munu alltaf sækja meira í að eignast fjölmiðla heldur en þeir sem vinna einfaldlega eftir almannahag. Þannig getur jafnvel borgað sig fyrir þá að niðurgreiða starfsemi fjölmiðla, sem viðhalda hagfelldri sýn hjá almenningi.

Morgunblaðið tapaði enn einu sinni verulegum fjárhæðum á síðasta ári, eða um 400 milljónum króna, en tapið er niðurgreitt af hópi útgerðarfélaga sem styður fyrrverandi forsætisráðherra til ritstjórnar með 5,3 milljónir í mánaðarlaun að meðtöldum snemmbærum eftirlaunum. Forsenda starfseminnar er því aðkoma hagsmunaaðila og ruðningsáhrifin eru þau að óháðir fjölmiðlar eiga erfiðara með að þrífast.

Aðkoma einstaklinga með áskriftarkaupum hjá óháðum miðlum getur hins vegar unnið gegn inngripum hagsmunaaðila og breytt upplýsingagjöf.

Upplýsingar birtar

Eins og lýst var í mótmælayfirlýsingu Sambands ungra Sjálfstæðismanna er það ekki hluti af frelsi einstaklingsins að mega vita um umsvif annarra og ræða samfélagið út frá slíkum upplýsingum: „Sú skýring að borgararnir eigi að hafa virkt eftirlit með skattgreiðslum nágranna síns geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar enda á skattaeftirlit að vera í höndum skattstjóra.“

Hugmyndin um að upplýsingagjöf sé „valdbeiting“ er í rót sinni andstæð hugsjóninni um tjáningarfrelsið, enda felst inngripið ekki í upplýsingum heldur að banna þær.

Stundin birtir nú upplýsingar um tekjur 1% tekjuhæstu Íslendinganna í þeirri trú að fólk eigi rétt á upplýsingum um samfélagið sitt. Við föllumst ekki á að upplýsingagjöf sé valdbeiting þótt aukin vitneskja sé valdeflandi fyrir almenning. Raunverulega frjálst fólk er upplýst.

Tengdar greinar

Leiðari

Þegar lögreglan er upptekin

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þrjár konur, þrjár sögur. Allar áttu þær það sameiginlegt að vera undir áhrifum áfengis- eða vímuefna þegar neyðarkalli þeirra var ekki svarað. Afleiðingarnar voru skelfilegar.

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Tákn um aukna efnishyggju birtast í menningunni. Afleiðingarnar eru að hluta til fyrirsjáanlegar.

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Nú þegar árið er að líða er ágætt að rifja upp hvað gerðist, hvað við lærðum og hvað við getum gert betur.

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Inngróið sakleysi íslenskra áhrifamanna er undirbyggt af vinasamfélaginu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu
2

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Kolbrún telur sig órétti beitta
3

Kolbrún telur sig órétti beitta

Segir að Landspítali myndi lamast
4

Segir að Landspítali myndi lamast

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti
6

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Fjórði hver án samnings

Fjórði hver án samnings

Af hverju er Tyrkland Tyrkland?

Af hverju er Tyrkland Tyrkland?

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB

BSRB samþykkir verkfall

BSRB samþykkir verkfall

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Hinar funheitu norðurslóðir

Hinar funheitu norðurslóðir

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja