Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stærsta lífsverkefnið
7

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

Hvað var sérstakt fagnaðarefni við framgöngu Katrínar Jakobsdóttur á fundum með Merkel og norrænum forsætisráðherrum? Eða á þeim fundi sem hún ætlar ekki að halda með Mike Pence?

Illugi Jökulsson

Hvað var sérstakt fagnaðarefni við framgöngu Katrínar Jakobsdóttur á fundum með Merkel og norrænum forsætisráðherrum? Eða á þeim fundi sem hún ætlar ekki að halda með Mike Pence?

Myndin af Pence

Um daginn tók ég eftir því að í mínum bergmálshelli á Facebook voru margir fjarska hrifnir af frammistöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á nýlegum fundi annars vegar með Angelu Merkel og hins vegar forsætisráðherrum Norðurlandanna. Og aðrir og stundum sama fólkið var líka giska ánægt með þá ákvörðun hennar að hitta ekki Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur hingað í heimsókn í byrjun september. Þegar allt þetta hrós var lagt saman virtist fólkið sammála um að Katrín hefði nú sannað gáfur sínar, glæsilega framgöngu, dirfsku og almenn flottheit.

Er ég með Katrínu á heilanum?

Mér fannst í alvöru talað dálítið súrt í brotið að geta ekki tekið þátt í hinum víðtæku fagnaðarlátum. Mér hafði nefnilega þótt heldur lítið til um. Og ég fór að grufla, er ég alveg óleyfilega neikvæður að geta ekki viðurkennt glæsta framgöngu Katrínar í þessum tveimur málum? Ætti ég að skammast mín fyrir neikvæðnina? Og er ég bara með Katrínu Jakobsdóttur á heilanum eins og einn dálkahöfundur gantaðist með um daginn?

Það er nú það.

Mér fannst í raun og veru – og finnst í raun og veru enn eftir að hafa hugsað málið aftur – að engin ástæða hafi verið fyrir heljarstökkum af fögnuði. 

Öruggasti málaflokkurinn

Í fyrsta lagi vita allir sem þekkja eitthvað til alþjóðasamskipta að svona leiðtogafundir eru fyrst og fremst tilefni fyrir viðkomandi leiðtoga til að hittast og spjalla, en annað fólk er þegar búið að ganga frá niðurstöðum fundanna – ef einhverjar eru.

Í öðru lagi fannst mér því miður ekki sérstaklega frumlegt eða djarft að tala mikið um jafnréttismál við Angelu Merkel. Ég held meira að segja að ef út í það er farið gæti Merkel hafa upplifað þau mál heldur harðar á sínum kroppi en Katrín. En jafnréttismál eru náttúrlega einhver öruggasti málaflokkurinn sem öryggissækinn stjórnmálamaður getur talað um við vestur-evrópska leiðtoga. Það er varla nokkur vegur að finna misklíðarefni þar eða yfirleitt eitthvað sem þarfnast verulegrar umræðu á einhverjum leiðtogabasis.

Hrópa ekki húrra

Í þriðja lagi var heldur ekki sérstaklega djarft að tala um umhverfismál við forsætisráðherra Norðurlandanna. Ja, ekki fannst mér allavega ástæða til húrrahrópa. Sérstaklega þegar fór að læðast að manni grunur um að Katrín hefði ekki rætt mikið, nei líklega ekki eitt einasta orð, við félaga sína um kolaskítinn á Bakka, né heldur haft orð á því að ríkisstjórn virtist ekki ætla að vernda hin ósnortnu víðerni á Vestfjörðum.

„Þá hefði verið djarft af Katrínu Jakobsdóttur að ræða jafnréttismál við Mike Pence. Allskonar jafnréttismál, bæði svona og hinsegin.“

Í fjórða lagi finnst mér ekki djarft eða smart að fara úr landi þegar varaforseti Bandaríkjanna kemur í heimsókn, hvernig svo sem sú heimsókn kann að vera til komin, sem mætti reyndar upplýsa. Vissulega er Katrín skráð sem ræðumaður á norrænt verkalýðsþing en annað eins hefur gerst eins og að forsætisráðherra hætti við slíkt og þvílíkt. Burtséð frá því hvaða persóna er núna varaforseti Bandaríkjanna, þá skipta Bandaríkin okkur Íslendinga miklu máli og það er undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að mæta ekki til viðræðu við hann.

Það hefðu orðið deilur

En í fimmta lagi er reyndar einmitt sérstök ástæða til þess núna að ræða við varaforseta Bandaríkjanna. Þeir eru að fara af stað með mikla viðhalds- og endurbótavinnu í Keflavík og svo virðist sem við höfum nánast ekkert að segja. Það er manni að minnsta kosti sagt. Eða hefur stjórn Katrínar einfaldlega selt Bandaríkjamönnum sjálfdæmi í þessu efni? Þetta á íslenskur leiðtogi að ræða opinskátt við varaforseta Bandaríkjanna og gefa síðan skorinorða yfirlýsingu til almennings um hvernig málum er í rauninni háttað.

Í sjötta lagi, þá hefði verið djarft af Katrínu Jakobsdóttur að ræða jafnréttismál við Mike Pence. Allskonar jafnréttismál, bæði svona og hinsegin. En Katrín ætlar ekki að gera það. Á ég að hrópa húrra yfir því hvað hún sé sneddí að stinga af?

Í sjöunda lagi hefði líka verið djarft af Katrínu að ræða umhverfismál og hamfarahlýnun við Mike Pence. Ég þarf ekkert að fjölyrða um ástæður þess. Það hefðu getað orðið fjörugar og innihaldsríkar umræður og jafnvel deilur, ólíkt því að allir forsætisráðherrar Norðurlanda kinki kolli hver framan í annan.

En Katrín ætlar ekki að gera það.

Ekkert óþægilegt

Það hefði getað orðið óþægilegt. Og Katrín Jakobsdóttir gerir aldrei neitt óþægilegt.

Hennar stjórnmálakarríer byggist beinlínis á því að gera aldrei neitt óþægilegt.

Hún hefur aldrei gert neitt óþægilegt, nema reyndar að hleypa íhaldinu að stjórnartaumunum eftir kosningar. En það finnst henni reyndar orðið mjög þægilegt, sýnist mér.

Sem sagt – er einhver ástæða til að hrópa húrra þótt Katrín hafi ekki orðið hvumsa í viðræðum við útlenda leiðtoga, þótt hún hafi brosað til þeirra og áreiðanlega sagt margt sjálfsagt og skynsamlegt? Nei, vitiði, mér finnst ekki. Mér finnst alveg sérstaklega að íslenskur stjórnmálaráðherra eigi ekki að sneiða hjá erfiðleikum, eins og Katrín gerir með því að hitta ekki Pence.

Nú hef ég séð fólk hrósa henni sérstaklega fyrir það, með því sé hún að lýsa rosalegu frati á Pence og hún hefði hvort sem ekkert getað sagt sem gæti snúið honum af villu sinna vega.

Pence hefði ekki haggast

Þetta er fáránlegt sjónarmið. Auðvitað hefði Pence ekki haggast um millimetra í sínum forstokkuðu skoðunum, sama hvað Katrín hefði reynt að vinna á honum. En það er heldur ekki málið. Ef það er einhver raunverulegur tilgangur með svona fundum, annar en glaðlegt hjal, þá er það að gefa til kynna sjónarmið.

Pence hefði farið héðan með óbreyttar skoðanir en Katrín hefði getað gefið honum skörulega til kynna að hér væri eitt land sem er ekki sátt við afturhaldið sem hann er holdgervingur fyrir.

Og þá hefði hann vitað það.

Hún kaus að gera það ekki. Það er hennar mál en ekki ætla ég að hrópa húrra, þið afsakið átján sinnum.

Hvað fer Pence með frá Íslandi?

Nú fer Pence héðan með þá vitneskju í farteski sínu að á Íslandi sé forsætisráðherra sem hlaupi til útlanda í stað þess að mæta honum í pólitík.

En afar geðþekkur utanríkisráðherra hins vegar!

Má ég þá heldur biðja um Mette Fredriksen sem brosir ekki alveg eins mikið og Katrín en talar öngva tæpitungu við bandaríska ráðamenn.

Verst er auðvitað að við vitum öll ástæðu þess að Katrín hittir ekki Pence. Hún er einfaldlega sú, eins og margir hafa bent á, að hún vill ekki að til sé mynd af þeim Pence saman, brosandi og hýrlegum. Fyrir næstu kosningar mun VG keyra á persónu Katrínar aðeins og eingöngu. Og það verður keyrt mikið á meintu orðspori hennar erlendis, rétt eins og reynt var að gera með Davíð Oddsson á efri dögum ferils hans. Við eigum að dást að myndum af Katrínu á alþjóðlegum fundum eða að tala um jafnréttismál við Angelu Merkel og um umhverfismál við forsætisráðherra Norðurlandanna.

Hvað mun hún segja?

Mynd af henni að brosa við Pence myndi falla illa inn í þá myndaröð. Ég vitna ekki oft í minn gamla sögukennara Hannes Hólmstein en hér má samt taka undir með honum að með því að sniðganga Pence taki Katrín hagsmuni VG, og þó einkum sína eigin, fram yfir almenna íslenska hagsmuni. Ég er ekki viss um að við Hannes séum sammála um hverjir þeir hagsmunir eru en sjónarmiðið er, trúi ég, rétt.

Hvað skyldi hún annars segja á þessum fundi með norrænu verkalýðsforkólfunum? Tala um milljónirnar 300 sem ríkisstjórn hennar tók úr þróunarmálum um daginn?

Nei, ég held ekki. Hún mun segja eitthvað snoturt og fallegt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“