Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ekkert form sem fangar samtímann eins og heimildamyndir

Skjald­borg - há­tíð ís­lenskra heim­ilda­mynda er hald­in í þrett­ánda sinn á Pat­reks­firði nú um hvíta­sunnu­helg­ina. Há­tíð­in er þekkt fyr­ir ein­stakt and­rúms­loft, fjöl­breytta kvik­mynda­dag­skrá og marg­vís­lega skemmti­dag­skrá. Opn­un­ar­mynd­in að þessu sinni er Vasul­ka áhrif­in eft­ir Hrafn­hildi Gunn­ars­dótt­ur en heið­urs­gest­ur há­tíð­ar­inn­ar er lett­neski leik­stjór­inn Laila Pakaln­ina. Þær Helga Rakel Rafns­dótt­ir og Krist­ín Andrea Þórð­ar­dótt­ir stjórna há­tíð­inni nú í þriðja sinn.

Ekkert form sem fangar samtímann eins og heimildamyndir
Helga Rakel og Kristín Andrea Það sérstaka við Skjaldborgarhátíðina í ár er að þeirra mati að flestar myndirnar gerast að hluta eða öllu leyti í öðrum löndum. Það sé án efa til marks um það að íslensk heimildamyndagerð er að stækka sem fag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það var gott gengi sem fann upp þessa töfraformúlu sem hátíðin er, fullkomin blanda af innilegri alvöru og skemmtun,  Þetta var hópur samsettur af kvikmyndagerðarfólki og heimamönnum og þeim fannst tilvalið að nýta hið einstaka Skjaldborgarbíó sem er á Patreksfirði til að hýsa hátíð sem þessa,“ útskýrir Helga. Spurð um áherslur í ár segir hún þær ekki vera neinar sérstakar frá ári til árs, „en við pössum okkur að bæta alltaf við nýjungum og halda hátíðinni lifandi. Fyrir tveimur árum bættum við til dæmis við dómnefndarverðlaunum og í ár ætlum við að brydda upp á þeirri nýjung að vera með panelumræður um stöðu heimildamyndagerðar. Það sem er kannski sérstakt við hátíðina í ár er að flestar myndirnar gerast að hluta eða öllu leyti í öðrum löndum – og það er án efa til marks um það að íslensk heimildamyndagerð er að stækka sem fag. En auðvitað megum við ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu