Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

„Er eitthvað róttækt við að halda á fána sem þér hefur ekki verið réttur?“ spyr varaformaður Félagsins Ísland-Palestína, Bryndís Silja Pálmadóttir. Hatari hafi afvegaleitt alla raunverulega umræðu um hvort það sé siðferðislega rétt að taka þátt í keppni sem er haldin í landi sem stundar ólöglegt hernám.

Bryndís Silja Pálmadóttir

„Er eitthvað róttækt við að halda á fána sem þér hefur ekki verið réttur?“ spyr varaformaður Félagsins Ísland-Palestína, Bryndís Silja Pálmadóttir. Hatari hafi afvegaleitt alla raunverulega umræðu um hvort það sé siðferðislega rétt að taka þátt í keppni sem er haldin í landi sem stundar ólöglegt hernám.

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Jæja. Þar kom það. Hatari veifaði palestínska fánanum í beinni útsendingu á laugardaginn og allt varð vitlaust. Eða hvað? 

Það fór eflaust fram hjá fáum að umræðan í kringum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva var örlítið öðruvísi en áður hefur verið. Keppnin var haldin í Ísrael, ríki sem hefur í áratugi hernumið aðra þjóð, ítrekað brotið alþjóðalög og samþykktir, handtekur mörg hundruð börn og setur unglinga í herfangelsi. Afrekalistinn er óralangur.

Um þetta var meðal annars rætt þegar að Ísland ákvað að viðurkenna sjálfstæði Palestínu árið 2011. Síðan þá hefur ekki mikið vatn runnið til sjávar. Jú Íslendingar eru vissulega meðvitaðari um stöðu mála en víða annarstaðar, Reykjavíkurborg ákvað til að mynda að sniðganga ísraelska ríkið árið 2015 en hikstaði svo á loka metrunum og dró allt til baka.

Palestínumenn fengu því enn einu sinni staðfestingu á því að mannréttindabrot gegn þeim skipta minna máli en önnur. Ísland sat svo nýverið hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður benti á.

Sniðganga hrakti Júró úr Jerúsalem

Þegar hin ísraelska Neta Barzilai sigraði Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva tilkynnti hún skælbrosandi að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. Borginni sem Donald Trump, einn umdeildasti þjóðarleiðtogi okkar tíma hafði nýlokið við að eigna Ísraelsmönnum kampakátur, án þess að eiga neitt tilkall til hennar.

Þvert á vilja allra helstu stofnanna og þjóða heimsins sem upp til hópa telja borgina tilheyra báðum aðilum. Þar á meðal Ísland sem lítur á Austur-Jerúsalem sem hluta af palestínsku ríki. Þvert á vilja þeirra Palestínumanna sem þar búa. En ókei. Við Íslendingar ákváðum samt að taka þátt í keppni sem átti að halda þar í bæ. Engin pólitík í Eurovision.

Eftir mikla gagnrýni og háværa umræðu um að keppnin yrði sniðgengin í Jerúsalem tilkynntu sigurvegararnir að keppnin yrði ekki haldin í borginni helgu, heldur Tel Aviv. Vissulega ekki jafn umdeildri borg í alþjóðlegri umræðu, sem samt sem áður steinsnar frá hernumdum Vesturbakkanum í Palestínu þar sem um það bil sex hundruð börn eru handtekin á ári hverju af ísraelska hernum. Og einungis nokkra klukkustunda fjarlægð frá herkvínni á Gaza þar sem á þriðja hundruð mótmælendur voru skotnir til bana af ísraelska hernum í fyrra, þar á meðal Razan al-Najjar, óvopnaður sjúkraliði sem var að störfum við aðhlynningu þegar hún var myrt

„Einungis nokkra klukkustunda fjarlægð frá herkvínni á Gaza þar sem á þriðja hundruð mótmælendur voru skotnir til bana af ísraelska hernum í fyrra“

Og umræðan hélt áfram. Sumir voru vissir um að RÚV myndi ekki taka þátt. Það yrði engin stemning fyrir því að fara í glimmergallann þegar að stigið yrði á stokk í hálftíma fjarlægð frá hernumdum svæðum. Páll Óskar, Daði Freyr, Hildur og fleiri Eurovision kanónur sögðust aldrei spila í ríki með svo blóðugar hendur.

En þá birtist vinsæl íslensk hljómsveit fram á sjónarsviðið og var til í dansinn.  


Hatari sagði allan fjandann í viðtölum og virtist almennt séð vekja lukku landsmanna með óútreiknanlegum ummælum og andfélagslegum viðhorfum. Nú og svo var aðeins minnst á Palestínu. Og auðvitað urðu fjölmiðlar vitlausir, Hatari var hið fullkomna umfjöllunarefni. Lesendur gleyptu í sig gjörninginn og á sama tíma höfðu þeir sem voru með örlítið samviskubit huggað sig við það að bandið studdi Palestínu, án þess kannski að meðlimir þess færu ítarlega í sauma málsins.

Íslenskt band veit betur

Í einhverjum viðtölum í vetur voru hljómsveitarmeðlimir þó nokkuð gagnrýnir á ísraelska ríkið, sögðust skilja ákall Palestínumanna eftir sniðgöngu en töldu sig, íslenska hljómsveit sem aldrei hafði komið til Palestínu eða Ísrael, geta gert meira. Kváðust þeir vilja nýta dagskrárvaldið, sem þeir hafði verið afhent til þess að tala máli Palestínumanna

Þrátt fyrir þetta snerust flest viðtölin helst um hringavitleysu um hnignun heimsins og hrun kapítalisma. Sem eru auðvitað almennt séð ágætis umræðuefni í góðu kaffiboði, en eiga ekki heima í sömu andrá og umræða um mannréttindabaráttu Palestínumanna.

Orðræða Hataraliða afvegleiddi því algjörlega alla djúpstæða og raunverulega umræðu um hvort það sé siðferðislega rétt af Íslendingum, sem hafa tekið afstöðu með því að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, að keppa í Söngvakeppni í landi sem stundar ólöglegt hernám gegn fyrrnefndu ríki.

Áhugi á keppninni jókst

Athyglin sem beindist að Söngvakeppninni í Ísrael, sem Palestínumenn voru búnir að biðja skýrt um að yrði sniðgengin, jókst því töluvert með gjörningi íslenska hópsins. Fjölmiðlar kepptust við að fjalla um keppnina á hinni umdeildu grundu og óútreiknanlegu hljómsveitina sem ætlaði að leika þar fyrir dansi, eða einhverju öðru.

Í kjölfarið ákváðu stærstu fjölmiðlar landsins að senda útsendara til Ísraels, til þess að fylgjast með keppninni. Til að mynda ákvað minn fyrrum vinnustaður Fréttablaðið að senda tvo starfsmenn út til að fylgjast með teitinu og hinum óútreiknanlegu tónlistarmönnum á samfélagsmiðlum, en vert er að nefna að enginn blaðmaður var sendur á keppnina árið á undan. Stemningin var því meiri í ár en síðustu ár, á kostnað Palestínumanna og ástandsins þar.

„Þau sögðu hins vegar ekki neitt sem hefur ekki verið sagt þúsund sinnum áður“

Svo fór Hatari fór út og landsmenn fylgdust spennt með. Bandið fór af stað í viðtölum og sagði ýmislegt sem vakti athygli víða. Sem verður alls ekki tekið af þeim. En þau sögðu hins vegar ekki neitt sem hefur ekki verið sagt þúsund sinnum áður, meðal annars af þeim fjölda listamanna, vísindamanna, tónlistarmanna og annarra þekktra leikmanna (Pink Floyd, Lorde, Stehen Hawking t.d.) sem hafa kosið að sniðganga viðburði í Ísrael að ósk Palestínumanna.

Hljómsveitarmeðlimir skruppu þó í stuttar heimsóknir til Hebron og Betlehem, palestínskra borga á Vesturbakkanum og ræddu þær örstutt í viðtölum. Í frétt á RÚV er til að mynda vitnað í meðlim Hatara: „Ég held að við munum bera sigur úr býtum og þegar við gerum það mun kapítalisminn riða til falls.“ Ásamt því að minnast á að hópurinn hafi séð margt ótrúlegt.

Slík heimsókn minnir óneitanlegar á örstuttar eftirmiðdagsheimsóknir erlendra stjórnmálamanna og annarra áhrifavalda til Palestínu þar sem kíkt er í á helstu kennileiti og kannski, ef Palestínumenn eru heppnir, hlustað á nokkrar raunasögur. Palestína hefur nefnilega lengi verið hliðarskref frá Ísrael, eftirmiðdagskaffi þar sem stjórnmálamenn friða samviskuna og heyra „hina hliðina.“ Oft fylgja fögur loforð um frið og frelsi frá ólöglegu hernámi, en ekkert gerist.

Að halda á fána og halda ekki á fána

En víkjum okkur aftur að keppninni. Í aðdraganda hennar virtist umfjöllun fjölmiðla fremur snúast um það hvað meðlimir hljómsveitarinnar máttu, og máttu ekki, segja í viðtölum í stað raunverulegrar umfjöllunar um stöðu mála. Þá var rætt við búningahönnuði, foreldra Hatara-liða, um ferð hljómsveitarmeðlima á ströndina og að lokum rætt við stjórnmálafræðing, sem var nú þegar mættur á keppnina, um það hvað „strákarnir okkar“ gætu gert meira en sniðgönguhreyfing sem hefur verið í mótun í áratugi.

Margir biðu samt vongóðir eftir bombunni hvort bandið myndi kannski virkilega stíga til hliðar og segja á lokakvöldinu að þeir muni ekki spila fyrr en Palestína er frjáls. Kannski fara til Ramallah og halda tónleika þar í staðinn?

En nei. Það gerðist ekki. Hatara-liðar nýttu þó tækifærið þegar ljóst var að Ísland hefði ekki sigrað keppnina í ár og héldu á palestínska fánanum þegar myndavélinni var beint að þeim. En er eitthvað róttækt við að halda á fána sem þér hefur ekki verið réttur?

„Er eitthvað róttækt við að halda á fána sem þér hefur ekki verið réttur?“

Að mínu mati er að minnsta kosti ekkert sérstaklega róttækt að halda á fána í beinni útsendingu, í keppni sem eigandi fánans hefur ítrekað beðið þig um að sniðganga. Því þátttaka og vera þín þarna felur í sér visst samþykki, bæði á keppninni og ástandinu. Þeir Íslendingar sem horfðu á keppnina gátu hins vegar glaðst yfir aðgerðarsinnunum sem við höfðum sent í keppnina í ár og fengu þar með samviskulausa söngvakeppni með einni fánasveiflu.

Enginn heldur því fram að Palestínumenn séu á einni skoðun um málið. Ég ætla heldur ekki að halda því því fram að það hafi ekki yljað mörgum um hjartarætur að sjá palestínska fánann í beinni útsendingu. Fána sem er bannaður svo víða á sömu grundu. Og kannski sýnir það að fáninn hafi verið rifinn af hljómsveitinni kannski einhverjum þarna út hversu þrengt er að tilverurétti Palestínumanna.

Enda er Palestínumönnum bannað að flagga fánanum víðar en á sviði í söngvakeppninni og refsingin er töluvert harðari en Hatara-liða. En það er heldur kannski ekki fánasveiflan heldur aðdragandinn og það sem hljómsveitin og fylgifiskar gerðu ekki sem skiptir máli í þessu samhengi.

Hatari á heimleið

Nú er hljómsveitin á heimleið. Henni er annað hvort hampað sem hetjum á samfélagsmiðlum eða skömmuð fyrir að vera „of pólitísk.“

Ég get ekki annað en litið á leikþátt Hatara sem ekkert annað en enn eina tilrauninina til þess að taka fram fyrir hendur Palestínumanna og velja hvenær og hvernig þau mega og eiga að mótmæla. Enginn Palestínumaður óskaði eftir því að íslensk hljómsveit myndi ferðast til Ísrael og veifaði fána þar. Það voru hins vegar fjölmargir sem höfðu samband við hljómsveitina og hvöttu hana til þess að keppa ekki, fyrst hún kvaðst styðja frjálsa Palestínu.

Forréttindi að fara heim

Það er mikilvægt fyrir alla sem ferðast til Palestínu til þess að sýna heimafólki samstöðu að átta sig á því að við förum heim. Það eru okkar forréttindi. Við getum farið aftur heim og haldið okkar lífi áfram án þess að vera föst í herkví á Gaza eða hernámi Vesturbakkans. Þar af leiðandi er mikilvægt að allt sem við gerum í samstöðuvinnu okkar (solidarity work) endurspeglist af vilja Palestínumanna.

Að mínu mati endurspeglast gjörningur Hatara í Ísrael, því hann var jú í Ísrael, ekki af þeirri hugmyndafræði. Það þýðir samt ekki að við getum ekki lært af þessu og haldið áfram. Umræðan er heit og eyrun eru opin, eða það vil ég að minnsta kosti vona. Ég ætla samt sem áður ekki að taka þátt í að hampa íslenskri hljómsveit fyrir að veifa palestínska fánanum á sviði, í keppni sem hún var ítrekað beðin um að taka ekki þátt í.

Það mikilvægsta fyrir Hatara er líka eftir. Að halda áfram að tala um Palestínu. Að tala um hernámið, um aðskilnaðarmúrinn, landtökubyggðirnar, barnahandtökurnar og mannréttindabrotin. Að ferðast til Palestínu á eigin forsendum, kynnast fólkinu, heyra sögurnar og flytja þær yfir hafið.

Ég hvet því Hatara innilega til þess að sýna að ykkur var alvara með þessari baráttu, sem er að lokum mikilvægt að muna að er ekki okkar barátta. Þetta er barátta Palestínumanna og það er ekki okkar að eigna okkur hana.

Höfundur er varaformaður Félagsins Ísland Palestína og hefur meðal annars starfað með samtökunum International Women’s Peace Service og International Solidarity Movement í Palestínu árið 2013, 2014 og 2017.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Nýtt á Stundinni

Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Adorno-Fimmtíu ára ártíð

·