Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Margrét Sölvadóttir

Nefndin hennar Katrínar

Forsætisráðherra veldur eldri borgurum vonbrigðum

Margrét Sölvadóttir

Forsætisráðherra veldur eldri borgurum vonbrigðum

Nefndin hennar Katrínar
Ekki er nóg gert Margrét Sölvadóttir er ekki ánægð með frammistöðu Katrínar Jakombsdóttur í málefnum eldri borgara.  Mynd: Shutterstock

Í upphafi forsætisráðherratíðar Katrínar Jakobsdóttur setti hún á fót nefnd í velferðaráði sem skoða ætti hvernig bæta mætti hag aldraðra. Eldri borgarar vonuðust eftir því að ellilífeyrir yrði hækkaður og skerðingar afnumdar, enda væri það í takt við stefnu Vinstri grænna og kosningaloforð. Þetta var áður en Katrín varð fyrir því óláni að fá fundarhamar Valhallar í höfuðið, eða varð hún fyrir dáleiðslu frá foringjanum? Það var öllum ljóst er sáu Katrínu í Kastljósþætti á RÚV að það sem hún sagði var eins og talað út úr munni Bjarna Ben. Maður sá hann fyrir sér sitjandi með hana í fanginu eins og búktalari sem situr með dúkku og stýrir vörum hennar og svörum.

Nefnd þessi sem Katrín setti á stofn átti að finna leiðir til bæta og lagfæra stöðu aldraðra. Þeir sem fengu sæti í nefndinni voru meðal annars forysta Landsambands eldri borgara. Eldri borgarar hafa lengi kvartað yfir aumum kjörum og engan skyldi undra þar sem ellilífeyrir var 238.000 krónur en var hækkaður í 248.105 krónur á mánuði í janúar síðastliðnum, fyrir skatt og skerðingar. Að auki hafði ríkisstjórnin bætt í fyrir þá sem búa einir 62.000 krónum rúmum. Bjarni Ben hefur stært sig mikið af þessu og margendurtekið í sjónvarpsviðtölum að búið sé að hækka ellilífeyrir í 300.000 krónur en tekur aldrei fram að hér er aðeins um að ræða fá prósent þeirra sem búa einir.

Hvað kom út úr vinnunni?

Vinnan við nefndina var svo mikil að ekki gat hún skilað af sér fyrr en tveimur mánuðum eftir áætlun. Og útkoman? Já, hvað kom út úr þessari miklu vinnu? Samkvæmt Bjarna Ben og Katrínu var farið nákvæmlega eftir því sem Landssamband eldri borgara lögðu til að nauðsynlegt væri að gera strax og það væri að hjálpa þeim verst settu, þeim sem ekkert reyndust eiga. Og hvernig var það fundið út? Jú, með hjálp Hagstofunnar og skattstjóra. Þetta reyndust vera um 3.000 manns og 8 prósent eru útlendingar. Þá spyr maður sig: „Hvar býr þetta fólk? Er það á leigumarkaðinum? Hvernig hefur það efni á því að leigja? Það eru margir eldri borgarar sem gjarnan vildu búa einir og sér og ekki hjá fjölskyldum eða vinum en geta ekki verið á leigumarkaðinum vegna þess að ellilífeyririnn nægir ekki til að gera hvoru tveggja, leigja og lifa. Er þessi hópur með í þessu 3.000 manna úrtaki sem ekkert á? Eða er hann það ekki vegna þess að hann býr ekki einn en hefur „húsaskjól“ og fær þess vegna ekki heldur viðbættar 62.000 krónur í heimilisuppbót.

„Þetta var áður en Katrín varð fyrir því óláni að fá fundarhamar Valhallar í höfuðið, eða varð hún fyrir dáleiðslu frá foringjanum?“

Það hlýtur hver manneskja að sjá þetta óréttlæti. Þessi regla var hugsuð þannig að ódýrara væri fyrir hjón að halda heimili en fyrir einstakling. Einstaklingar sem búa hjá fjölskyldum sínum eru ekki í sambúð með þeim og eru því ennþá einstaklingar. Ríkisstjórnin notar sér þessa óréttlátu reglugerð, til þess eins að koma sér hjá því að greiða sanngjörn laun til allra í stað þess að sniðganga þann hóp eldri borgara sem býr innan veggja fjölskyldu eða vina, ekki vegna þess að einstaklingurinn vilji það endilega, heldur er það eina lausnin á vandanum þegar tekjurnar nægja ekki til að halda úti heimili.

Hvar býr þetta fólk?

En hvar býr það fólk sem er í úrtakinu hjá nefnd velferðaráðs? Ekki er það á götunni, svo mikið er víst, því þá væru fréttir af dauðsföllum þeirra í fjölmiðlum. Aldraðir eru kulsæknir og tíðin hefur ekki verið góð. Og svo væri gaman að vita hvað á að greiða þeim í aukagreiðslu? Aðferðin til að finna þennan 3.000 manna hóp er að mínum dómi alröng því þeir sem búa hjá öðrum en mökum eru jafn eignalausir þó regluverk ríkisstjórnarinnar feli þá.

„Á Íslandi búa tvær þjóðir í dag“

Á Íslandi búa tvær þjóðir í dag. Bjarni Ben sér í hyllingum draumalandið sitt, þar sem er svo gott að búa því efnahagur er svo góður og bæði þeir ríku og millistéttin hafa það svo gott. Það er meira að segja hægt að leggja fyrir í sparibauk og stofna sjóð. Það er bara þetta bölvað vesen á þessari láglaunastétt. Hún er alltaf að væla og skilur bara ekki hvað hún hefur það gott. Bjarni er sífellt að skoða það á vef Alþingis hvað lægsti hópurinn hefur hækkað mest svo ég birti listann hér:

Listinn sýnir skiptinguna og þá kemur í ljós að þó hækkunin hafi verið í mest hjá fyrstu tíund í prósentum er krónuhækkunin skammarleg  eða 54.853 krónu og ennþá er ekki náð þeim 300.000 króna launum á mánuði sem Bjarni Ben og félagar hans í ríkisstjórn klifa sífellt á. Athuga skal að þetta eru tölur fyrir skatt og skerðingar. Svo samkvæmt Bjarna Ben hafa þeir sem hafa 272.116 krónur í laun fyrir skatt og greiða svo 44.072 krónur í skatt svo að endingu er eftir 228.116 krónur. Já, þeir hafa mesta hækkun fengið í prósentum talið en að þeir hafi mestan kaupmátt er rangt eins og má sjá. Margt hefur hækkað og fáeinar krónur í viðbótarlaun dekka ekki þessar hækkanir.

Misskipting frá fæðingu

„Svo hvernig stendur á því að þetta fólk sem hefur fengið þessa miklu hækkun launa er sífellt að væla um meiri peninga og vill jafnvel ekki greiða skatta? Að minnsta kosti lægri skatta en við hin?“ Já, þannig ímynda ég mér að Bjarni Ben hugsi, því svipurinn á honum er svo tómur að bersýnilega skilur hann þetta ekki.

„Það er skiljanlegt að sá sem aldrei hefur skort neitt skilji ekki fátækt“

Það er sagt að allir fæðist jafnir. Við erum að vísu öll jafn nakin við fæðingu en það er ekki satt að við fæðumst jöfn. Þeir sem fæðast inní veröld þar sem ekkert skortir, byrja lífið ekki jafnfætis þeim sem fæðist í veröld skorts á lífsins brauði og nauðsynjum og verða alla tíð að hafa mikið fyrir lífinu, til dæmis því að mennta sig.

Það er skiljanlegt að sá sem aldrei hefur skort neitt skilji ekki fátækt og það vantar skóla fyrir þá, Skóla lífsins og gera það að skyldunámi. Það er auðvelt að verða ríkur ef þú hefur aðgang að ríkisbönkum og að ríkiskassanum, sjóðinum sem þjóðin á en þeir sem að honum komast virðast halda að þeir eigi.

Ég lýsi vonbrigðum mínum með þá ungu konu sem kom sér til metorða og í stól forsætisráðherra en skortir svo einbeitingu, kjark og þor til að vinna að þeim málum sem ég er viss um að enn blunda í hjarta hennar, því hún er vatnsberi og mannúð er þeirra ríkasti eiginleiki.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
2

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
3

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
6

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest deilt

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
1

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
5

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
6

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·

Nýtt á Stundinni

Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Adorno-Fimmtíu ára ártíð

·