Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Stundin #90
Mars 2019
#90 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 5. apríl.

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

Hefur þú verið að beita sjálfa(n) þig ofbeldi?

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Hefur þú verið að beita sjálfa(n) þig ofbeldi?

Að vera sáttur í eigin skinni

Þú, lesandi góður, gætir hafa lesið fyrirsögnina og hugsað: „Æi nei, ekki enn einn pistillinn eftir enn eina konuna sem hefur fundið sjálfa sig og hljómar því eins og sjálfshjálparbók.“ Nei, ég ætla ekki að selja þér töfralausnina að betra lífi. Sannleikurinn er sá að í mörg ár hafði ég verið ótrúlega vond við sjálfa mig og rifið sjálfa mig stanslaust niður. Fyrir nokkrum mánuðum opnuðust augu mín fyrir þessari staðreynd og ég ákvað að samþykkja sjálfa mig eins og ég er með þá von í brjósti að það leiði til aukinnar sjálfsástar. Nei, ég ætla ekki að selja neina töfralausn. Heldur ætla ég, lesandi góður, að segja þér frá augnablikinu þar sem augu mín opnuðust fyrir því að ég væri harðstjórinn í lífi mínu.

„Nei, ég ætla ekki að selja þér töfralausnina að betra lífi“

En byrjum á byrjuninni.

Ég hef alltaf verið þéttvaxin enda finnst mér gott að borða. Oftar en ekki lofaði ég sjálfri mér að ég skyldi taka mig á í mataræðinu á nýju ári, í nýjum mánuði eða næsta mánudag. Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt við sjálfa mig að á mánudaginn myndi ég byrja að borða hollt. Ef ég hefði fengið pening fyrir hvert skipti væri ég áskrifandi að ferðum til Teneríf! Svo kom mánudagur þar sem ég stóð mig ágætlega, þá þriðjudagur en á miðvikudegi var ég mætt í bakaríið, búin gleyma öllum loforðum um hollari lífshætti. Á meðan samlokan rann ljúflega niður lofaði ég sjálfri mér auðvitað að eftir helgina skyldi ég svo sannarlega taka mig á, af því að þessi vika var farin í vaskinn hvort eð er.

Stundum tókst mér að taka til í mataræðinu og koma mér á  gott skrið í líkamsrækt. Með hjálp einkaþjálfara, því ég hefði aldrei enst heilan mánuð ein í líkamsræktarsalnum. Bæði er ég alltof góð við sjálfa mig og svo hefði ég örugglega reynt að gleypa allan heiminn fyrstu vikuna. Hefði lyft of þungu eða reynt að hlaupa tvo kílómetra í fyrstu tilraun. Slíkar æfingar geta aldrei endað öðruvísi en illa.

Var ótrúlega vond við sjálfa mig

Eftir því sem ég komst í betra form var ég viss um að hér eftir yrði ég fastagestur á líkamsræktarstöðvum borgarinnar en allt kom fyrir ekki. Allt fór í sama farið aftur og ég gaf mig brauðinu og óhollu mataræði á vald. Ástandið versnaði stöðugt og ég þyngdist og þyngdist.

Auk þess var ég mjög dugleg við að gera lítið úr sjálfri mér. Ekkert sem ég gerði var nógu gott. Ef ég borðaði of mikið þá var ég aumingi sem hafði enga sjálfsstjórn. Á morgun ætlaði ég svo sannarlega að byrja að borða hollt og hreyfa mig. Og ég gæti alveg misst tuttugu kíló á þremur mánuðum eins og fólkið sem ég las um á internetinu. Ef ég leit í spegil sá ég sjálfa mig sem skrímsli í yfirvigt sem þyrfti aldeilis að taka sig á enda fannst mér spegilmyndin minna meira á hval en eitthvað annað.

Með öðrum orðum, ég var alveg ótrúlega vond við sjálfa mig. Það var alveg sama á hverju gekk í lífi mínu, ég gat ekki verið góð við sjálfa mig og staðið með mér. Ef eitthvað var að þá var ég aumingi sem gat ekki hrist hlutina af sér.

Ég gæti allt eins verið að lýsa ofbeldissambandi.

Hefði mætt með skilnaðarpappírana fyrir löngu

Svo komst ég á Reykjalund. Dásamlegur staður sem ég fullyrði að hafi breytt lífi mínu. Ég komst að á offitusviði þar sem ég lærði nýja nálgun á samband mitt við mat. Eitthvað sem ég vona að eigi eftir að nýtast mér eitthvað áfram.

„Ef ég hefði verið gift sjálfri mér hefði ég fyrir löngu verið mætt með skilnaðarpappírana

Á Reykjalundi fengum við fræðslu um ýmislegt sem tengist breyttum lífsstíl, svo sem millibita, hreyfingu, næringu og svengdarvitund. Í hugtakinu svengdarvitund felst að borða í núvitund en rannsóknir hafa sýnt að þeir sem tileinka sér svengdarvitund finna fyrir minni löngun í sætindi og eru í betri tengslum við sína svengdartilfinningu og seddu.

Svo var það fyrirlesturinn sem breytti öllu.

Ég man ekki hver hélt fyrirlesturinn en mig minnir að viðkomandi sé félagsráðgjafi. Allt í einu heyrði ég þessa gullnu setningu: „Viljið þið gera það fyrir mig að hætta að skamma ykkur fyrir alla skapaða hluti!“ Í framhaldinu spurði viðkomandi okkur hvort að ef við værum í hjónabandi með okkur sjálfum, hvort það hjónaband myndi endast. Flest okkar svöruðu í einum kór: Nei. Félagsráðgjafinn hélt áfram og sagði að fólk ætti það til að beita sig sjálft hreinræktuðu ofbeldi.

Á sama augnabliki kviknaði hjá mér ljós. Þetta var svona Aha!-augnablik. Eins og mér hefði tekist að ráða stórkostlega ráðgátu. Ég hafði verið að beita sjálfa mig ofbeldi í mörg ár. Ef ég hefði verið gift sjálfri mér hefði ég fyrir löngu verið mætt með skilnaðarpappírana og leyft mínum fyrrverandi að hirða búslóðina!

En ég get ekki skilið við sjálfa mig. Aðeins tekið sjálfa mig í sátt. Verið mín besta vinkona. Staðið með sjálfri mér. Því stundum hef ég ekki einu sinni getað staðið með sjálfri mér þegar ég hef mest þurft á því að halda.

Ég hafði svo sem heyrt þetta allt saman þúsund sinnum en á þessu augnabliki var eins og ég sæi ljósið. Fyrsta skrefið til að byrja að elska sjálfa mig væri að taka sjálfa mig í sátt. Og til að taka sjálfa mig í sátt þurfti ég að hætta að vera svona vond við sjálfa mig. Það yrði hægara sagt en gert, enda ekki auðvelt að kenna gömlum hundi að sitja.

Ég vona að mér takist það.

Það eru fjórir mánuðir síðan ég var á Reykjalundi og lífið er orðið mun léttara. Vissulega hef ég misst eitthvað af minni fyrri líkamsþyngd en það er ekki það mikilvægasta. Mikilvægast er að ég get nú horft sátt í spegilinn, í stað þess að sjá skrímsli. Þrátt fyrir öll mín aukakíló og þá staðreynd að ég sit í hjólastól, þá er ég sátt við sjálfa mig.

Ég er sátt í eigin skinni. Ég bjóst aldrei við því að verða sátt í eigin skinni. En það hefur tekist! Það er stærsti sigurinn.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
2

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
3

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
6

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
2

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
3

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
6

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Nýtt á Stundinni

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

·
Píkutorfan

Píkutorfan

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Sögðu Braga hafa „tekið upp tólið og skipað fyrir um aðgerðir“

Sögðu Braga hafa „tekið upp tólið og skipað fyrir um aðgerðir“

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·
Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

·