Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

Tveir Norð­menn sátu í fang­elsi í átta ár fyr­ir morð í Kongó, en enn eru ekki öll kurl kom­in til graf­ar. Mað­ur­inn sem réð þá til að berj­ast við sjó­ræn­ingja býr nú á Ís­landi.

Síðasta haust kom kvikmyndin Mordene i Kongo út, sem segir sögu tveggja Norðmanna sem árið 2009 fengu samanlagt níu líflátsdóma fyrir að hafa drepið mann í Kongó. Stórleikarinn Aksel Hennie leikur annan þeirra og lét fjarlægja úr sér tennur, fékk sér botox og missti 15 kíló til að leika fangann. Myndin kostaði um 700 milljónir íslenskra króna í framleiðslu en ekki eru allir á eitt sáttir við afraksturinn. Myndin hefur fengið misjafna dóma, handritshöfundurinn hætti í miðjum klíðum og hótanir voru uppi um lögsókn. En hvað var það eiginlega sem gerðist í Kongó fyrir rétt tæpum tíu árum?

Sjálfir sögðust mennirnir tveir einungis hafa verið í skemmtiferð í landinu og að ókunnugir menn hafi skotið bílstjórann þeirra, Abedi Kasongo, á meðan þeir migu í vegarkantinum. Tveir aðrir farþegar í bílnum segja hins vegar að þeir hafi sjálfir myrt bílstjórann. Kasongo lét eftir sig ekkju og sex börn og í fyrstu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu