Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fékk áfall þegar keyrt var á hana á leið í skólann

Hanyie Maleki varð fyr­ir bíl á Hring­braut­inni í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur á leið­inni í skól­ann fyrr í mán­uð­in­um. Hún seg­ir líf­ið hafa ver­ið ótrú­lega gott síð­ustu mán­uði eft­ir að hún og fað­ir henn­ar fengu hæli hér á landi.

Að morgni 9. janúar síðastliðinn var ekið á stúlku sem var á leið yfir Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur, á leið sinni í Hagaskóla. Fyrstu fréttir af slysinu voru nokkuð óljósar, stúlkan var flutt á slysadeild með sjúkrabíl til skoðunar en það tekið fram að talið væri að hún væri ekki mikið slösuð. Í kjölfarið sköpuðust mjög harðar umræður hjá íbúum í Vesturbæ um umferðaröryggi við Hringbraut, sem meðal annars ollu því að tekin var upp gangbrautarvarsla á gönguljósunum sem stúlkan var á leið yfir.

Myndband og klipping: Davíð Þór

En litlar fréttir bárust af líðan stúlkunnar sem keyrt var á og segja má að hún hafi kannski gleymst í kjölfarið. Sem betur fer slasaðist hún þó ekki alvarlega. Stúlkan sem um ræðir heitir Hanyie Maleki og hefur hún verið í kastljósi fjölmiðla áður. Hún kom til Íslands ásamt föður sínum, Abrahim Maleki, í desember 2016 eftir að hafa lagt að baki hættulega og erfiða ferð þar sem þau flúðu frá Íran og til Evrópu í gegnum Tyrkland. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu