Jökull Sólberg fjallar með gagnrýnum hætti um fyrirhugaðan Þjóðarsjóð og leggur til að frekar sé lögð áhersla á fjárfestingu í samfélagslegum verkefnum.
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
14
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
3
Fréttir
37235
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirSamherjaskjölin
58306
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6106
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
6
Þrautir10 af öllu tagi
2757
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Er sjóðssöfnun mikilvægari eða æskilegri heldur en fjárfesting í samfélagslegum verkefnum?Mynd: Pressphotos
Hugmyndir fjármála- og efnahagsráðherra um Þjóðarsjóð hafa verið lagðar fram þar sem útfærslunni er loks gerð þannig skil að tímabært er að ræða kosti og galla hennar.
Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta fjármuni sem ríkissjóður leggur honum til í samræmi við lög þessi. Fjármunir þessir verða nýttir til að bæta ríkissjóði verulegt fjárhagstjón sem kann að verða við aðstæður sem tilgreindar eru í II. kafla. — 594/434 stjórnarfrumvarp
Fjárlagaárið 2020 yrði það fyrsta sem greitt er í Þjóðarsjóð. Framlög til sjóðsins samsvara þeim tekjum sem ríkissjóður hefur haft af „arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkisins frá orkufyrirtækjum á næstliðnu ári“. Á ársgrundvelli eru framlögin metin undir 0,5% af VLF. Það má því gera ráð fyrir að það taki um 20 til 30 ár að fullfjármagna sjóðinn – þ.e.a.s. ef engin efnahagsleg skakkaföll eiga sér stað á þessum tíma sem myndu þá ganga á forða sjóðsins og krefjast frekari uppbyggingar í kjölfarið.
Þjóðarsjóður mun aðeins hafa heimildir til að fjárfesta í erlendum eignum. Þetta er lykilatriði í útfærslunni: ríkissjóður fjármagnar kaup á gjaldeyri sem sjóðurinn notar svo til fjárfestinga — framkvæmd sem veikir krónu — og þegar gengið er á Þjóðarsjóð veldur það því að erlendar skuldir eru greiddar sem annars væru greiddar með rýrðum gjaldeyrisforða Seðlabanka eða að innlend eftirspurn er aukin sem krefst sölu gjaldeyris. Með öðrum orðum, sjóðurinn hefur áhrif á gengi krónunnar: fyrst til veikingar í uppbyggingu og svo til styrkingar við notkun.
Greiðslur úr sjóðnum mega aðeins nema helmingshlut eigna hverju sinni. Stjórn sjóðsins vinnur eftir reglum til að meta hvort um alvarleg efnahagsleg skakkaföll sé að ræða og þá hvort að ríkinu verði veittur aðgang að sjóðnum.
Lítum til helstu hagstærða fyrir stærðarsamhengi frumvarpsins. Landsframleiðsla 2017 var 2.615 ma.kr. Í lok nóvember 2018 nam gjaldeyrisforði Seðlabankans 770 ma.kr. ($6,3 ma.) eða 29% af vergri landsframleiðslu ársins 2017. Fullfjármagnaður Þjóðarsjóður (10% af VLF) væri um 260 ma.kr. Þetta þýðir að gjaldeyrisforði Seðlabankans er nú þegar í dag um þrefalt stærri en fullfjármagnaður Þjóðarsjóður, sé miðað við árið 2017. Lán frá AGS eftir hrun námu 250 ma.kr. og lán frá Norðurlöndum, Færeyjum og Póllandi námu 304 ma.kr. en í báðum tilfellum var það Seðlabankinn sem var lántaki.
Stöðugleiki hefur ótvíræð jákvæð áhrif á efnahag og það er verðugt verkefni að styrkja þau stjórntæki sem tryggja stöðugt verðlag, atvinnustig, kaupgetu og almennan efnahagsstöðugleika. Viðskiptahættir dafna við aðstæður þar sem hægt er að gera ráð fyrir minni gengissveiflum, traust í milliríkjaviðskiptum eykst og rekstur snýst að mestu leiti um vöruþróun, nýsköpun og daglegan rekstur en ekki dýrar tryggingar gagnvart snörpum gengissveiflum. Undirritaður þekkir það af eigin reynslu að reka hugbúnaðarþróun með íslensku vinnuafli og hafa tekjur í öðrum gjaldeyri. Það er til mikils að vinna fyrir litla þjóð sem rekur eigin mynt í opnu hagkerfi. Enn fremur getur það verið varasamt að bera okkur saman við stærri þjóðir þegar kemur að hlutfallsstærðum þeirra tóla sem er ætlað að tryggja stöðugleika. Smærri þjóðir þurfa kannski virkara eftirlit og öflugri varúðartæki.
Seðlabanki Íslands er sú stofnun sem hefur verið falið að stuðla að stöðugu verðlagi. Stöðugleiki til skamms tíma felst í að tryggja verðlag þar sem framboð á lánsfé annars vegar og gjaldeyrismarkaðir hins vegar spila lykilhlutverk. Í tilfelli gjaldeyris setur Seðlabankinn sér stefnu og byggir upp forða í erlendri mynt til að geta svo dregið úr gengissveiflum í gjaldeyrisviðskiptum. Virk þátttaka Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði er einnig talin draga úr áhuga spákaupmanna á skortstöðu (e. short position) og öðrum árásum gegn krónu einfaldlega vegna bolmagns og trúverðugleika Seðlabankans.
Það er þó full ástæða til að endurskoða og velta upp umræðu hvort Seðlabanki Íslands sé — þrátt fyrir bolmagn og virka hagstjórn — í stakk búinn til að tryggja stöðugleika og hvort tólin sem hann ræður yfir séu nægilega víðtæk, fjölbreytt og öflug — svo ekki sé minnst á hvort þessum tólum sé yfirleitt beitt rétt og hvort bankanum hafi verið tryggt nægilegt sjálfstæði, sérfræðiþekking og fjárveitingar til að fylgjast með fjármálaumhverfi sem er jafn kvikt og raun ber vitni.
Fleiri þjóðir reka stóra fjárfestingarsjóði. Þjóðarsjóður mundi sverja sig í ætt við slíka sjóði (e. sovereign wealth fund), t.d. olíusjóð Norðmanna (n. Statens pensjonsfond utland) sem er stærsti þjóðarsjóður í heimi. Sá sjóður skilaði 4% ávöxtun (eftir stjórnendagreiðslur og verðbólgu) árið 2018, en ríkið áskilur sér allt að 3% tekjur frá sjóðinum, þó eigi hærri en vextir sjóðsins voru það árið. Hugmyndafræði sjóðsins er að „breyta“ ágóða olíunnar, sem er takmörkuð auðlind, í sjóð sem getur skilað ávöxtun til komandi kynslóða og þannig bæði dreift gæðunum til fleiri kynslóða en einnig aukið heildarverðmætin.
Forsendurnar og hugsunin sem liggja að baki þjóðarsjóðum verðskulda nánari athugun og gagnrýni. Ríkið ræður yfir fjármunum sem það getur annaðhvort notað í samfélagsverkefni eða lagt til hliðar til að ávaxta og/eða eiga til betri tíma. Forsendan er að samfélagsverkefnin til skamms tíma séu ekki eins mikilvæg til lengri tíma og sjóðssöfnun. Ógerningur er að bera beint saman annars vegar ávöxtun af erlendum skuldabréfum og hins vegar ábatann af samfélagsverkefnum sem væri hægt að ráðast í fyrir sömu fjármuni.
Norðmenn hafa kosið að dreifa ágóðanum af olíusölu inn í framtíðina til fleiri kynslóða. Þessi stefna hljómar skynsamlega en í rauninni er þetta viðurkenning á því að Wall Street fái betri vexti en fjárfesting í nýjum samfélagsverkefnum. Hverskonar nýting á fjármunum, fyrir utan sparnað, skilar hærri ávöxtun en þau 4% sem Norðmenn hafa tryggt sér? Atvinnuvegir og iðnaðarstefna er það sem tryggir okkur samkeppnishæfni á alþjóðagrundu. Að byggja atvinnuvegi á hugviti og rannsóknum er gjöful stefna. Að tryggja jöfnuð og lífsgæði gefur fleirum svigrúm til að taka þátt í þeirri vegferð. Sú ávöxtun er erfitt að mæla í prósentum, en hún er eflaust öflugri og nýtist heimsbyggðinni allri.
Ef ríkissjóður fær miklar óvæntar greiðslur (e. windfall revenue) má færa rök fyrir því að verðlag kunni að hækka sé þeim tekjum veitt beint í stór verkefni — hagkerfið býður þá ekki upp á nægilega mörg gjöful tækifæri á skömmum tíma. Ef ríkið treystir sér til að færa rök fyrir því að stór verkefni séu áhættunnar virði og skili sér í gjaldeyristekjum í framtíðinni má færa fyrir því rök að um verðug og metnaðarfull verkefni sé að ræða. Uppbygging orkubúskapar og lán fyrir togurum eru dæmi úr Íslandssögunni sem má líta til. Ef verðug verkefni eru af skornum skammti er skynsamlegast að leyfa fjármálamörkuðum að ávaxta fjármuni. Þjóðarsjóður hefur meiri bindingu en gjaldeyrisforðinn og ávöxtun eftir því.
Efasemdir mínar um gildi og tilhögun Þjóðarsjóðs eru tvíþættar.
Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hver eðlismunurinn er á gjaldeyrisforða Seðlabankans annarsvegar og kaupum ríkissjóðs á erlendum verðbréfum hinsvegar þegar litið er til stöðugleikamarkmiða. Munurinn birtist aðallega í bindingu fjármagns, viðmiðum um söfnun, aðstæðum fyrir notkun og lægri ávöxtun gjaldeyrisforða sem þarf að vera til taks með stuttum fyrirvara. Markmið forðans og sjóðsins eru í grófum dráttum þau sömu: aukinn stöðugleiki. Fjármögnun Þjóðarsjóðs er aftur á móti hluti af fjárlögum hvers árs. Er þörf fyrir að ríkissjóður beiti sér með sama hætti fyrir sama verkefni og Seðlabankinn er ábyrgur fyrir í dag?
Í öðru lagi er skautað framhjá virkni sjálfvirkra jafnara í efnahagskreppum. Ef markmiðið er að mýkja stóra skelli, kerfishrun og mikla rýringu á kaupmætti, þá er mun betra að reiða sig á fjárlagahalla sem átti stóran þátt í aðlögun í kjölfar Fjármálakreppunnar 2008: -12% jöfnuður árið 2008 og -8% árið 2009 (sjá mynd). Greiðslugeta úr fullum Þjóðarsjóði nemur aðeins 17% af stærð gjaldeyrisforðans í dag, en geta ríkissjóðs er enn meiri þar sem hallarekstur er alltaf möguleiki hjá ríkissjóði sem gefur út eigin mynt.
Fjárhagsjöfnuður ríkissjóðs
„Aðhald“ í ríkisfjármálum var víðs fjarri þegar sjálfvirkir jafnarar fóru að hafa áhrif á jöfnuð ríkissjóðs. Í dag er „aðhaldið“ einkennandi fyrir ríkisfjármál þó að erlendar skuldir hafi lækkað, gjaldeyrisforði vaxið og kaupmáttur aukist. Stefnt er að því að skila drjúgum afgangi á hverju ári. Árið 2017 var afgangur af ríkissjóði 0,5% af vergri landsframleiðslu en sá afgangur leiddi til þess að um 13 ma.kr. voru færðir frá einkageira til ríkisins — í hagkerfi sem stækkaði 3,6%. Gagnrýni á sveltistefnu (e. austerity) er þó út fyrir efnistök þessarar greinar.
Beitum ríkissjóði til uppbyggingar og metnaðarfullra samfélagsverkefna. Veitum fjármunum í samfélagsverkefni og nýja atvinnuvegi sem tryggja lífsgæði framtíðarkynslóða, t.a.m. með rannsóknum ýmiss konar og eflingu græns iðnaðarklasa sem getur átt þátt í að forða okkur frá þeirri vá sem er mun alvarlegri en annað fjármálahrun. Það er með fjölbreyttari efnahag og stórhug sem við komumst helst hjá efnahagshruni. Setjum markið hærra en sjóðsstjórar á Wall Street.
Höfundur er stofnandi fyrirtækisins Takumi.
Deila
stundin.is/FCIo
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirSamherjaskjölin
35344
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
14
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
3
Fréttir
37235
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirSamherjaskjölin
58306
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6106
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
6
Þrautir10 af öllu tagi
2757
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
35344
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
FréttirSamherjaskjölin
58306
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
3
Fréttir
37235
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirCovid-19
8142
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6106
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
7
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
2673
Ekki eða mjög ólíklega tengsl milli bólusetninga og dauðsfalla - Þó ekki hægt að útiloka eitt tilvik
Í fjórum tilvikum af fimm þar sem tilkynnt var um alvarleg atvik, andlát og veikindi, eftir bólusetningar við Covid-19 var ekki eða mjög ólíklega um orsakasamband að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl en þó talið líklegra að andlát einstaklings hafi átt sér skýringar í undirliggjandi ástandi hans.
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
51562
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
7295
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
Fréttir
25131
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
4
Pistill
29361
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
5
Pistill
39350
Þorvaldur Gylfason
Bankasýslan brennir af
Annað er eiginlega ekki hægt eins og ástatt er svo við byrjum á Trump þótt þessi grein fjalli um annað mál sem er að mestu – en þó ekki öllu – leyti óskylt honum.
6
Fréttir
167422
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
7
FréttirDauðans óvissa eykst
634
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.204
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
FréttirCovid-19
1971.582
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
51562
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
227
Tveir plús tveir eru fimm
Í svona árferði leggjast auðvitað nokkrar Lundabúðir á Laugaveginum á hliðina, en það kemur líka auðvitað eitthvað annað í staðinn - eins á og Laugavegi 48. Á föstudaginn opnaði þar nýtt gallerí, MUTT Gallery, með stórgóðri sýningu Úlfs Karlssonar (mynd) sem ber heitið: 2+2 = 5. Miðbærinn okkar er alltaf að breytast, er bestur þegar þar verður til áhugaverð blanda af menningu, veitingastöðum og fjölbreyttum verslunum sem gerir miðbæinn bæði lifandi og áhugaverðan fyrir gesti og gangandi.
Fréttir
117
Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Tæplega tugur slíkra mála er á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Líklegt er talið að um fáa fullorðna einstaklinga sé að ræða og líklega ekki mikið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegðun á netinu verulega að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.
FréttirCovid-19
129
Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Rögnvaldur Ólafsson lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir skýrt að heimild sé til þess að ferðalangar megi dvelja eina nótt nálægt Keflavíkurflugvelli áður en þeir halda á dvalarstað í sóttkví.
FréttirCovid-19
8142
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
Þrautir10 af öllu tagi
2651
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Mynd dagsins
2
Fuglar, jólatré, gamalt skrifborð, plast og síðan olía
Á Álfsnesi voru urðuð hvorki meira né minna en 103 þúsund tonn af sorpi á síðasta ári, að sögn Arnórs Gunnarssonar hjá Sorpu. Innan um stórvirkar vinnuvélar voru hundruð fugla að finna sér æti í morgun, áður en mokað var yfir úrganginn. Næsta stóra verkefni Sorpu er að hefja þróunarstarf með PVD ehf. og í sameiningu ætla fyrirtækin að vinna olíu úr öllu því plasti sem berst í flokkunarstöð fyrirtækisins í Gufunesi. „Það að nýta plast í olíuframleiðslu gerir Sorpu kleift að endurnýta allt það plast sem áður hefur farið í brennslu erlendis."
FréttirSamherjaskjölin
35344
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
Fréttir
37236
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
2673
Ekki eða mjög ólíklega tengsl milli bólusetninga og dauðsfalla - Þó ekki hægt að útiloka eitt tilvik
Í fjórum tilvikum af fimm þar sem tilkynnt var um alvarleg atvik, andlát og veikindi, eftir bólusetningar við Covid-19 var ekki eða mjög ólíklega um orsakasamband að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl en þó talið líklegra að andlát einstaklings hafi átt sér skýringar í undirliggjandi ástandi hans.
FréttirSamherjaskjölin
58307
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Bíó Tvíó#188
16
Í skugga hrafnsins
Andrea og Steindór ræða mynd Hrafns Gunnlaugssonar frá 1988, Í skugga hrafnsins.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir