Mest lesið

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
2

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
3

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
4

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
5

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·
Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis
6

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

·
Ungur kjáni á átakasvæði
7

Gunnar Hrafn Jónsson

Ungur kjáni á átakasvæði

·

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

Við erum stödd í Borgarleikhúsinu, já, eða kannski bara í útlöndum að horfa á streymi frá Borgarleikhúsinu. Tæknin maður! Það er meira að segja hægt að horfa á þetta ennþá, og verður sjálfsagt hægt þangað til sólin kulnar og internetið frýs – eða allavega Youtube.

Ásgeir H. Ingólfsson

Við erum stödd í Borgarleikhúsinu, já, eða kannski bara í útlöndum að horfa á streymi frá Borgarleikhúsinu. Tæknin maður! Það er meira að segja hægt að horfa á þetta ennþá, og verður sjálfsagt hægt þangað til sólin kulnar og internetið frýs – eða allavega Youtube.

Brómans á Klaustri

En sumsé, við erum stödd í Borgarleikhúsinu en þar eru allir á Klaustri bar í Reykjavík sem ég hef aldrei komið á ennþá, en skilst að sé gamli Vínbarinn. En við vitum öll hvað gerðist þar, jafnvel þótt við höfum aldrei komið þangað. Þangað mættu sex þingmenn, fimm karlar og ein kona, fjórir úr Miðflokknum og tveir úr Flokki fólksins. Kynjaskiptingin skiptir máli, það var nefnilega talað ótæpilega um konur – nánast ekkert að því þess eðlis að þeir myndu orða það svona opinberlega, það gæti skaðað ímynd þeirra sem virðulegra fulltrúa He for She ... úbbs, of seint!

En kynjaskiptingin er önnur hér, nú eru það fimm konur og einn karl. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Sigmund Davíð og Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur Gunnar Braga, þetta eru aðalhlutverkin, það heyrist töluvert minna í hinum. Mest þó í Bergþóri, sem Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur, en mun minna í Eddu Björgu Eyjólfsdóttur í hlutverki Ólafs Ísleifssonar, Þuríði Blæ Jóhannsdóttur í hlutverki Karls Gauta og Hilmari Guðjónssyni í hlutverki einu konunnar í hópnum, Önnu Kolbrúnar.

Leiklestur sem talar beint inn í samtímann er á vissan hátt sambræðingur milli fjölmiðla og leikhúss, sem er undirstrikað með því að hafa skoðanapistla á næstu síðu, eftir hlé, í formi pallborðs. Þarna vinnur leikhúsið í takt við tímapressu nútímafjölmiðla, verkið verður mögulega orðið of gamalt í næstu viku, því skiptir máli að hafa hraðar hendur – og því er leiklestur valinn fram yfir hefðbundið leikrit – hér hefur enginn tíma til að læra línurnar utan að. Leikhúsið gefur sér þó tíma, ólíkt hefðbundnum fjölmiðlum er fólk ekki á hlaupum og efnið er ekki bútað niður. Þarna er þetta allt, eða öllu heldur, allt sem við vitum. Allt sem á erindi við okkur.

Þessu fylgja vissulega gallar – það segir sína sögu að Sigrún Edda og Unnur Ösp sýna stórleik – þegar á líður. Þær eru ennþá að læra textann á sviðinu fyrir framan okkur, kynnast karakterunum. Hinir leikararnir eru hreinlega með of lítinn texta til þess að fá almennilega tilfinningu fyrir karakterunum út frá honum einum saman. Þess vegna væri frábært að fá hreinlega leikrit upp úr þessu einn daginn – en eins og þetta er þá virkar þetta merkilega vel.

Það hefur oft verið talað um hvernig leikhús og bíómyndir sem byggja á raunverulegum atburðum fríkki umtalsvert fyrirmyndir sínar, geri alla að Hollywood-stjörnum – og það á sérstaklega vel við hér, þar sem glæsilegar leikkonur túlka nokkra sveitalegustu stjórnmálamenn landsins. Sem þýðir mögulega að leikritið er mögulega meira eins og þeir sjá sig sjálfir, með einhvern ósýnilegan kynþokka sem jarðnesku fólki er flestu ósýnilegt, en samt nægan kynþokka til þess að hafa efni á að kvarta yfir skorti þess hins sama í nánast gervallri kvenþjóðinni.

Leikhús sem mennskar skúrkana

Þessi uppsetning hefur orðið nokkrum álitsgjöfum tilefni til þess að fullyrða að nú sé komið nóg, nú sé nóg pönkast á Klaustursliðum. Burtséð frá því hve langt skuli ganga í því, þá birtist þarna einhver vafasamur skilningur á leikhúsi, sá skilningur að leikhús sé ætíð og sjálfkrafa mönnum til háðungar – já, eða kannski bara það að karlmenn séu túlkaðir af konum. Á það ekki að vera öfugt? Kennir leiklistarsagan okkur það ekki?

En staðreyndin er sú að sexmenningarnir koma töluvert betur út hér heldur en í fréttum liðinnar viku, þeim er eiginlega greiði gerður með þessu. Einfaldlega út af því að hér birtist allt það samtal sem gert hefur verið opinbert – og líklega meira en það, allavega sitt hvað sem ég hafði ekki heyrt áður. En bæði verður til ákveðin persónusköpun á sviðinu og svo er bara svona helmingurinn sem sexmenningarnir segja hér ógeðslegt níð, altént töluvert lægri prósenta en það sem mest hefur verið fjallað um í fjölmiðlum.

Þar með er ekki sagt að restin sé sérlega göfug, hún er ýmist hlutlaus, kómísk eða afhjúpandi. Falleg út frá þeirra eigin forsendum – en oftast hrollvekjandi fyrir okkur hin.

Einn sterkasti þráður leikritsins er brómansinn á milli Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga. Þeir rifja upp sín fyrstu kynni og hvernig traust þeirra á millum hefur orðið til. Þetta virðast miklir blóðbræður – og oftast eru slík sagnaminni til marks um fallega og góða vináttu, gott ef ekki það göfugasta af öllu göfugu. En leikritið snýr upp á þá hugmynd að vináttan sé ávallt göfug, eða eins og blaðamaður Kvennablaðsins orðaði það svo vel í yfirlitsgrein um málið: „Spillingin heitir tryggð.“ Vináttan skiptir nefnilega meira máli heldur en hlutir eins og sanngirni, heiðarleiki og verðleikar. Vináttan skiptir líka alltaf meira máli en að vinna fyrir fólkið í landinu. Hvað þá þann hluta þess sem eru hinir; konur, fatlaðir og öryrkjar, svo nokkur skotmörk samtalanna séu talin upp.

„Einn sterkasti þráður leikritsins er brómansinn á milli Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga.“

Þeir ræða mikið um þá sem heimtuðu mest og sviku svo, en efast þó aldrei um að þetta kerfi sé heilbrigt, að kjörnir fulltrúar séu að vinna fyrir þröngan hóp þess fólks sem mætir á fundina. Þarna birtast okkur stjórnmálaflokkar sem ættbálkur sem berst aðeins fyrir eigið fólk, ekki aðra íbúa landsins. Og innan hvers hóps er ákveðinn talsmáti, lingó sem þarf að læra, frasar sem verða að skiptimynt. Hver segir vafasömustu brandarana? Hver er mesta karlremban? Hver getur drullað af mestri list yfir pólitíska andstæðinga? Einhverjir meina allt þetta eitur sem þeir spúa beint frá hjartanu, aðrir eru að reyna að sanna að þeir tilheyri hópnum, jafnvel að þeir séu tilbúnir í eitthvað meira, stöðuhækkun, embætti. Hvort það er skiptir svo ekki öllu máli, eða eins og Kurt Vonnegut orðaði það best: „Við erum það sem við látumst vera, þannig að við verðum að passa okkur á hvað við látumst vera.“

Sigmundur og Gunnar Bragi hafa sig langmest í frammi, það kemur á óvart hvað Bergþór segir lítið – en nánast allt sem hann lætur út úr sér er eins og beint úr karlrembuhandbókinni. Hann minnir eiginlega dálítið á Ólaf Ragnar úr Næturvaktinni í tilraun sinni til að geðjast þeim sem hafa náð lengra í bransanum. Nú skal tekið fram að Ólafur sá var hrekklaus og hrein sál, en hættulega einföld – og já-mennska af þessu tagi getur vel leitt mann á brautir eins og Bergþór er lentur á, hann er versta mögulega framtíð Næturvaktar-Ólafs Ragnars.

Það er satt best lítið um liðsmenn Flokks fólksins að segja, fyrir utan hið augljósa, sjálfsblekkinguna að þeir hefðu nokkru sinni komist á þing án Ingu Sæland. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru flokkar sem byggjast nær eingöngu á persónufylgi formannana og það eru þeir sem koma hinum á þing – og því nokkuð forvitnilegt að Sigmundi virðist sérstaklega í nöp við Ingu. Enda virðist þetta allt byggjast á ákveðinni leiðtogaöfund, sem birtist sömuleiðis í umræðum um Sigurð Inga, sem vann Sigmund á sínum tíma í formannsslag í Framsóknarflokknum. Á einum stað eru þau meira að segja uppnefnd saman, þannig að þau renna saman í eina manneskju: Sigurð Sæland. Þetta er fólkið sem tók sér þeirra réttmætu völd, völdin sem þeir valdakarlarnir eiga auðvitað að hafa. Að eigin mati.

Við þetta tækifæri gerist Sigmundur skáldmæltur og flækir enn umræðuna um sjálfið: „Hann settist við nafnspjaldið mitt á borðinu. Hann varð aldrei sami maður aftur. Eins og nágrannar hans í sveitinni hans sögðu: þegar þau hjón komu til baka frá Washington, þau bara þekktu þau ekki.“

Þetta er mögnuð mynd af flöktandi sjálfi stjórnmálamanna, sjálfi sem hverfist um nafnspjöld og stóla og titla. Ef þetta væri skáldað leikrit væru þetta orðin sem yrðu sígild, en af því þetta er raunveruleikinn þá verða það skandalarnir sem verða sígildir.

Svo er rétt að nefna einu konuna, eða öllu heldur eina karlinn, eins og þetta birtist okkur á sviðinu. Hún er sympatískust á margan hátt – reynir stöku sinnum meira að segja að draga aðeins úr karlrembunni, en uppsker aðeins hlátur. Reynir stöku sinnum að fá orðið en uppsker aðeins frammíköll. Hún er alls ekkert saklaus en henni er þó vorkunn, hún er að reyna að falla í kramið, reyna að fúnkera í þessari karlaveröld sem hún er komin í – en hún kann ekki alveg lingóið, og hvort sem hún reynir að mótmæla þeim eða reynir að spila með er hún litin hornauga. Þetta er kvenfjandsamlegur félagsskapur og það gildir alveg um samherjana líka. Hún fær máski ekki hatur (að minnsta kosti ekki á meðan hún er viðstödd) eins og kynsystur hennar, hún fær bara hunsun. Hún er ekki þarna, ekki í alvörunni – þess vegna breytist í rauninni ekki neitt þegar hún fer.

„Þetta er mögnuð mynd af flöktandi sjálfi stjórnmálamanna, sjálfi sem hverfist um nafnspjöld og stóla og titla.“

Í gegnum allt leikritið áttar maður sig svo betur og betur á stöðu Sigmundar. Hann er ættarhöfðingi af gamla skólanum, pabbi þeirra allra. Þeir gera allt til þess að fá viðurkenningu hans, njóta þess jafnvel þegar hann skammar þá – þegar hann staðfestir tilvist þeirra. Þetta er uppspretta valds Sigmundar, það hvernig hann hefur einhverja óræða hæfileika til þess að taka sér hlutverk gamla ættarhöfðingjans, án þess að hafa til þess neitt sérstakt tilkall, og tekst að spila það svo vel að það æsir upp frumstæðar hvatir frummannanna í kringum hann. Og við virðumst bara ekki komin lengra en svo á þróunarbrautinni að hann vekur frumstæðar hvatir hjá nógu mörgum til þess að vinna kosningasigra og jafnvel verða forsætisráðherra.

Þarna fáum við líka svarið við spurningunni: Af hverju virðast sumir gagnkynhneigðir karlmenn leggja miklu meira upp úr því að heilla aðra karla en konur? Jú, af því þá kemstu inn í klíkuna. Færð heitt rúm og heitan mat, svona einu sinni þegar það þótti lúxus; núna færðu góðar stöður og bitlinga. Jafnvel sendiherrastöðu.

Þessu lýsti Berglind Magnúsdóttir vel í pallborðsumræðum eftir sýningu, þar sem hún ræddi um hugtakið yfirráðakarlmennska, þar sem skýr virðing væri fyrir leiðtoganum, valdakerfið væri rækilega kynjað og verðmætin snerust um félagsauðinn og vinagreiðana sem hann gæti skilað. Vinargreiðar sem eru vitaskuld á milli karla, fyrst og fremst.

Kunnuglegt tal eða framandi?

Pallborðið eftir á var gott og fróðlegt og fundarmenn almennt skarpskyggnir á leikritið. Ég sveiflast þó aðeins í afstöðu minni um hvort það hafi verið jákvætt. Að sumu leyti fer leikhúsið þarna alla leið í því að setja upp fyrir okkur fjölmiðlaveruleika liðinnar viku, sýnir okkur ekki bara fréttirnar sjálfar leiklesnar heldur líka leiðarana, skoðanapistlana og viðbrögðin á internetinu. Að minnsta kosti tveir fundarmanna höfðu einmitt skrifað pistil um málið og voru þarna sjálfsagt þess vegna. En svo var þetta líka dálítið eins og Facebook, það fylgir alltaf kommentakerfishali strax á eftir, maður fær aldrei að melta sýninguna sjálfa almennilega í friði – og það átti að einhverju leyti við meðlimi pallborðsins, sem voru frekar að tala um fréttirnar sem þau höfðu haft alla vikuna til að melta, frekar en leikritið sem þau höfðu nýlokið við að horfa á.

En mig langar samt að staldra við nokkur atriði í þessu pallborði. Til dæmis þegar Guðmundur Steingrímsson sagði að þessu hefði hann aldrei orðið vitni að í sínum vinahóp, í gegnum sína eigin þingmennsku né í gegnum þingmennsku föður hans. Ég man ég kinkaði kolli þegar ég las pistilinn sem og aðra samhljóða, þessi samkunda var einhver áður óþekkt óþverrafen.

En þegar ég hlustaði á leikritið varð þetta samt kunnuglegra. Það stendur enn að ég hef aldrei orðið vitni af jafn mikilli karlrembu og minnihlutahatri á jafn skömmum tíma, nema mögulega í skáldskap um ýkta skúrka. En sumt í þessari félagslegu dýnamík var kunnuglegt. Ég hef til dæmis lent í kosningapartíum með fólki úr öðrum flokkum en Miðflokknum og Flokki fólksins og ef nógu margir í sama flokki eru samankomnir og ölvunarstigið passlegt þá verður gagnrýnislaust óþolið gagnvart pólitískum andstæðingum stundum það óbærilegt að maður gefst upp og fer.

Svo man ég að ég kinkaði alveg kolli þegar Anna Kolbrún talaði um Pál Magnússon, jú, jú, þetta var einmitt í takt við sögurnar sem ég hafði heyrt um Pál. Við það fer maður vissulega aðeins að íhuga sannleiksgildi verksins, hversu margir kinka kolli yfir öðrum sögum sem ég hristi hausinn yfir, hvað af því reynist alkunnur sannleikur í öðrum kreðsum, öðrum bergmálshellum eða bakherbergjum?

Þarna gerir leikhúsið það sem fréttirnar gera sjaldnast, fær mann til að efast. Bara með því að veita andrými, tala ekki í fyrirsögnum – jafnvel þegar hin listræna gáfa höfundarins er víðsfjarri, hana þarf víst ekki núna.

Svo er Gunnar Bragi líka kunnuglegur karakter; hann er skjallarinn. Orðljótur skjallari, vissulega, en þetta er hans samræðulist – að skjalla þá sem hann er að tala við til þess að öðlast traust þeirra, til að sannfæra þá. Til að þétta raðirnar. Þarna saknaði ég raunar stundum hefðbundins leikrits, það hefði verið gaman að sjá Gunnar Braga horfa í augu, taka þétt í hendur – sjá hann nota öll trikkin í skjallarabókinni.

„Þarna gerir leikhúsið það sem fréttirnar gera sjaldnast, fær mann til að efast.“

Máttur skjallsins er máttur læksins, ég veit ekki hvort samfélagsmiðlar hafa gert skjallbandalög algengari eða bara sýnilegri – en þið þekkið þetta, litlir þröngir vinahópar tala hver annan upp, peppa mannskapinn, stundum með því að tala aðra niður, stundum ekki – en niðurstaðan er engu að síður sú að þetta verður oft brjóstvörn gegn gagnrýni, slæm gagnrýni á leiksýningar eða listviðburði eins og þennan bíta til dæmis varla lengur, til þess eru vinir og velunnarar búnir að byggja upp of öfluga brjóstvörn á feisbúkk löngu áður en dómarnir birtast, ef þeir þá birtast.

Skúrkasjarmi Simma

Þetta er marglaga leikþáttur, Guðfaðir okkar tíma, mafíusamkoma eins og Rúnar Björn Herrera benti á í pallborðsumræðum – og alveg möguleiki á að þetta verði líka trílógía. Orðbragði félaganna var líkt við Donald Trump í sama pallborði og maður veltir fyrir sér hvort það sé spásögn um Sigmund, þennan skelmi sem ekkert bítur á, hann og hans stuðningsmenn forherðast bara, hvað sem tímabundnum niðursveiflum líður. Leikritaformið undirstrikar einfaldlega enn betur að Sigmundur er uppáhaldsskúrkurinn okkar, maðurinn sem öll umræða snýst alltof oft um. Maður sem við erum alltaf svolítið skotin í, sem þeim teiknimyndaskúrki sem við virðumst þurfa í pólitíkina.

Og svo er það óttinn, hvað ef þetta er bara leikrit? Enn eitt leikritið þar sem við klöppum og púum og lækum og kommentum og knýjum jafnvel fram kosningar – án þess að breyta neinu. Í Beðið eftir Godot gerðist ekkert, tvisvar. Maður er stundum hræddur um að það muni gerast miklu oftar í því leikriti sem íslensk stjórnmál eru. Það gerist vissulega ýmislegt, en samt, það breytist ekki neitt. Við gleymum of fljótt, erum of höll undir sjarma skúrkanna og sjálfskipuðu ættarhöfðingjanna, þótt þeir séu vissulega margir viðkunnanlegri en þessi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
2

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
3

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
4

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
5

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·
Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis
6

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

·

Mest deilt

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
1

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Til hvers að eiga börn?
2

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
3

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

·
Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda
4

Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Mest deilt

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
1

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Til hvers að eiga börn?
2

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
3

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

·
Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda
4

Aðeins þingmenn Miðflokksins gegn ráðgjafarstofu innflytjenda

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Mest lesið í vikunni

Starfsfólki sárnar ummælin eftir að hafa sýnt Skúla hollustu
1

Starfsfólki sárnar ummælin eftir að hafa sýnt Skúla hollustu

·
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu
2

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

·
Sakar nemendur um ofbeldi og falskar ásakanir
3

Sakar nemendur um ofbeldi og falskar ásakanir

·
Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
4

Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi

·
Til hvers að eiga börn?
5

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
6

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·

Mest lesið í vikunni

Starfsfólki sárnar ummælin eftir að hafa sýnt Skúla hollustu
1

Starfsfólki sárnar ummælin eftir að hafa sýnt Skúla hollustu

·
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu
2

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

·
Sakar nemendur um ofbeldi og falskar ásakanir
3

Sakar nemendur um ofbeldi og falskar ásakanir

·
Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
4

Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi

·
Til hvers að eiga börn?
5

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
6

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·

Nýtt á Stundinni

Jürgen Habermas níræður

Stefán Snævarr

Jürgen Habermas níræður

·
Brauðtertur eru kitsch og kitsch er cool

Brauðtertur eru kitsch og kitsch er cool

·
Þungunarrof í alþjóðlegu samhengi

Þungunarrof í alþjóðlegu samhengi

·
Til hvers að eiga börn?

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Ungur kjáni á átakasvæði

Gunnar Hrafn Jónsson

Ungur kjáni á átakasvæði

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·
Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur

Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur

·
Húðflóran hefur áhrif á fæðuofnæmi

Húðflóran hefur áhrif á fæðuofnæmi

·
Ragna Árnadóttir nýr skrifstofustjóri Alþingis

Ragna Árnadóttir nýr skrifstofustjóri Alþingis

·