Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Íslensk hræsni í útrás

Hvað eiga stjórnmálamenn okkar sameiginlegt með blessaðri sauðkindinni? Jú, þegar framboðið er meira en eftirspurnin er hugað að útrás á kostnað skattgreiðenda.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Hvað eiga stjórnmálamenn okkar sameiginlegt með blessaðri sauðkindinni? Jú, þegar framboðið er meira en eftirspurnin er hugað að útrás á kostnað skattgreiðenda.

Íslensk hræsni í útrás

Hvert fjallalamb kostar skattgreiðandann um sextán þúsund krónur gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins þar sem það vappar um og nagar gróðursnautt hálendið. Grænfóðrið sem grjóturðin hefur þó náð að fóstra í rysjóttri tíð gerjast síðan í maga kindarinnar og veldur vindgangi og tilheyrandi gróðurhúsaáhrifum.

Grasafræðingar býsnast yfir því að landið sé að fjúka burt en lambið hefur með ærinni og aðdáunarverðri fyrirhöfn safnað á sig talsverðum mör um haustið þegar það er leitt til slátrunar. Og þá þurfa bændur að fá sitt, og slátrarar, svo ekki sé minnst á kaupmenn. Þótt skattgreiðendur hafi borgað vel með sauðkindinni á hún erfitt með að fóta sig í samkeppni við aðrar kjötvörur í kæliborðum verslana.

Og því er með sauðkindina eins og suma stjórnmálamenn að það er orðið talsvert meira framboð af henni en eftirspurnin ræður við. 

Því er hugað að útflutningi.

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins stakk upp á því í fyrravor að íslenska sauðkindin yrði sendiherra hreinleikans. „Íslenska lambið er á margan hátt táknmynd þeirrar ímyndar sem helst er tengd landinu, náttúran, hreinleiki, menning og gæði,“ sagði hann og uppskar mikið lófatak.

Og núna hafa vaknað vonir um að sauðkindin eigi sér framhaldslíf í Kína.

Þar eru að opnast markaðir og menn taka því fagnandi, þó aðallega vegna þess að það er pólitískt erfitt að draga úr framboðinu. Og blessuð sauðkindin, sendiherra hreinleikans, hefur stundum barasta endað daga sína á ruslahaugunum, eftir að hafa dregið fram lífið á styrkjum, eins og það er nú geðslegt.

Táknmynd nýrrar karlmennsku

Í pólitíkinni hefur líka stundum verið persónulega erfitt að draga úr framboðinu. Og þá hafa menn horft til sendiráðanna og utanríkisþjónustunnar. Og þess vegna má segja að þessi sendiherrauppástunga hafi verið einkar viðeigandi.

„Í pólitíkinni hefur líka stundum verið persónulega erfitt að draga úr framboðinu.“

Gunnari Braga Sveinssyni fannst líka eftir níu ára starf á Alþingi að hann væri að lifa áhyggjulaust ævikvöldið í pólitík. Hann var bara að bíða eftir flugmiðanum í diplómasíuna fyrir vel unnin störf. Í millitíðinni naut hann þess að vera besti vinur aðal í Miðflokknum. Hann rótaði  sér eitthvað á Alþingi og hallaði sér þess á milli aftur á Klausturbarnum, losaði um bindishnútinn, og lét gamninn geisa eins og úrkynjuð rokkstjarna um ríðingar og flengingar, með innskotssetningum úr dýrafræðinni. Hann taldi þetta nánast klappað og klárt. Hann hafði líka skapað sér nafn í ráðherratið sinni í utanríkisráðuneytinu sem hálfgerður gúrú í jafnréttismálum og hróður hans þar barst langt út fyrir landsteinana, hann birtist á forsíðum stórblaða í sparifötunum sínum sem táknmynd nýrrar karlmennsku.

Gunnar Bragi útskýrði fyrir vinum sínum á barnum að skipunin væri bara formsatriði, Bjarni hefði lofað honum þessu, þegar hann setti Geir H. Haarde í sendiráðsembætti í Washington þrátt fyrir Landsdómsmálið og útvegaði þeim þingmanni sem gekk einna harðast fram í því að draga Geir fyrir Landsdóm, annað sendiherraembætti til að slá á allar gagnrýnisraddir. Svo fast höfðu sendiherradraumarnir brennt sig í vitund hans að seinna, þegar drykkjurausið hafði ratað í alla fjölmiðla, sagði hann fréttamönnum, að hann myndi vissulega ekki slá hendinni á móti sendiherraembætti ef honum yrði boðið það.

Hreinleiki í útrás

Við vitum hvernig það fór. Jafnrétti Gunnars Braga þótti þegar upp var staðið ekki vera útflutningsvara. Fyrir tilviljun náðist það á upptöku áður en kallað var á hinn tilvonandi sendiherra til skyldustarfa í útlöndum. 

Og frá sendiherra jafnréttis að sendiherra hreinleikans.

Eitt grenitré, sem lifir í hundrað ár og nær að verða átján metrar á hæð,  bindur um 350 kíló af hreinu kolefni alla sína ævi. Það er álíka mikið og losnar við að flytja 20 kindaskrokka með flugi til Kína og þá er ekki búið að gera ráð fyrir kælibúnaði. Á sama tíma erum við að stæra okkur af róttækum aðgerðum í loftslagsmálum.

Núna þegar ríkisrekin sauðkindin er komin í útrás til Kína er mál að linni. Hún er svona álíka sannfærandi sendiherra hreinleikans og Gunnar Bragi í jafnréttinu.

Hvort tveggja er til marks um himinhrópandi hræsni íslenskra stjórnmála.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
5

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
5

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar