Mest lesið

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
3

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis
4

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
5

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum
6

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins
7

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

·

Sigurjón Kjartansson

Að drepast

Hver vill sofa á hóteli með beinagrindur undir sér? Fyrir dauðanum stöndum við frammi fyrir tveimur mikilvægum spurningnum, annars vegar hvað á að gera við líffærin og hins vegar hvað á að gera við líkið.

Sigurjón Kjartansson

Hver vill sofa á hóteli með beinagrindur undir sér? Fyrir dauðanum stöndum við frammi fyrir tveimur mikilvægum spurningnum, annars vegar hvað á að gera við líffærin og hins vegar hvað á að gera við líkið.

Það er eitt sem við eigum að vera alveg með á hreinu og það er að einn daginn munum við drepast. Sumir eru meira með þetta á hreinu en aðrir og ég segi fyrir mig að ég er alveg mjög mikið með þetta á hreinu, enda varð ég fimmtugur um daginn og það varð mér tilefni til að taka ákvarðanir með líf mitt, þangað til ég drepst. Ég ætla ekki að tíunda það hér hvernig ég ætla að eyða restinni en ég get þó sagt ykkur að ég ætla ekki að eyða henni í rugl. Og túlki það bara hver sem vill.

Og svo við spólum áfram að deginum þegar ég drepst – og dögunum sem í kjölfarið koma – þeim verður heldur ekki eytt í rugl. Líklega verður haldin jarðarför sem ég reyndar get ekki lofað. Það verða einhverjir aðrir að halda hana. Ég hugsaði dálítið um það þegar ég varð fimmtugur og ákvað að halda ekki veislu, að kannski mundi ég halda upp á sextugsafmælið, en samt ekki viss. Best er að láta einhverja aðra um að halda upp á svona fyrir sig – til dæmis surprise partí. Þau eru dálítið eins og jarðarfarir. Maður hefur enga stjórn. Einhver ætlar að halda ræðu, þá bara verður maður að hlusta á hana og taka því sem að höndum ber. Ef maður heldur hins vegar upp á afmælið sjálfur er pínu eins og maður ætlist til að boðsgestir haldi manni lofræðu. Þetta eru sjálfshátíðir.

„Ef það er til himnaríki, þá er alveg á hreinu að Mogginn fæst ekki þar“

En jarðarför fellur utan þeirrar skilgreiningar enda hefurðu enga tryggingu fyrir því að þú sjálfur verðir viðstaddur. Vangaveltur um að sá látni sé einhvers staðar vomandi yfir í jarðarförinni sinni eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Enn ólíklegra er að maður geti lesið minningargreinar um sig. Ef það er til himnaríki, þá er alveg á hreinu að Mogginn fæst ekki þar.

Ég hef heyrt um fólk sem hefur skipulagt hvert smáatriði í jarðarförum sínum, hvaða músík eigi að spila, niður í uppskriftir á kökunum í erfidrykkjunni – þá eru menn venjulega á dánarbeði einhvers staðar á líknardeild og vita það sem koma skal, en ekki endilega. Sumir eru svo hugfangnir af eigin dauða að þeir eru kannski búnir að skrifa erfðaskrá mörgum áratugum áður en stóri dagurinn rennur upp. En það er ýmislegt praktískt sem er gott að allir lifandi menn tjái sig um og það er A: Viltu gefa líffærin þín? Og B: Hvað viltu láta gera við líkið þitt?

Ég segi já við A. Ég skal glaður gefa líffærin úr mér ef einhver telur sig geta notað þau. Þá öðlast þau líka framhaldslíf, sem er á einhvern hátt heillandi. Og varðandi lið B: Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi að taka sér heilbrigt pláss í lifanda lífi. En þar sem ég er svona frekar stór þá er ég ekki viss um að ég ætti að vera að taka of marga fermetra frá framtíðinni svo líkið mitt geti legið lárétt undir jörðinni í mörg hundruð ár. Lóðrétt er snöggtum skárra – fer reyndar eftir því hvað ég verð feitur þegar ég dey, svona í fyrstu. Það er reyndar mjög megrandi að deyja og þess vegna ætti umfangið að minnka mjög fljótt.

„Gamla fólkinu finnst hótelbyggingin vanvirðing við hina dauðu“

Og þar sem ég er ekki viss – í rauninni frekar efins – um að það muni skipta mig nokkru máli eftir að ég er dauður hvar líkið af mér er geymt, þá held ég að best væri bara að eyða því – brenna það. Það kemur að engu gagni lengur og er bara fyrir. Og ekki vildi ég að fólk færi að rífast um þessa gagnslausu beinagrind eftir 500 ár.

Nokkrir virtir eldri borgarar hafa tekið sig saman og mótmælt röskun á hellulögðum bletti í miðbænum sem einhver ætlar að byggja hótel á. Ástæðan er sú að þetta hellulagða torg var víst einu sinni kirkjugarður sem hét Víkurgarður. Undir hellunum er víst allt fullt af beinagrindum. Gamla fólkinu finnst hótelbyggingin vanvirðing við hina dauðu. Samt þekkja þau engan sem var grafinn í þessum kirkjugarði enda hefur ekki verið grafið í honum síðan 1839. Þá var ekkert af þessum gamalmennum fætt. Ekki einu sinni afar þess og ömmur. En það er ekki það sem gamla fólkið er að hugsa. Þau eru að hugsa um virðingu við líkin. Þau vita, eins og allir, að einhvern tímann breytast þau sjálf í lík og þá vilja þau taka sitt pláss í kirkjugarði og mega ekki til þess hugsa að hótel verði reist ofan á beinagrindunum þeirra.

Og það er mjög skiljanlegt. Ef þú trúir á eigin beinagrind og að þú munir vera vomandi yfir leiði þínu um ókomin ár, haldandi tölu yfir hverjir mæta og setji blóm á leiðið þitt og hvort það er vel hirt og svona – þá átt þú heimtingu á að því sé sýnd virðing. Eins eiga ættingjar þínir sem sakna þín fullan rétt á að beinagrindin þín sé látin í friði. Enda, hver vill sofa á hóteli með beinagrindur undir sér?

En gamla fólkið hefði kannski átt að fara aðeins fyrr í þessa baráttu fyrir varðveislu Víkurgarðs. Garðurinn var hellulagður einhvern tímann um miðja síðustu öld. Þá heyrðist ekki múkk í þessu fólki, enda var það ungt – sumt varla fætt – og ekkert að spá í að fara að drepast.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
3

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis
4

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
5

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum
6

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins
7

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
2

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
3

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Sussararnir
4

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
5

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
6

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
2

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
3

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Sussararnir
4

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
5

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
6

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·

Mest lesið í vikunni

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“
1

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

·
Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins
2

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins

·
Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
3

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

·
Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
4

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
5

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
6

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·

Mest lesið í vikunni

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“
1

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

·
Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins
2

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins

·
Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
3

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

·
Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
4

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
5

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
6

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·

Nýtt á Stundinni

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·
Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

Símon Vestarr

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

·
MeToo ráðstefnu stjórnmálaflokka frestað

MeToo ráðstefnu stjórnmálaflokka frestað

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Félögin íhuga að slíta viðræðum

Félögin íhuga að slíta viðræðum

·
Sussararnir

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

·
Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

·