Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Blikur á lofti: Víða hætt við að sjóði upp úr

Eft­ir kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um er ljóst að Trump hef­ur enn und­ir­tök­in, en áhersla hans á að tak­marka um­svif Banda­ríkj­anna í al­þjóða­sam­fé­lag­inu þjón­ar hags­mun­um Rússa og Kín­verja. Óstöð­ug­leiki rík­ir víða um heim og nú­ver­andi valda­jafn­vægi er ógn­að.

Mikill óstöðugleiki ríkir víða um heim og sömuleiðis óvissa um framtíðina. Skipulag heimsmálanna er að taka breytingum og núverandi valdajafnvægi kann brátt að heyra sögunni til. Við lítum á nokkur svæði þar sem hætt er við að sjóði upp úr.

Stefna bandaríska heimsveldisins með Trump í brúnni

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei lagt mikla áherslu á alþjóðamál. Þess heldur hefur hann talað fyrir því að minnka umsvif Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu, rifta alþjóðlegum samningum og draga stórlega úr fjárútlátum til fjölþjóðlegra samtaka og erlendra ríkja. Þetta hljómar auðvitað vel í eyrum til dæmis Rússa og Kínverja sem hafa hag af minnkandi samstöðu vestrænna ríkja.

Aukin áhersla á AsíuHillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra, taldi að Bandaríkin ættu að styrkja stöðu sína í Asíu.

Trump er auðvitað óútreiknanlegur og hefur dregið í og úr varðandi skuldbindingar Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Það sem er auðveldara að spá um er staðan heima fyrir þar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár