Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Næturklúbbar, sundlaugar og rokk og ról

Val­ur Gunn­ars­son lýs­ir bar­áttu sinni við að kom­ast á milli staða í Breta­veldi, leit sinni að sund­laug­um og gölnu verð­lagi á öld­ur­hús­um.

Ég ákveð að fá mér eitt rauðvínsglas á lókalnum fyrir lokun og svo í háttinn. Þetta hljómar eins og einfalt plan, en það er sjaldnast að hlutirnir fara samkvæmt áætlun. Glasið kostar átta pund, næstum íslenskir prísar, en þetta er í miðborg Lundúna og maður lætur sig hafa það að borga jafn mikið og á Ölstofunni.

Ljósin blikka um miðnætti og ég fer út að reykja. Ljóshærð kona að nálgast miðjan aldur gengur upp að mér og spyr mig hvaða lag hafi verið í fyrsta sæti þegar ég fæddist. Ég rifja það upp að Sex Pistols hafi verið að byrja um svipað leyti. Hún er fljót að leiðrétta þetta. „Don‘t Go Breaking My Heart“ með Elton John og Kiki Dee, segir hún og starir á símann. Þar höfum við það.

Svöru leigubílarnirÞrátt fyrir að vinsældir Uber hafi aukist jafnt og þétt í London eru svörtu leigubílarnir ennþá eitt af …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár