Mest lesið

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
1

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins
3

Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
4

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
5

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Nú snjóar plasti
7

Nú snjóar plasti

·
Stundin #100
September 2019
#100 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. september.

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Sorrí Jörð

Vísindamenn gáfu nýlega út skýrslu um loftslagsmál og niðurstöðurnar voru í besta falli hræðilegar.

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Vísindamenn gáfu nýlega út skýrslu um loftslagsmál og niðurstöðurnar voru í besta falli hræðilegar.

Sorrí Jörð

Jörðin okkar er að þrotum komin.

90 helstu vísindamenn heims hvað varðar loftslagsmál hafa nýlega gefið út skýrslu sem var þrjú ár í bígerð. Þetta er okkar fremsta fólk á því sviði og niðurstöðurnar sem þau kynntu fyrir okkur eru í besta falli hræðilegar.

Nú er svo fyrir okkur komið að við höfum einungis 12 ár til að sporna við þeirri hræðilegu þróun sem átt hefur  sér stað í loftslagsmálum. Ef við tökum okkur ekki saman í andlitinu fyrir árið 2030 erum við úr leik.

Niðurstöður skýrslunnar segja til um að hlýnun jarðar hafi nú náð einni gráðu á Celsíus. Hækki hitastigið um 0,5 gráður í 1,5 gráður á Celsíus er bókstaflega allra veðra von. Það þýðir ekki að núverandi ástand sé ásættanlegt. Síður en svo. Ástandið er nú þegar hræðilegt en ef hitastigið hækkar og nær 1,5 gráðum á Celsíus verður um katastrófu að ræða. Fellibyljum mun fjölga, flóðum mun fjölga. Hitabylgjum sem hafa nú þegar stráfellt fólk mun fjölga. Súrnun hafsins mun aukast og þar með eyða lífríkjum. Ekki skemma, heldur eyða lífríkjum. Þurrkar munu versna með alvarlegum afleiðingum. Uppskerur munu eyðast. Hungursneyð mun ríkja. Aðgengi að vatni mun minnka. Sjávarhæð mun hækka. Fólk mun þurfa að flýja heimalönd sín og flytja annað. Við höfum fengið að sjá að flóttafólk sem flýr heimili sín vegna stríðsátaka er varla hvergi velkomið og það er ekkert sem segir mér að með því pólitíska hugarfari sem nú ræður ríkjum að loftslags-flóttamenn munu eiga auðveldara með að finna skjól. Nú þegar hafa aldrei fleiri menn á flótta en samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2018 eru 24,5 milljónir flóttamanna í heiminum í dag. Þessar tölur munu aukast.  Þetta mun hafa í för með sér deilur á milli ríkja. Hver mun taka á móti þessu flóttafólki? Það ætti að vera öllum ljóst að líkurnar á því að þessar aðstæður verði að styrjöld eru gífurlegar. Hinn almenni borgari mun þurfa að berjast í bökkum útaf ákvörðunum sem leiðtogar ríkja og leiðtogar fyrirtækja hafa tekið. Ákvarðanir fárra einstaklinga munu hafa áhrif á heimsbyggðina alla.

„Ef við tökum okkur ekki saman í andlitinu fyrir árið 2030 erum við úr leik“

En það er sömuleiðis í höndum einstaklinga að einhverju leyti að hægja eða reyna að koma í veg fyrir þessa þróun.  Vísindamenn hafa komið fram með tölur sem eru sláandi hvað varðar neyslu einstaklinga.

Manneskjan, sem telur til 7,6 milljarða er einungis 0,01% af öllu því sem er lifandi á jörðinni.  Ormar eru þrisvar sinnum fleiri en menn. Samt höfum við valdið mestum skaða. Manneskjan hefur valdið útrýmingu 83% villtra spendýra. Nýjustu tölur sýna sömuleiðis að 70% fugla á jörðinni eru ræktaðir til átu, einungis 30 prósent fugla á jörðinni fljúga frjálsir ferða sinna. 60% spendýra á jörðinni eru búfé, ræktað til átu. Aðeins 36% spendýra eru „mennsk“ og kannski mest sláandi tölurnar eru þær að aðeins 4 prósent dýra í heiminum eru villt, frjáls dýr.

Þessar tölur segja til um það hvernig og hvað við borðum. Þessir sömu vísindamenn og lögðu fram áðurnefndar tölur um hlýnun jarðar og eyðileggingu hennar segja sömuleiðis að eitt af því mikilvægasta sem við getum breytt sem einstaklingar er neysla okkar á kjöti og mjólkurafurðum.

Við sem einstaklingar getum því gert eitthvað. Við getum hætt eða minnkað allverulega kjö-t og mjólkurvöruneyslu. Það er eitthvað sem við getum raunverulega aðhafst í okkar eigin hversdagsleika til að sporna við þessari hræðilegu þróun. Það eitt og sér mun alls ekki bjarga jörðinni en það mun svo sannarlega hafa gríðarleg, langvarandi áhrif. Þetta er eitthvað sem við verðum öll að geta sameinast um, hverjar sem skoðanir okkar á öðrum málefnum eru. Þetta er ofar okkar skoðunum á hlutum. Þetta er ekki skoðun, þetta eru staðreyndir.  Þetta er ekki bara lífstílsákvörðun lengur. Þetta hefur með það að gera hvort jörðin okkar lifi ofbeldið, sem við höfum valdið henni, af. Við höfum beitt jörðina okkar ofbeldi og við þurfum að hætta því.

Margir munu eflaust hugsa að þetta eigi ekki við Ísland þar sem við þurfum að flytja inn mikið af vegan-vörum. Rannsóknir hafa sýnt að það skilji eftir sig færri kolefnisfótspor að flytja inn vegan-vörur en að borða kjöt og mjólkurvörur. Á Íslandi er líka 2.000 tonna offramboð af kindakjöti á ári hverju. Við megum alveg taka til hér.

Ég skil alveg að þetta hljómi ómögulegt og að allt líf þitt þurfi að taka gríðarlegum stakkaskiptum. Ég hélt það líka áður en ég varð grænmetisæta. Ég tek varla eftir því í dag að ég sé grænmetisæta. Ég man eftir  að hafa hugsað, „hvað á ég bara eftir að lifa á iceberg og tómötum?“ Það er svo langt frá sannleikanum. Þetta var erfitt fyrsta mánuðinn en það er alls ekkert erfitt í dag. Sérstaklega þar sem grænmetisuppskriftir eru allt í kringum okkur og bónus selur sojamjólk. Veitingastaðir eru farnir að selja meira og meira af grænmetis- og vegan-réttum. Þetta er ekkert mál, ég lofa.

„Vísindamenn telja einnig að það að verða grænmetisæta eða vegan hefur ekki einungis gríðarlega jákvæð áhrif á jörðina heldur einnig á heilsufar fólks“

Ég finn fyrir því sama þegar kemur að því að verða vegan.  Ég nýt þess að fá mér ís og ost af og til og mér finnst tilhugsunin um að hætta því alveg erfið en frá og með deginum í dag finnst mér ég ekki hafa rétt á því að taka ákvarðanir einungis út frá sjálfri mér. Ákvarðanir sem ég tek núna munu hafa áhrif á komandi kynslóðir.

Vísindamenn telja einnig að það að verða grænmetisæta eða vegan hefur ekki einungis gríðarlega jákvæð áhrif á jörðina heldur einnig á heilsufar fólks. Þetta er gjörsamlega „win-win“-aðstæður. Ef þetta er þér ofviða eins og þetta var mér í byrjun, byrjaðu á því að hafa kjötlausan mánudag og svo mjólkurlausan þriðjudag. Það hefur í alvöru áhrif.

Þetta þýðir að engu leyti að ábyrgðin liggi fyrst og fremst á hinum almenna borgara. Ábyrgðin er í höndum leiðtoga, ríkja og fyrirtækja. Þar liggur hundurinn, kýrin, svínið, hænan og kolefnið grafið. Svo ég vitni nú í orð Stefáns Gíslasonar, umhverfisstjórnunarfræðings:  „Það er óskaplega mikilvægt að stjórnvöld dragi vagninn og vagninn verður ekkert dreginn með neinum vettlingatökum.“

Stórfyrirtæki eyða gífurlegu fjármagni í að láta okkur halda að við getum ekki lifað án kjöts og mjólkurvara. Það er því ekki skrýtið að við hugsum sem svo að það sé hið eiginlega norm. Við getum barist á móti því. Við getum hugsað fyrir okkur sjálf. Við getum  þrýst á stjórnvöld að taka skýra afstöðu. Við getum þrýst á stjórnvöld að gera meira. Við getum þrýst á stjórnvöld að hækka skatta á kjöt og mjólkurvörur. Við getum þrýst á stjórnvöld að setja enn fleiri lög sem draga enn meira úr kolefnisframleiðslu. Ég vil sjá hærri skattlagningu á vörum sem skemma jörðina og minni skattlagningu á því sem við getum notað í staðinn. Við getum sett meiri pening í framleiðslu á grænmeti og dregið úr framleiðslu á kjöti. Við getum þrýst á stjórnvöld að gefa út yfirlýsingu til að hvetja aðrar þjóðir til hins sama.  Með því að gerast grænmetisætur eða vegan erum við að þrýsta á stórfyrirtæki með því að minnka eftirspurn og neyða þau til að leggja upp laupana eða endurskoða stefnu þeirra til loftslagsmála. Við getum fullt. Við þurfum á byltingarkenndum breytingum að halda. Við þurfum að hætta að hugsa allt út frá peningum og fara að hugsa allt út frá hvað er best fyrir jörðina. Annars deyjum við öll hvort sem er. Við skulum ekki vera Trump, látum okkur loftslagsmál varða.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
1

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins
3

Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
4

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
5

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Nú snjóar plasti
7

Nú snjóar plasti

·

Mest deilt

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
1

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
2

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk
4

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum
6

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

·

Mest deilt

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
1

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
2

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk
4

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum
6

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
2

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Barnavernd gefst upp
3

Barnavernd gefst upp

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
4

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
6

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
2

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Barnavernd gefst upp
3

Barnavernd gefst upp

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
4

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
6

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·

Nýtt á Stundinni

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Mikilvægt að sýna þolendum að þeir standi ekki einir

Mikilvægt að sýna þolendum að þeir standi ekki einir

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nú snjóar plasti

Nú snjóar plasti

·
Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins

Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins

·
Hagsmunir framhaldsskólakennara

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hagsmunir framhaldsskólakennara

·
Í tilefni dags íslenskrar náttúru : Hvað er hálendisþjóðgarður?

Guðmundur

Í tilefni dags íslenskrar náttúru : Hvað er hálendisþjóðgarður?

·
Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“

Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“

·