Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

Gallaðir kallar leystu orku náttúrunnar óvænt úr læðingi einn umhleypingasaman haustdag. Þar með hófst enn einn kaflinn í hrakfallasögu gimsteinsins í kórónu Reykjavíkur.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Gallaðir kallar leystu orku náttúrunnar óvænt úr læðingi einn umhleypingasaman haustdag. Þar með hófst enn einn kaflinn í hrakfallasögu gimsteinsins í kórónu Reykjavíkur.

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
Stjórnarfundur Stjórnarmenn í Orkuveitunni ræða kynferðislega áreitni innan dótturfélags fyrirtækisins.  Mynd: Pressphotos

Ef vefur Orkuveitunnar er skoðaður kemur í ljós að það voru skipulagðar sérstakar #metoo vinnustofur fyrir starfsfólk í maí. Það er svo „mikilvægt að skapa vettvang til að ræða hlutin,,“ eins og segir í tilkynningu starfsmannastjórans. 

Það gustar þessa dagana um Orkuveituhöllina við Bæjarháls, sem var reist af svo miklum stórhug og karlmannlegum þrótti skömmu eftir aldamótin síðustu, að teikningum og reglum um vinnubrögð var hvað eftir annað ýtt til hliðar svo byggingin mætti rísa nógu hratt, parkettið var lagt yfir blauta steypu meðan stjórnmálamennirnir og topparnir í Orkuveitunni tipluðu um á spariskónum kringum verkamennina. Það lá á að skála í kampavíni fyrir þessari stórkostlegu byggingu, sem fékk öll önnur hús í nágrenninu til að líta út eins og skúrræfla. 

Orkuveitan er núna hauslaus í bili en á forstjóraskrifstofunni tróna jafnréttisviðurkenningarnar grænar af myglu. Og hvað gerðist? Jú, það var farið að ræða hlutina.

Geysis græna byltingin

Það hefur fyrr nætt um Bæjarhálsinn. Ári eftir að foringi framsóknarmanna í borginni og stjórnarformaður Orkuveitunnar bauð fólki að stíga inn á glæsilegt parkettið og teygja sig í háfætt kampavínsglas og snittur með risarækjum, sem fyrirtækið ræktaði sjálft, fór parkettið að verpast og þakið fór að leka. Menn bentu ásakandi hver á annan og svo gleymdist málið eða vék fyrir öðrum brýnni málum. 

Og hvað var svona brýnt? 

Jú, það var verið að reisa Hellisheiðarvirkjun, af miklum stórhug, á leifturhraða reis virkjunin fyrir erlent lánsfé, ráðist var í gríðarlegar fjárfestingar og fjárfrekar framkvæmdir byggðar á væntingum um þá stóriðju sem mætti knýja fyrir alla orkuna sem væri óbeisluð í iðrum jarðar á Hellisheiði.

Og stjórnmálamenn og útrásarvíkingar reyndu að bindast samtökum um að ná út úr hripleku musterinu miklum verðmætum og fá einkaleyfi á sérþekkingu til að setja í dótturfélagið Reykjavík Energy Invest. Síðan átti að sameina félagið og Geysir Green Energy, sem var að stærstum hluta í eigu útrásarvíkinganna í FL Group, og græða og grilla risarækjur á teini. Rúsínan í rækjuendanum var að bjóða útvöldum vinum og viðhlæjendum (nær eingöngu körlum)  hluti í félaginu á lágu verði. Þegar félagið færi síðan á markað myndu þessir hlutir margfaldast.

Myglan seld og keypt aftur

En það fór ekki allt að óskum. Nokkrir stjórnmálamenn rumskuðu þar sem þeir sváfu á verðinum og gerðu menn afturreka með sjálftöku úr sjóðum almennings svona að einhverju leyti og meirihluti borgarstjórnar sprakk með hvelli. 

Í öðru lagi varð hér hrun árið 2008 og erlend lán Orkuveitunnar sökktu henni næstum því í skuldahaf.

Seint og um síðir var ráðist í að reisa fjárhag Orkuveitunnar úr rústum, meðal annars með því að láta félag í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga kaupa myglaða Orkuveituhúsið fyrir 5,1 milljarð og leigja það af félaginu. Skömmu eftir söluna fór húsið aftur að leka og þá voru góð ráð dýr. Starfsfólkið fór að veikjast eitt af öðru og þótt varið væri hálfum milljarði í viðgerðir dugði það skammt. 

Hinir nýju eigendur höfðu ekki áhuga á að halda þessu í horfinu en viðgerðir áttu að kosta tvo milljarða og til að firra sig málaferlum og lenda ekki á götunni keypti Orkuveitan húsið sitt aftur fyrir 500 milljónum meira en hún hafði fengið greitt.

Fyrirmynd jafnréttis

Og hvar var nú starfsfólk Orkuveitunnar meðan öllu þessu fleygði fram? Var það einhvers staðar í hornum hússins, grænt af myglu með puttann í gatinu til að stöðva lekann? Nei, ekki aldeilis, útávið þá rigndi yfir það jafnréttisviðurkenningum af ýmsu tagi og hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Eitthvað var þó til fyrirmyndar þarna við Bæjarháls, þar sem litla dótturfélagið, Orka náttúrunnar, óx úr grasi í föðurhúsum. Enda var það svo að þegar konur úr ýmsum starfsstéttum birtu sögur af kynferðisáreiti komu engar slíkar sögur úr orkugeiranum. Konurnar þar höfðu ekki yfir neinu að kvarta.

„Útávið þá rigndi yfir það jafnréttisviðurkenningum af ýmsu tagi og hvatningarverðlaunum jafnréttismála“

Þar til einn daginn þegar einn kall vildi ræða við annan kall um þriðja kallinn. Þriðji kallinn hafði rekið konu fyrsta kallsins fyrir að vera alltaf að kvarta og kveina yfir því hvað þriðji kallinn væri mikill dóni og annar kallinn hafði sagt að það væri í lagi af því þriðji kallinn væri svo duglegur að reikna.

Rekin fyrir að gagnrýna

Fyrsti kallinn var ekki ánægður með þetta og fór með það í blöðin. Þá var fjandinn laus. Kall númer tvö neyddist til að segja upp kalli númer þrjú og láta kall númer fjögur í staðinn. Kall númer fjögur sat á veldisstóli í nokkrar klukkustundir þegar upp komst að hann var ekki minni dóni en kall númer þrjú heldur meiri dóni. Til öryggis þá fylgdi sögunni að kall númer fimm sem hefði komið til greina í sætið væri líka dóni og það væri meira að segja skjalfest. Kall númer tvö neyddist til að biðjast lausnar meðan komist væri til botns í öllum dónaskapnum. 

Úff. Ég er næstum því farin að vorkenna köllum að vera kallar.

Forsaga málsins er sú að skömmu eftir að starfsmannastýran stóð fyrir metoo vinnustofum fyrir starfsfólkið blaðraði hún því í yfirkallinn sinn að konan sem var rekin væri alltaf að klaga hann fyrir að kalla samstarfskonur sínar beljur og tussur og saka þær um að vera ekki nógu graðar. Hann brást auðvitað við með því, blessaður maðurinn, að reka konuna fyrirvaralaust. Hann og starfsmannastjórinn gáfu henni örstuttan frest til að hirða dótið sitt. Konan fór heim til sín og svaraði fyrir sig með því að láta kallinn sinn velta jafnréttisfyrirtækinu Orku náttúrunnar af stalli sínum. Konurnar réðu ekki við það sjálfar.

Það hljómar eins og konur hafi getað valið milli meðvirkni eða útskúfunar í myglaðri höll jafnréttisins.

Kannski var gagnkvæmt sinnuleysi eina jafnréttið sem menn náðu fram. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

·
Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·