Mest lesið

Óvænt líf fannst í blómapotti
1

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
3

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
4

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
5

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

·
Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
6

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·
Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum
7

Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum

·

Bjarni Klemenz

Dulbúin sálfræðitilraun á Þjóðarbókhlöðu

Hvernig bregst maður við því að vera lokkaður inn í dulbúna tilraun?

Bjarni Klemenz

Hvernig bregst maður við því að vera lokkaður inn í dulbúna tilraun?

Bjarni Klemenz Greinarhöfundur var tekinn óafvitandi í sálfræðirannsókn á Þjóðarbókhlöðunni.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Elín Erson, sem sýndi samstöðu með hælileitanda í flugvélinni, var hugrökk. Það þarf kjark til að standa upp einn í flugvél og mótmæla óréttlæti. Hún er algerlega laus við fylgispekt. Ég hef alltaf verið sannfærður um það að ég hafi litla fylgispekt. Að ég myndi neita yfirvaldi ef það bæði mig um að gera skuggalega hluti við saklaust fólk. Það hefur verið mín hugmynd um sjálfan mig hingað til, en ég vissi í raun og veru ekki hvort þessi hugmynd væri rétt eða röng. Það var ekki fyrr en ég fór á Þjóðarbókhlöðuna að ég fékk það á hreint. Hvort ég væri fylgispakur eða ekki. Maður hugsar ekki um Þjóðarbókhlöðuna sem svona stað í Reykjavík þar sem ævintýrin gerast. En það er ekki rétt, ég lenti einmitt óvænt í einu, inni í lesstofu. 

Sálfræðileg valdbeiting 

Ég var lokkaður inn í lesherbergi af einum nemanda undir þeim formerkjum að ég ætti að taka þátt í tungumálatilraun, en þetta var eitthvað allt annað. Og þegar ég var kominn þangað inn blöstu við fleiri nemendur. Það var ekki fyrr en ég var kominn út úr lesstofunni að ég fattaði að þetta var gildra. Sálfræðileg valdbeiting.  Og núna þegar ég segi frá reynslu minni, er það valdbeiting. Og get sagt eitthvað allt annað en gerðist, misnotað vald mitt sem sögumaður, en það er engin þörf á því, þessi tilraun var  vandlega skipulögð, alveg frá því hvaða hlutverk hver og einn gegndi til minnstu smáatriða í sjálfu lesherberginu. Þessi saga var næstum tilbúin. Það eina sem vantaði til að fullkomna hana var ég. Og ég þarf bara að segja frá henni. Með öðrum orðum, stela henni.

Einn af þessum dögum

Þetta var bara einn af þessum dögum á Hlöðunni, ekkert að gerast. Allir að lesa. Og ég var að skoða Youtube myndbönd. Eitthvað í tengslum við líkamstjáningu. En svo gerðist svolítið óvænt, ókunnug stelpa birtist og spurði hvort ég ætti lausa stund.

Sumir persónuleikar eru náttúrulega hrífandi. Hún var ein af þeim, með alveg segulmagnað aðdráttarafl. Ótrúlegt bros. Og líka vel dressuð. Kannski vissi hún hver ég var og vildi kynnast mér nánar, af því að ég var ég, eins einfalt og það nú var. Það var eitthvað í gangi. Það gat allt gerst, líka á Þjóðarbókhlöðunni.

„Gera hvað?“

„Það kemur í ljós,“ sagði stelpan og blikkaði mig. 

Ég fylgdi stúlkunni inn eftir gangi, hún gekk þögul á undan, og stoppaði þegar hún kom að lesherbergi. Nú kynnti hún sig, sagðist vera nemi í íslensku og væri að kanna kunnáttu nemenda Háskóla Íslands í íslensku. Alls ekki það sem maður var að vonast eftir, ég var ekki í stuði, útskýrði að ég hefði útskrifast með mína MA-gráðu fyrir nokkrum árum. Það var alveg nóg, sagði hún, til að geta tekið þátt.

Það þýddi lítið að hætta við, og líka fínt að sýna lit, fámennt á Hlöðunni og ég sló til.

ÞjóðarbókhlaðanVegir Dewey-kerfisins.

Lesstofan

Hún opnaði dyrnar, strax óþægilegar aðstæður, stórt hringborð, öll sæti frátekin, nema eitt sem var undarlega langt staðsett frá hinum þátttakendum. Þetta sæti var ætlað mér.

Það var eins og markmiðið hefði verið að smala saman fjölbreyttu úrvali af fólki í tilraunina, allir frekar ólíkir, líklega allt saman háskólanemar valdir af handahófi,  og við vorum átta eða níu þátttakendur ásamt íslenskunemunum. 

Fólkið virti mig aldrei viðlits og forðaðist augnaráð mitt. Líkamstjáningin gaf til kynna að það vildi ekki eiga í  samskiptum við mig. Þannig var líka íslenskuneminn sem sótti mig.

Var þetta gildra?

Blöð voru látin ganga á milli þátttakenda, en ég fékk ekki blað, það var líka mjög skrítið hvar ég sat. Ég var í hálfgerðum skammarkróki. Það var á þessari stundu að mér leið sem ég væri verulega óvelkominn. Hin skringilegu áhrif útskúfunar náðu tökum á mér, sem eru í grundvallaratriðum þau að maður vill tilheyra hópnum sem útskúfar manni. Maður fær þráhyggju fyrir höfnuninni. Ég hef tekið eftir að í fótboltagrúbbu minni gerist það sama þegar nýr maður kemur í hópinn. Boltinn er sjaldan sendur á hann, fyrst þarf hann að sanna sig, og ef hann getur ekkert er hann algerlega hundsaður og útilokaður frá leiknum, samt fer hann ekki. Nú leið mér svolítið eins og þessum einmana fótboltastrák.

„Ég fékk á tilfinninguna að þetta væri gildra“

Ég fékk á tilfinninguna að þetta væri gildra, eða eitthvað allt annað en íslenskutilraun,  en ég tók ekkert mark á tilfinningunni, sem er oft tilfellið.

Svo vildi annar íslenskunemi fá að vita allt um menntun mína og nafn og stöðu og svo framvegis, væri Klemenz íslenskt.

Og ég man að einhver hló lágt, svona hehe. Flissaði. Eins og honum þætti Klemenz-nafnið vera fyndið, eða að ég væri að hanga á Þjóðarbókhlöðu. Þrátt fyrir að vera útskrifaður.  Sem er alveg þekkt að fólk geri.

Slæmar minningar frá gaggó helltust yfir mig. Klemenz. Er alltof líkt klamedíu, og klementína eða Klementínus. Allt mjög klassískt. Ég man hvernig þetta var, alls ekkert grín að heita Klemenz þá.

Ég hafði ekki beðið sérstaklega um það að fá að taka þátt og kom því til skila. Ég tók strax eftir því að þegar ég talaði skoðaði hann fingurneglurnar sínar. Eins og skíturinn undir þeim væri merkilegri en það sem ég sagði.

Og ég svaraði samviskusamlega og var strax farinn að verja þátttökurétt minn í þessari tungumálatilraun. Sem ég nennti hvort eð er ekki að vera í.  Glæsilega gert. Af því að nú var ég fastur.  Og ég man að hann bað mig um að slökkva á símanum og ég sótti gamlan. Og þá sagði einhver grínisti eitthvað fyndið í tengslum við mig og símann. Að ég væri svona old school týpa. Greinilega. Enn að hanga á Hlöðunni. Með gamlan síma. Líklega var þetta gæinn sem hló.

Nú var eins og allir þekktust. Væru jafnvel saman í námi. Þau voru skringilega miklar erkitýpur af svona dæmigerðum nemendum í grunnskóla. Þeir sem eru fastir liðir í bandarískum skólabíómyndum. Þarna var hrekkjusvínið og líka formaður bekkjarins, hægri hönd kennarans. Og þarna var grúbbían. Nördið. Bjartasta vonin. Ungfrú gaggó. Og allt það. 

Kannski var það alger tilviljun. Að allir líktust erkitýpum. Og kannski eitthvað sem maður gerir sjálfur ósjálfrátt. Flokkar fólk í erkitýpur. Manneskju sem hegðar sér eftir fyrirsjáanlegum lögmálum. Eitthvað gamalt og niðurbælt náði tökum á mér. Eins og ég væri kominn aftur í gaggó. 

Nú skoðaði ég þann sem hló áðan. Hrekkjusvínið sem var byrjaður að grínast eittthvað. Andrúmsloft fjandskapar hafði stigmagnast. Var þetta ekki háskólanemi? Mig langaði að segja honum að halda kjafti, en ég gerði það ekki, ég var siðmenntaður, en þannig var ég alls ekki sem unglingur. Ef maður hefur þá skoðun að einhver sé fífl ætti maður að skoða hvað það er nákvæmlega í hans fari sem kallar á þessa skoðun hjá manni. Kannski er hann fífl af því að hann líkist einhverri hlið sem maður vill ekki kannast við hjá sjálfum sér. Sálfræðingurinn Karl Jung hefði bent mér á að það væri einmitt málið.

Því það er alltaf að koma skýrar í ljós að hættulegasta fólkið er einmitt vingjarnlega fólkið. Sem þorir ekki að segja: Nei.

Ég nennti þessu ekki. Í raun var bara hægt að gera eitt. Fara. En ég gerði það ekki. Því ég var fastur.  Eins lítið og maður nennti þessu. Það var útilokað að fara. Það var búið að ögra mér og hægt að túlka sem flótta og líklega dónaskap. Ég vildi ekki vera dónalegur, það er eitthvað sem ég hef lært að gera ekki með árunum. Sem er auðvitað út í hött. Því það er alltaf að koma skýrar í ljós að hættulegasta fólkið er einmitt vingjarnlega fólkið. Sem þorir ekki að segja: Nei.

Íslenskupróf eða hvað?

Svo sagði íslenskuneminn að komið væri að prófinu, hann útskýrði reglurnar, sem voru sáraeinfaldar. Við myndum svara hvenær sem er og mættum taka mið af svörum annarra þátttekanda. 

Fyrst var spurt hvort „lygi“ væri með einföldu eða „Y“.  Það voru allir sammála. Strax afgreitt. Lítið mál. Spurt var meira um „I“ eða „Y“  og allur gangur á svörum, ég fékk á tilfinninguna að margir hermdu eftir mér. Svo var spurt um eitt eða tvö „N“, einfalt „I“ eða „Y“, stóran eða lítinn staf. Voru mánuðir með stórum eða litlum? Hvernig voru plánetur skrifaðar? Með Stórum eða litlum stöfum? Þrautin þyngdist.  Furðulegri orð, gömul íslenska, spurt um beygingar á hinum og þessum orðum. Tölva. Hvernig væri það beygt? Það voru allir með þetta vitlaust. Nema ég. Tölva beygist eins og völva. 

Sálfræðiþriller

Svo var lesið upp miklu hraðar. Eins og spyrill í Gettu betur væri kominn inn í salinn. Og þá gerðist svolítið óvænt. Bjartasta vonin reyndist vera algert íslenskusjéní. Allir svöruðu eins og hún. Líka þegar hún hafði rangt fyrir sér. Ég man þegar bjartasta vonin svaraði að „íslenskur“ væri með stóru, ég vissi að þetta var rangt. En það svöruðu allir eins og hún. Þetta var verulega ruglandi. Hafði ég kannski rangt fyrir mér? Nei, það hélt ég ekki. Hópurinn hermdi aldrei eftir mér. Og sumir hristu jafnvel hausinn þegar ég var búinn að svara. Eins og ég væri alveg úti á túni. 

Og nú gerðist svolítið sem ég þekki mjög vel í eigin fari, og kemur alltaf fyrir mig þegar ég hef gert eitthvað sem ég nenni ekki að gera en geri samt út af hópþrýstingi eða vegna þess að ég þori ekki að segja: Nei. Þá er eins og ég fái ógeð á sjálfum mér. Og þá geri ég alltaf öfugt við það sem ætlast er til af mér. Nú var hópurinn að segja mér að gera eitthvað. Ég fann það mjög sterkt. Þetta var nefnilega ekki spurning um íslenskukunnáttu heldur var eitthvað allt annað í gangi. Múgæsingur. Þess vegna var ég ósammála öllum, og fór jafnvel að svara vitlaust. Viljandi. Og svörin mín kölluðu fram skrítin viðbrögð hjá þátttakendum.

GreinarhöfundurÁn þess að hann upphaflega vissi, var verið að rannsaka viðbrögð hans.

Það voru lesin upp fleiri orð og ég fann alveg að nú var ekki bara ég lengur ringlaður heldur við öll. Eða eins og þau vissu ekki lengur hvort þau ættu að svara eins og bjartasta framtíðin. Hún svaraði rétt en ég vitlaust. Og þegar hún svaraði vitlaust svaraði ég rétt. Þetta var stríð. Og þau fóru að tala enn hærra. Gjömmuðu núna þegar þau svöruðu. Og svo fór ég að tala enn hærra og þá fannst mér þessi könnun vera út í hött. Hver var að skrifa svörin niður? Af hverju voru þau að gjamma? Þau voru að reyna að neyða mig til að svara eins og þau. Og þá sagði ég stopp. 

Þá brustu stíflur. Og fólk frussaði. HAHAHAH. 

Þetta var próf í fylgispekt og ég gekk strax út. Og var ekkert að spá í neitt, hvort þau væru sálfræðinemar eða ekki. Þeir hefðu allt eins geta verið nemar í leiklist. 

Best var auðvitað að falla, helst að vera með núll í fylgispekt. Ég ætla ekki að segja frá niðurstöðunni, sem er hvort eð er aukaatriði af því að mér leið eins og ég hefði náð prófinu: Það gerðist um leið og ég samþykkti að taka þátt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Óvænt líf fannst í blómapotti
1

Óvænt líf fannst í blómapotti

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
3

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
4

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
5

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

·
Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
6

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·
Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum
7

Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
2

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
3

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
5

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Konur upplifa að læknar hlusti ekki á þær
6

Konur upplifa að læknar hlusti ekki á þær

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra
2

Ríkisforstjóri ákvarðar laun annars ríkisforstjóra

·
Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð
3

Ungt fólk þurfi að spara og drekka minna latte til að geta eignast íbúð

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
5

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Konur upplifa að læknar hlusti ekki á þær
6

Konur upplifa að læknar hlusti ekki á þær

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
2

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
3

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
4

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk
5

Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
2

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
3

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
4

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk
5

Stjórnmálastéttin velti tugmilljarða skattbyrði yfir á lágtekju- og millitekjufólk

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Nýtt á Stundinni

Óðurinn til gleðinnar

Freyr Rögnvaldsson

Óðurinn til gleðinnar

·
Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

Illugi Jökulsson

Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·
Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

·
Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·
Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·
Hvílík tilviljun

Hvílík tilviljun

·
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

·
Ómeðvitaðir fordómar fóðra fötlunarfyrirlitningu

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Ómeðvitaðir fordómar fóðra fötlunarfyrirlitningu

·
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

·
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·