Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljarður rís, blúshátíð og dragdrottningar í geimnum

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir dag­ana 9.–27. mars.

Milljarður rís, blúshátíð og dragdrottningar í geimnum

DJ Assault, Alvia, Intr0beatz

Hvar? Húrra
Hvenær? 9. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Uppruna ghetto techno-stefnunnar má rekja til Detroit. Um er að ræða hráa elektróníska og taktfasta tónlist með ögrandi textum. DJ Assault er oft álitinn guðfaðir stefnunnar, en með honum spila Alvia Islandia, íslenska trap-drottningin, sem hefur skipað sér sess í hip-hop senunni í Reykjavík, og Intr0beatz, einn af bestu taktsmiðum Íslands.

Milljarður Rís 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. mars kl. 12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

UN Women á Íslandi efna í sjötta skiptið til dansbyltingar þar sem ofbeldi gegn konum er mótmælt. Í ár er viðburðurinn tileinkaður konum af erlendum uppruna sem þurfa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Eins og áður mun DJ Margeir þeyta skífum og halda uppi stuðinu.

Drag-Súgur: Teleport us to MARS!

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 16. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Dragdrottningarnar í kabaretthópnum Drag-Súgur hafa undanfarin tvö ár haldið reglulegar sýningar þar sem grín og glens og metnaðarfull tilþrif eru í fyrirrúmi. Þema kvöldsins er geimurinn og það sem honum tengist, allt frá framúrstefnulegri tísku til nördakúltúr. Munið bara að úti í geimnum heyrir enginn þig hrópa: „Yaaaas queen!“

Sónar Reykjavík 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 16.–17. mars
Aðgangseyrir: 19.990 kr.

Sónar er alþjóðleg hátíð tileinkuð raf- og danstónlist sem var stofnuð fyrir 25 árum, en hún er haldin í fimmta skiptið í Reykjavík. Fjögur mismunandi svið rísa í Hörpu, þar með talinn næturklúbbur í bílakjallara byggingarinnar. Um 50 hljómsveitir og listamenn koma fram, eins og hin breska Underworld, bandaríski Danny Brown, Bjarki og fleiri.

Músíktilraunir 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 18.–21. og 24. mars
Aðgangseyrir: 1.500–2.000 kr.

Músíktilraunir er árleg keppni ungra tónlistarmanna sem á sér yfir 35 ára sögu. Þar koma um 40–50 nýjar hljómsveitir fram í von um að verða krýndar sigurvegarar tilraunanna. Margar af efnilegustu hljómsveitum landsins hafa einmitt stigið sín fyrstu skref á hátíðinni, eins og Mammút, Samaris, Hórmónar, Between Mountains og fleiri.

Babies

Hvar? Húrra
Hvenær? 23. mars kl. 22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

Babies er einn af kröftugustu og skemmtilegustu coverlaga-flokkum landsins, en hann skipa heimsklassa tónlistarmenn úr ýmsum hljómsveitum. Búast má við miklu fjöri og úrvali af dansvænum lögum frá mismunandi tímabilum.

Goth Night: ESA útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 24. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

ESA, Electronic Substance Abuse er eins manns verkefni Jamie Blackers sem hefur verið viðloðinn svart- og dauðamálmssenu Bretlands. Sem ESA skapar hann tilraunakennda hljóðheima sem eru undir áhrifum iðnaðarrokks og einkennist af þungum og hvössum tortímandi töktum. ESA fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar, „The Beast“.

Blúshátíð í Reykjavík 2018

Hvar? Hilton Reykjavík Nordica
Hvenær? 27.–29. mars 
Aðgangseyrir: 11.990 kr.

Blúshátíðin hefst með Blúsdeginum þann 24. mars, þar sem Skólavörðustígurinn er lagður undir hátíðina frá 14.00–16.00. Þar verður meðal annars tilkynnt um val heiðursfélaga félagsins 2018. Síðan verða þrennir tónleikar þar sem koma fram meðal annars Laura Chavez og Ina Forsman, Larry McCray og fleiri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár