Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

120 milljóna hagnaður hjá Bitcoin-fyrirtæki

Fimm starfsmenn unnu í gagnaverinu hjá Bitfury Iceland í fyrra, en verð á bitcoin hefur sveiflast gríðarlega undanfarna mánuði.

Stjórnarformaður Bitfury á Íslandi Valery Vavilov kom til Íslands á haustmánuðum 2013 í þeim tilgangi að reisa gagnaver fyrir Bitcoin-námugröft.

Félagið Bitfury Iceland skilaði hagnaði sem nemur um 120 milljónum íslenskra króna í fyrra og tæplega 240 milljóna hagnaði árið 2016. Þá voru fimm starfsmenn í vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiðir rafeyri, bitcoin, í gagnaveri Advania í Reykjanesbæ. 

Þetta eru þær opinberu tölur sem gefnar eru upp í ársreikningum. Bitfury Iceland er í eigu hollenska eignarhaldsfélagsins Bitfury Holding B.V., en tilgangur félagsins er semsagt sá að búa til, eða grafa eftir, rafeyri sem ekki er viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill samkvæmt íslenskum lögum. Eins og bent er á í nýlegri umfjöllun á vef fjármálaráðuneytisins hafa ýmis álitaefni verið uppi í tengslum við lagalega stöðu rafmynta, svo sem hvernig skattayfirvöld geti náð til þeirra.

Bitfury hóf námugröft í gagnaverum Advania á Ásbrú í Reykjanesbæ árið 2014. Stundin fjallaði ítarlega um starfsemi félagsins árið 2015, en fram kom að forsvarsmenn Bitfury hefðu komið til Íslands á haustmánuðum 2013 í leit að samstarfsaðila til þess að reisa gagnaver sem yrði sérhannað fyrir starfsemi þeirra. Samningar náðust við hugbúnaðarfyrirtækið Advania og byggingarnar voru reistar í flýti á einum og hálfum mánuði, áður en málið hafði verið afgreitt í bæjarstjórn eða byggingarleyfi veitt.  

Verð á bitcoin hefur sveiflast gríðarlega undanfarna mánuði. Fjármálaeftirlitið vakti nýlega athygli á því í sérstakri viðvörun til almennings að engar reglur giltu á markaði með sýndarfé. „Markaður með sýndarfé sýnir skýr merki um bólumyndun þar sem verð er mjög sveiflukennt og ekki tengt undirliggjandi eignum,“ segir í tilkynningu FME.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Launahækkanir forstjóra „ógeðslegt misrétti“

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pistill

Þar var einu sinni svo gott að djamma og djúsa

Fréttir

Ráðuneytið segir kosningaloforð Eyþórs óheimilt

Mest lesið í vikunni

Pistill

Lærði að lifa af

Afhjúpun

Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Úttekt

Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin

Reynsla

Í lífshættu í hlíðum Marokkó