Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framsókn slítur viðræðunum – Katrín boðuð á Bessastaði

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins töldu meiri­hlut­ann of tæp­an og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son vill „mynda rík­is­stjórn með breiða skír­skot­un“. Pírat­ar vilja fá fleiri flokka að borð­inu.

Framsókn slítur viðræðunum – Katrín boðuð á Bessastaði

Stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata hefur verið slitið.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var þetta gert að frumkvæði Framsóknarflokksins en þingmenn flokksins höfðu lýst áhyggjum af því að meirihlutinn væri of tæpur til að stjórnarsamstarfið gæti gengið upp.

Uppfært kl. 14:00:

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar á Facebook:

„Það eru mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn Vinstri-grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata að þessu sinni. Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu.“

Kl. 13:20:

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook:

„Að mati okkar Framsóknarmanna þarf að mynda trausta ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum, félagslegum og efnahagslegum stöðugleika. Framundan eru stór verkefni í íslensku samfélagi, eins og kjarasamningar, sem þarfnast þess að mynduð sé ríkisstjórn í landinu sem býr að traustum meirihluta. Stóra verkefnið í íslenskum stjórnmálum í dag er að endurreisa traust og skapa sátt í samfélaginu okkar. Það þarf að mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun.“

Kl. 13:10:

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur til fundar við sig á Bessastöðum kl. 17:00.

Kl. 12:50:

Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Þingflokkur Pírata telur ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. Samtalið hefur gengið vel og telja Píratar alla hafa komið að borðinu með það að markmiði að ganga í þau stóru mál sem bíða okkar. Píratar skilja áhyggjur af naumum meirihluta og telja hinu augljósu leið að bjóða fleirum að borðinu. Milli flokkanna fjögurra ríkir mikið og gott traust.

Þolinmæði almennings fyrir stjórnmálum spillingar, eiginhagsmuna og sjálfhverfu er á þrotum. Það er von Pírata að aðrir stjórnmálaleiðtogar hafi heyrt þau skilaboð og gangi ekki til stjórnarviðræðna þar sem slík stjórnmál fá áfram að viðgangast. Þingflokkur Pírata hefur í þessum viðræðum haft það að markmiði að skila stjórnarsáttmála sem er almenningi til heilla. Þar liggur hugur okkar enn.

Þær samningaviðræður sem fram fóru voru ánægjulegar og jákvæðar miðað við áherslur Pírata í nýafstöðnum kosningum. Mál sem ágreiningur hefur verið um hafa verið rædd í sátt.

Píratar eru flokkur málefnalegra vinnubragða og kerfisumbóta. Við erum hreyfing sem hefur það að markmiði að stunda ábyrg stjórnmál til ávinnings fyrir almenning og til raunverulegra umbóta. Niðurstaða kosninga skilaði engum augljósum meirihluta. Píratar lýsa sig tilbúna til að leita að breiðari samstöðu og halda samtalinu áfram. Píratar skilja að verkefnið er stærra en við sjálf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Brosir gegnum sárin
1
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
4
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
10
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár