Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Beittur penni með blíða rödd

Blaða­kon­an Kim Wall fannst lát­in í Kaup­manna­höfn og er við­mæl­andi henn­ar grun­að­ur um morð. Kim var vel mennt­að­ur verð­launa­blaða­mað­ur sem fjall­aði gjarn­an um fé­lags­legt rétt­læti og hafði gert heim­inn all­an að vinnu­stað sín­um. Koll­egi henn­ar skrif­aði grein í Guar­di­an þar sem hún seg­ir ör­lög vin­konu sinn­ar öm­ur­lega áminn­ingu um að kon­ur séu hvergi óhult­ar við störf sín.

Beittur penni með blíða rödd

Skelfileg örlög sænsku blaðakonunnar Kim Wall hafa vafalaust ekki farið framhjá neinum, en lík hennar fannst sundurbútað í fjörunni við Amager í Kaupmannahöfn á mánudaginn var. En hver var Kim Wall?

Í mörg ár hafði hún flakkað einsömul um heiminn og elt uppi mál og manneskjur sem vöktu athygli hennar, kafað dýpra ofan í kjölinn á öllu því sem vakti forvitni hennar og deilt því með umheiminum af mikilli fagmennsku.

Þegar hún steig um borð í kafbát Peters Madsens að kvöldi 10. ágúst síðastliðinn grunaði hana ekki að aðalpersóna umfjöllunarinnar sem hún var að vinna yrði hún sjálf. Tilefni hennar hinstu ferðar virtist þvert á móti ósköp saklaust í samanburði við margt sem hún hefur fengist við á ferli sínum – umfjöllun um danskan uppfinningamann sem smíðaði sér kafbát hljómaði í það minnsta ekki eins og lífshættuleg iðja í eyrum hennar nánustu. Í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum eftir að tilkynnt var um hvarf Kim Wall gerir móðir hennar, Ingrid Wall, þetta að umtalsefni sínu. „Við höfum oft verið óróleg þegar Kim var að ferðast um ótryggar slóðir vegna vinnu sinnar, en aldrei grunaði okkur að henni væri hætta búin í Kaupmannahöfn, steinsnar frá æskuheimilinu,“ segir í tilkynningunni.

Heimurinn allur varð að vinnustað hennar 

Kim Isabel Fredrika Wall fæddist í Trelleborg á Skáni í Svíþjóð þann 23. mars árið 1987. Hún var dóttir hjónanna Ingridar og Joachims Wall, en Kim fetaði í fótspor beggja foreldra sinna þegar hún ákvað að leggja stund á blaðamennsku. Henni er lýst sem hugrakkri, hjartahlýrri og metnaðarfullri af þeim fjölmörgu sem nú minnast hennar á opinberum vettvangi; eldhugi sem gaf allt sitt í starfið sem hún sinnti af öllu hjarta. Hún var ekki nema rétt rúmlega tvítug þegar hún yfirgaf heimalandið til þess að mennta sig frekar. Eftir að hafa numið við Sorbonne-háskóla í París, London School of Economics og loks Kólumbíuháskóla, þaðan sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í blaðamennsku og alþjóðasamskiptum árið 2013, varð heimurinn allur að vinnustað hennar.

„Aldrei grunaði okkur að henni væri hætta búin í Kaupmannahöfn, steinsnar frá æskuheimilinu“

Vönduð skrif hennar um óréttlæti, misskiptingu og fjölbreytileika mannlífsins rötuðu víða. Fólkið hennar segir hana alltaf hafa verið uppfulla af nýjum hugmyndum sem hún hlakkaði til að kanna betur. Árið 2016 hlaut hún Hanzel Miet-blaðamannaverðlaunin fyrir ítarlega umfjöllun sína um umhverfisáhrif kjarnorkutilrauna Bandaríkjamanna á Marshall-eyjum. Fjölskylda hennar og vinir vonast til þess að heimurinn muni hana fyrst og fremst sem manneskjuna sem hún var og framúrskarandi blaðakonu, ekki fórnarlamb hrottafengins glæps.

Kim var ekkert óviðkomandi

Þrátt fyrir ungan aldur hafði Kim Wall fyrir löngu náð að skapa sér nafn sem rannsóknarblaðamaður. Síðustu árin var hún búsett í New York og Beijing á víxl, en ferðaðist víða vegna vinnu sinnar. Hún starfaði sjálfstætt og umfjallanir hennar birtust oft í virtustu fjölmiðlum heims. Meðal annars skrifaði hún fyrir New York Times, South China Morning Post, Vice og The Guardian, auk fjölda annarra. Skrif hennar hafa þar að auki verið þýdd á fjölda tungumála.

Það er ljóst að Kim var vinamörg og snerti líf fólks um víða veröld á ferli sínum, hvort sem var í einkalífi eða á faglegum vettvangi. Metnaður hennar fyrir að ljá jaðarsettum hópum rödd í gegnum starf sitt var einlægur, eins og efnistök hennar báru vott um, en Kim skrifaði gjarnan um jafnréttismál, félagslegt réttlæti og misskiptingu. Hún hafði einnig mikinn áhuga á poppkúltúr og jaðarmenningu hvers konar, fjallaði gjarnan um litríka persónuleika sem setja svip sinn á samfélög – fólk með óvenjuleg sérsvið eða áhugamál, líkt og Peter Madsen.

Kim hefur meðal annars ferðast um Sri Lanka og fjallað um ástandið í landi sem nýlega hafði losnað úr viðjum borgarastyrjaldar. Hún hefur skrifað um ferðamannaiðnaðinn á Haítí, landi sem enn er í sárum eftir jarðskjálftann mikla árið 2010, neðanjarðar-internetmenningu á Kúbu, asíska hinsegin-menningu í New York og kínverskan femínisma, svo eitthvað sé nefnt. Móðir hennar segir hana hafa verið „beittan penna með blíða rödd“.

„Enginn staður var of fjarlægur eða hættulegur ef þar leyndist saga sem þurfti að heyrast“

„Hún deildi með okkur sögum frá öllum heimshornum. Enginn staður var of fjarlægur eða hættulegur ef þar leyndist saga sem þurfti að heyrast,“ skrifar móðir hennar eftir að ljóst var að einkadóttir hennar var ekki lengur á lífi.

Sruthi Gottipati, ritstjóri, blaðamaður og vinkona Kim Wall, skrifar grein í Guardian í vikunni þar sem hún gerir ofbeldi gegn konum í blaðamennsku að umtalsefni. Hún segir það hrollvekjandi áminningu fyrir heiminn allan að ofbeldi gegn konum sé ekki eitthvað sem aðeins á sér stað í fjarlægum þriðjaheimslöndum – það er líka raunveruleiki á Vesturlöndum, meira að segja í jafnréttisparadísinni Skandinavíu. Hún segir örlög vinkonu sinnar ömurlega áminningu um að konur séu hvergi óhultar við störf sín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
2
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
4
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
5
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
7
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
8
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
10
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár