Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólafur Arnarson segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna

Ólga hef­ur ver­ið í Neyt­enda­sam­tök­un­um síð­an Ólaf­ur var kjör­inn formað­ur sam­tak­anna síð­asta haust. Stjórn sam­tak­anna sam­þykkti van­traust á Ólaf og sak­aði hann um óhóf­leg út­gjöld. Ólaf­ur ákvað rétt í þessu að segja af sér for­mennsku í sam­tök­un­um.

Ólafur Arnarson segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna

Ólafur Arnarson hefur sagt af sér sem formaður Neytendasamtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla rétt í þessu. Stjórn samtakanna hafði samþykkt vantraust á Ólaf þann 6. maí og þá hafði ráðningarsamningi við hann verið sagt upp. Þá hafði öllu starfsfólki samtakanna verið sagt upp í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu samtakanna.

„Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegns óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ sagði í tilkynningu frá stjórn samtakanna í gær.

„Óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar.“

Ólafur hafnar öllum ásökunum stjórnarinnar um óhófleg útgjöld en segist ekki geta haldið áfram starfi hjá samtökunum. „Enda þótt ég telji mikið hafa áunnist í sókn Neytendasamtakanna á síðustu mánuðum og að sýnileiki samtakanna hafi aukist verulega verður ekki fram hjá því litið að óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt mig bæði í starfi mínu fyrir samtökin og einnig í átökunum innan stjórnarinnar. Ég segi hér með af mér sem formaður Neytendasamtakanna og læt um leið í ljós þá von að þeim sem standa munu við stjórnvölinn á næstu misserum og árum muni takast að rétta skútuna við,“ segir Ólafur.

Samkvæmt heimildum RÚV voru helstu ástæður þess að farið var fram á vantraust gegn Ólafi ákvörðun hans um 50 prósenta launahækkun hjá sjálfum sér og að hann hafi látið samtökin kaupa bíl til eigin nota. Auk þess á Ólafur að hafa tekið ákvörðun án samþykkis stjórnar um að verja 700 þúsund krónum mánaðarlega í smáforritið Neytandann.

Yfirlýsingu Ólafs má lesa hér að neðan:

Engum sem fylgst hefur með ágreiningi innan stjórnar Neytendasamkanna getur dulist að hann hefur laskað ímynd þeirra. Engum sem til samtakanna þekkir getur heldur dulist að um margra ára skeið hafa þau visnað og veikst með margvíslegum hætti og í raun flotið hægt og bítandi að feigðarósi. Skýrastu einkenni þessarar óheillaþróunar má annars vegar sjá í fækkun félagsmanna og hins vegar í því að þjónustusamningar við stjórnvöld eru aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Láta mun nærri að frá aldamótum hafi tekjur af samningum við ríkið um neytendaaðstoð minnkað um 80% og auðvitað munar um minna. Taprekstur undanfarinna ára skýrist af miklum tekjusamdrætti en ekki auknum útgjöldum. Það er kjarni málsins.

Ég tók við formennsku í Neytendasamtökunum í október á síðasta ári til þess að freista þess að blása lífi í glæðurnar og nýta augljós tækifæri til nýrrar sóknar. Stærsta áherslumál mitt  var að nota tæknina í þágu neytenda með því að koma á fót appi fyrir snjalltæki, sem færir m.a. verðsamanburð í lófann á neytendum. Þremur mánuðum eftir að ég var kosinn formaður kynntu Neytendasamtökin, ásamt hugbúnaðarfrumkvöðlunum í Strimlinum ehf., appið Neytandann. Neytandinn er eitt vinsælasta appið á Íslandi og notendur eru orðnir á þriðja tug þúsunda. Vel á annað hundrað þúsund strimlar hafa verið lesnir inn í gagnagrunn og næstum 1,5 milljón verðmælingar. Á hverjum degi eru lesnar u.þ.b. 5000 verðmælingar inn í gagnagrunninn.

Þessari nýju tækni var einnig ætlað að renna styrkum stoðum undir nýja og umfangsmeiri þjónustusamninga við ríkið og endurreisa þannig viðunandi rekstrargrundvöll fyrir áframhaldandi starf samtakanna. Þegar stjórn samtakanna hefur nú tekið þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki þeirra er ljóst að Neytendasamtökin hafa enga burði til að efna skuldbindingar sínar vegna núgildandi samninga og vandséð er að stjórnvöld muni ganga til nýrra samninga við samtök sem því miður virðast vera við það að liðast endanlega í sundur. Það er mikið áhyggjuefni og auðvitað yrðu það mikil vonbrigði ef samtökin næðu ekki að gegna áfram hinu þýðingarmikla hlutverki sínu í varðstöðu um hag neytenda í landinu.Stjórn Neytendasamtakanna hefur borðið mig þungum sökum. Allar eru þær á skjön við raunveruleikann og sumar beinlínis upplognar. Ég hef hrakið þessar ávirðingar lið fyrir lið með þeim afleiðingum að í síðustu yfirlýsingu sinni lætur stjórnin sér nægja að halda því fram í almennum orðum og án nokkurs rökstuðnings að alvarleg fjárhagsstaða sé „að mestu leyti tilkomin vegna óhóflega útgjalda“ sem ég hafi „efnt til án aðkomu stjórnar“. Enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. Enginn fótur er heldur fyrir því að fjárhagslegur vandi samtakanna sé vegna útgjalda. Samtökin glíma við alvarlegan tekjuvanda og um það er stjórnin fullkomlega meðvituð enda þótt hún kjósi að skrifa margra ára uppsafnaðan vanda sinn á minn reikning.Enda þótt ég telji mikið hafa áunnist í sókn Neytendasamtakanna á síðustu mánuðum og að sýnileiki samtakanna hafi aukist verulega verður ekki fram hjá því litið að óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt mig bæði í starfi mínu fyrir samtökin og einnig í átökunum innan stjórnarinnar. Ég segi hér með af mér sem formaður Neytendasamtakanna og læt um leið í ljós þá von að þeim sem standa munu við stjórnvölinn á næstu misserum og árum muni takast að rétta skútuna við. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
8
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár