Fjöldinn sem styður ekki Bjarna sem forsætisráðherra nálgast 30 þúsund

Fjöldi þeirra sem skráð hafa nafn sitt á und­ir­skriftal­ista sem mót­mæl­ir veru Bjarna Bene­dikts­son­ar í stóli for­sæt­is­ráð­herra hef­ur næst­um þre­fald­ast frá því í gær­morg­un.

Fjöldinn sem styður ekki Bjarna sem forsætisráðherra nálgast 30 þúsund
Byrjar í brekku Bjarni Benediktsson hefur forsætisráðherratíð sína í mótvindi. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá því að þeir hófu samstarf 2017, hann mælist óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar og tugþúsundir hafa skrifað undir mótmæli gegn því að hann sé forsætisráðherra. Mynd: Golli

Alls hafa 27.707 skrifað undir undirskriftalista sem hefur yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ frá því að hann var settur í loftið á þriðjudag. Í gærmorgun, þegar Bjarni tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu, var fjöldinn sem skrifað hafði undir um tíu þúsund. Hann hefur því hátt í þrefaldast á tæpum sólarhring. 

Bjarni er að taka við forsætisráðuneytinu í annað sinn á sínum ferli, en hann gegndi embættinu um nokkurra mánaða skeið árið 2017. Hann hefur þó verið ráðherra samfleytt frá árinu 2013, lengst af fjármála- og efnahagsráðherra. 

Undirskriftasöfnunin er rökstudd með því að vísa í að Bjarni njóti lítils trausts hjá almenningi á Íslandi, og er þar vísað í könnun sem Maskína gerði og birti niðurstöður úr í desember í fyrra. Þar kom fram að þrír af hverjum fjórum aðspurðum, 75 prósent, að þeir vantreystu Bjarna. Einungis 17 prósent sögðust bera mikið traust til hans. Hann var sá ráðherra sem mældist með mest vantraust og minnst traust. 

Alltaf mælst með meira vantraust en traust

Maskína, og fyrirrennarar þess fyrirtækis, hafa mælt traust gagnvart ráðherrum  um margra ára skeið. Þegar þær kannanir eru skoðaðar aftur í tímann  vekur athygli að Bjarni hefur aldrei verið í þeirri stöðu að fleiri treystu honum vel til verka en vantreystu honum. 

Honum hefur þó, tímabundið, einu sinni tekist að vinna verulega á hjá þjóðinni. Í desember 2021, skömmu eftir síðustu kosningar og á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn, voru 38 prósent aðspurðra farnir að treysta honum vel á meðan að 44 prósent sögðust bera lítið traust til hans. Sá árangur entist þó ekki lengi.

Mæling í desemberMyndin sýnir hvernig traust á Bjarna mældist skömmu eftir að hann settist í utanríkisráðuneytið í október í fyrra og hvernig sú mæling var í samanburði við fyrri utanríkisráðherra.

Vantraustið fór upp í 71 prósent í apríl 2022 , skömmu eftir að sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hefur hlotið margháttað áfelli eftirlitsstofnana, fór fram. Þá sögðust einungis 18 prósent aðspurðra treysta Bjarna vel. Á fimm mánuðum gjörbreyttist því staðan til hins verra fyrir Bjarna. Vantraustið hefur, líkt og áður sagði, aukist síðan þá.

Gefur lítið fyrir mælingar fortíðar

Heimildin spurði Bjarna út í þessar traustmælingar eftir blaðamannafund á miðvikudag þar sem áherslur ríkisstjórnar hans voru kynntar. Þá sagðist hann ætla að nýta tíma sinn í embætti forsætisráðherra til að afla trausts á ríkisstjórninni og nefndi að skoðanamælingar breytist frá einum tíma til annars. „Þessar mælingar sem þú vísar til núna voru í kjölfar þess að ég var kannski mitt í talsverðum átakamálum,“ 

Hann sagðist vonast til að menn dæmi hann á verkum hans í nýju embætti. „Skoðanakannanir í gegnum tíðina hafa verið svo fjölbreyttar og mismunandi að þær eru ekki það sem að mér er efst í huga á þessum tímamótum.“ Honum þyki allt önnur staða uppi heldur en var fyrir nokkrum mánuðum.

„Eins og ég segi, ég hyggst haga verkum mínum í forsætisráðuneytinu þannig að það megi verða til þess að efla og viðhalda trausti á ríkisstjórninni heilt yfir,“ sagði Bjarni. Það sé honum ofar í huga en hvað mælingar fortíðarinnar hafa sagt.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Olof Sverrisdottir skrifaði
    Nú er fjöldinn 35000 sem ekki styður Bjarna og á eftir að aukast..
    0
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    mun forseti "hlusta" á þjóðina og reka forsætisráðherra ? . .
    1
    • BGH
      Bardur G Halldorsson skrifaði
      Ekki Katrin Jakobsdóttir. Þess vegna þarf að halda henni frá Bessastöðum.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu