Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Lægra verð fyrir Íslandsbanka fórnarkostnaður fyrir gagnsæi

Rík­ið gæti feng­ið minni pen­ing fyr­ir Ís­lands­banka með því að birta lista yf­ir alla kaup­end­ur eft­ir næstu sölu, sem er fyr­ir­hug­uð á þessu ári. Það sé „sá fórn­ar­kostn­að­ur sem við­bót­ar­skil­yrði um gagn­sæi get­ur haft í för með sér.“

Lægra verð fyrir Íslandsbanka fórnarkostnaður fyrir gagnsæi
Ráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun brátt mæla fyrir frumvarpi um næstu skref í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Mynd: Golli

Fjármála- og efnahagsráðuneytið ætlar ekki, eftir að hafa farið yfir umsagnir, að víkja efnislega frá þeim fyrirætlunum um fyrirkomulag á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem kynnt voru í frumvarpsdrögum. Það verða þó gerðar viðbætur og leiðréttingar til að bregðast við varðandi framkvæmdaatriði. 

Eitt þeirra atriða sem gerð var athugasemd við í umsögn var að það væri of mikið gagnsæi fólgið í því að birta sundurliðaðar upplýsingar um alla þá sem munu kaupa hlut í Íslandsbanka í komandi söluferli. Sá sem gerði þá athugasemd var Arion banki, einn af störu bökunum þremur á Íslandi. Hann taldi að slíkt gagnsæi gæti falið í sér að færri myndu taka þátt í útboðinu en ella og að það fæli í sér sérreglu sem víki til hliðar almennri reglu um bankaleynd. 

Í skjali um niðurstöður samráðsins, sem dagsett er 18. mars og hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda, segir að ábending Arion banka sé hárrétt, og að það geti verið að birting á kaupendalistanum í heild sinni dragi úr áhuga á þátttöku. „Mögulegt er að þessi fyrirætlan muni verða til þess að verð eignarhlutarins verði lægra en ella og er það sá fórnarkostnaður sem viðbótarskilyrði um gagnsæi getur haft í för með sér. Ef aukin áhersla væri á meginregluna um hagkvæmni þá kæmi þetta skilyrði mun síður til greina.“

Ráðuneytið ætlar þó að taka tillit til ábendinga um að skylda til birta lista yfir alla kaupendur feli í sér sérreglu gagnvart bankaleynd. Það þurfi skýrlega að mæla fyrir því í frumvarpinu þegar það verði lagt fram. „Þetta sé mikilvægt með vísan til þess að hver og einn söluaðili þarf að halda áskriftarbók fyrir eigin viðskiptavini og leggja fram tilboð í eigin nafni til seljanda“.

Geti skapað orðsporsáhættu

Arion banki gerði líka athugasemdir við þá framkvæmd sem er boðuð, en samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi verður farið í opið útboð þar sem öllum, nema Íslandsbanka sjálfum, sem hafa heimild samkvæmt lögum til að sjá um almenn útboð stendur til boða að fara með söluumboð á eignarhlutum ríkisins. 

Bankanum sýndist, samkvæmt frumvarpsdrögum, að ekki væri gert ráð fyrir sérstöku samræmingarhlutverki við framkvæmd sölunnar, það er að einn aðili sé gerður að sérstökum umsjónaraðila útboðsins. Þess í stað virðist einungis ráðgert að ráðinn verði sérstakur umsjónaraðili tilboðsbóka. „Framangreint fyrirkomulag fer gegn viðteknum venjum á fjármálamarkaði og getur að óbreyttu leitt til þess að lægra verð fáist fyrir hlut ríkisins en ella.“

Fjármála- og efnahagsráðuneytið svarar því til í niðurstöðum sínum að gert sé ráð fyrir að ráðuneytið njóti fjármálaráðgjafar umfram það sem kveðið er á um í frumvarpsdrögunum sem birt voru. „Í þágu fyrirsjáanleika hefur verið bætt við drögin sérstakri heimild til að fela einum aðila eða fleirum að annast skipulagningu og yfirumsjón útboðsins.“

Gefa lítið fyrir gagnrýni á söluþóknun

Í frumvarpsdrögunum kom fram að söluþóknun vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ætti að vera undir einu prósenti af heildarsöluverði. Ríkið metur að það geti fengið tæplega 97 milljarða króna fyrir eftirstandandi 42,5 prósent hlut sinn í bankanum. Samkvæmt frumvarpsdrögunum stóð því til að greiða í mesta lagi tæplega milljarð króna í söluþóknun til þeirra sem sjá um söluna. 

Þetta fannst Arion banka allt of lítið og vísaði í tölur frá Hollandi sem sýndu að þóknanir sem greiddar voru fjárfestingarbönkum í tengslum við einkavæðingu evrópskra fyrirtækja með almennu útboði, hvers stærð var yfir 100 milljón evrum, frá árinu 2006 hafði verið að meðaltali 1,7 prósent af söluvirði. „Af því má leiða að þær þóknanir sem birtast í frumvarpsdrögunum séu undir Evrópsku meðaltali. Í þessu samhengi vill Arion banki hf. einnig benda á samspil við fjölda söluaðila í fyrirhuguðu útboði, en ljóst er að möguleg þóknun hvers og eins fjármálafyrirtækis lækkar eftir því sem fjöldi söluaðila eykst. Eftir því sem söluaðilum fjölgar aukast jafnframt líkur á því að framkvæmd útboðsins verði óskipulögð sem eykur líkur á því að þau fjármálafyrirtæki sem taka þátt í útboðinu verði fyrir orðspors- og álitshnekki. Slíkt, í samspili við lægri þóknanir, gæti leitt af sér að fjármálafyrirtæki, innlend sem erlend, sem mesta reynslu hafa af framkvæmd útboða sjái sér ekki í hag í því að taka þátt í útboðsferlinu.“

Í niðurstöðum samráðsins segir ráðuneytið að Arion banki, sem geri að því skóna að þóknanir sem frumvarpsdrögin gefi til kynna séu undir evrópsku meðaltali, og að fjöldi söluaðila kunni að leiða til þess að fjármálafyrirtækis sem mesta reynslu hafa af framkvæmd útboða sjái sér ekki í hag í því að taka þátt í útboðsferlinu, sé ekki á réttum slóðum í gagnrýni sinni. „Bankinn bendir til samanburðar á meðaltöl sem liggja fyrir hjá Netherlands Financial Investment („NLFI“), Um þetta er það að segja að meðaltöl NLFI eru vegna fyrstu sölu við skráningu, en hér er um sölu á þegar skráðum bréfum að ræða.“

Þá sé gert ráð fyrir að ráðherra geti falið aðila, einum eða fleiri, til að sjá um yfirumsjón með útboðinu og yrði þá samið um það sérstaklega.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár