Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

VR búið að semja – Skrifuðu undir samning rétt eftir miðnætti

Stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins skrif­aði und­ir kjara­samn­ing í nótt. Launa­hækk­an­ir eru þær sömu og hjá breið­fylk­ing­unni en sátt náð­ist um að vísa deilu þeirra sem starfa við far­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli í ferli hjá rík­is­sátta­semj­ara sem þarf að vera lok­ið fyr­ir 20. des­em­ber.

VR búið að semja – Skrifuðu undir samning rétt eftir miðnætti
Var einn eftir Af stóru stéttarfélögunum á almenna vinnumarkaðinum þá var það stærsta, VR, það eina sem átti eftir að semja. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Mynd: Golli

Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu kjarasamninga rétt eftir miðnætti í nótt. Samningurinn er, líkt og sá sem breiðfylking stéttarfélaga sem VR tilheyrði eitt sinn, en gekk svo úr, undirritaði fyrir viku til fjögurra ára. Samningurinn sem var undirritaður byggir á innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram og deiluaðilar samþykktu. Launahækkanir verða þær sömu og aðrir hafa samið um, 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent næstu þrjú árin. 

Greint er frá undirrituninni á vef RÚV og þar er haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, að samningurinn sé ásættanlegur miðað við aðstæður en málinu sé þó ekki að öllu leyti lokið. Enn á eftir að semja um kjör þeirra félagsmanna VR sem starfa við farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli sem boðað höfðu verkfall. Á vef RÚV segir Ragnar að í kjarasamningnum sé bókun um að unnið verði að breytingu á því vaktafyrirkomulagi með ríkissáttasemjara. Þeirri vinnu þarf að vera lokið fyrir 20. desember næstkomandi. Miðað við þær upplýsingar hefur verkfalli umræddra starfsmanna verið aflýst.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra þeirra, að það sé afar ánægjulegt að semja um stöðugleika og ná sátt við eitt stærsta stéttarfélag á almennum vinnumarkaði  í dag. „Það skapar óneitanlega skriðþunga fyrir það sem á eftir kemur, þar sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir raunverulegu tækifæri til þess að ná efnahagslegum stöðugleika. Við sjáum samtakamáttinn þegar fjölmörg fyrirtæki stíga fram og sýna stuðning við markmið samninganna í verki og þegar ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til þess að draga úr gjaldskrárhækkunum.“

Búið að semja við stærstan hluta almenna markaðarins

Þar með er búið að semja við stærstan hluta almenna vinnumarkaðarins. Kjarasamningar til fjögurra ára, sem kallast „Stöðugleika- og velferðarsamningarnir“, voru undirritaðir fyrir viku síðan. Að þeim standa Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði: Efling, Starfsgreinasambandið og Samiðn ásamt Samtökum atvinnulífsins. 

Í þeim samningunum var samið um hóflegar launahækkanir þar sem laun munu hækka árlega um að lágmarki um 23.750 krónur og svo áfram í hlutfalli við það upp launaflokka. Þær munu gilda afturvirkt frá 1. febrúar síðastliðnum. Almennt verður launahækkunin 3,25 prósent í ár, 2024, en svo 3,5 prósent næstu þrjú ár. 

Í samningunum eru forsenduákvæði sem segja til um að samningarnir verða endurskoðaðir tvívegis á samningstímanum með tilliti til þróun verðbólgu. Það þýðir að ef verðbólga verður yfir ákveðnu marki á endurskoðunardögunum, sem eru 1. september 2025 og 2026, þá verður hægt að fara fram á endurskoðun kjarasamninga. 

Laun fólks sem starfar við ræstingar hækka umfram önnur. Samið var um að ræsting sem starf fari úr sex í átta launaflokka á meðan að framkvæmd er hæfnigreining á störfum í greininni. Svokallaður ræstingarauki upp á 19 þúsund krónur mun greiðast mánaðarlega ofan á kauptaxta með vísun í sérstakar vinnuaðstæður ræstingarfólks. 

Þá var samið um hækkun á desember- og orlofsuppbót, breytingar á fyrirkomulagi álagsgreiðslna hjá verkafólki í ferðaþjónustu og að vaktaálag hjá vaktavinnufólki verði greitt fyrir alla vinnu utan dagvinnutímabils fram að fullum vinnuskilum. 

Rafiðnaðarsam­band Íslands, Mat­vís, VM og Grafía hafa skrifuðu svo und­ir kjara­samn­ing við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins á laugardag.

80 milljarða pakki á borðið

Til að liðka fyrir gerð samninganna hafa ríkið og sveitarfélög lofað að koma að borðinu með stóra pakka. Ríkið metur sína aðkomu á 80 milljarða króna á samningstímanum. Um er að ræða margháttaðar aðgerðir. Fríar skólamáltíðir, hærri fæðingarorlofsgreiðslur, hækkun barnabóta, sérstakur vaxtastuðningur, aukinn stuðningur við leigjendur og hóflegar gjaldskrárhækkanir. Allt á þetta að ná tvíþættum árangri: að tryggja skjólstæðingum stéttarfélaganna kjarabætur umfram þær hóflegu launahækkanir sem samið hefur verið um og stuðla að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. 

Þar mun reyna á fyrirtækin í landinu sem, í skiptum fyrir hóflegar launahækkanir til starfsmanna sinna, þurfa að leggja sín lóð á vogaskálarnar við að halda aftur af verðhækkunum. 

Enn á eftir að ganga frá samningum við opinbera starfsmenn og minnihluta almenna vinnumarkaðarins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
4
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
8
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár