Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Grindavík býr nú í 29 mismunandi sveitarfélögum

Hóp­ur sem mynd­aði eitt sam­fé­lag fyr­ir rúm­um fjór­um mán­uð­um síð­an er nú dreifð­ur um allt land, er byrj­að­ur að selja heim­ili sín til rík­is­ins og hef­ur feng­ið 1,8 millj­arða króna í stuðn­ing vegna þess að hann get­ur ekki sótt vinnu.

Grindavík býr nú í 29 mismunandi sveitarfélögum

Þann 10. nóvember, daginn sem Grindavík var rýmd og allt breyttist hjá íbúum bæjarins, voru 3.789 manns skráðir með lögheimili í bænum. Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru síðan þá hafa 2.485 einstaklingar fært aðsetur sitt annað, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ljóst má vera að enn fleiri hafa flutt úr Grindavík. Þar býr nánast enginn í dag. 

Fjallað er um stöðu Grindvíkinga út frá mörgum hliðum í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í dag. 

Hópurinn, sem eitt sinn myndaði samfélag, dreifist nú niður á 29 sveitarfélög. Flestir þeirra sem hafa fært aðsetur sitt, 659 talsins, fluttu til höfuðborgarinnar og 549 fluttu í Reykjanesbæ. Helmingur einstaklinganna sem hefur fært aðsetur sitt formlega fór í þessi tvö sveitarfélög. Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær og Vogar voru líka vinsælir lendingarstaðir. 

Í lok síðustu viku var opnað fyrir fyrrverandi íbúa Grindavíkur að selja íbúðir og hús sín til Fasteignafélagsins Þórkötlu, í eigu íslenska …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kjartan Eggertsson skrifaði
    Merkilegt að Heimildin viti hversu margir Grindvíkingar eru í Grímsnes- og Grafningshreppi því sveitarstjórnin þar veit það ekki.
    0
    • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
      Það kemur hvergi fram nákvæmur fjöldi bara að það séu undir 20 manns
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raunir Grindvíkinga

Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga
FréttirRaunir Grindvíkinga

Enn inni í mynd­inni að kaupa ein­inga­hús fyr­ir Grind­vík­inga

Nokk­ur fjöldi íbúða er enn í boði fyr­ir Grind­vík­inga hjá óhagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um og tölu­verð­ur fjöldi til við­bót­ar í boði fyr­ir þá á Leigu­torgi. Ágætt fram­boð er auk þess á til­bún­um bygg­ing­ar­lóð­um. Inn­viða­ráðu­neyt­ið seg­ir að m.a. í ljósi þessa þurfi að meta sér­stak­lega hvort þörf sé á frek­ari kaup­um á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga.
Erum eiginlega að byrja upp á nýtt
FréttirRaunir Grindvíkinga

Er­um eig­in­lega að byrja upp á nýtt

Enda­laus­ar áhyggj­ur af fötl­uð­um syni og aldr­aðri móð­ur hafa ein­kennt mán­uð­ina fjóra sem liðn­ir eru síð­an hár­greiðslu­meist­ar­inn Guð­rún Kristjana Jóns­dótt­ir, Lillý, flúði Grinda­vík. Fjöl­skyld­an ætl­ar ekki að flytja þang­að aft­ur. „Það gerð­ist eitt­hvað innra með mér þeg­ar mað­ur­inn féll of­an í sprung­una,“ seg­ir hún. Sprung­an sem klauf svo íþrótta­hús­ið, ann­að heim­ili sona henn­ar, gerði að end­ingu út­slag­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár