Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Tilfinningatjón í úthverfinu

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í verk sem kannski má kalla glymskratta­söng­leik og er nú á fjöl­um Borg­ar­leik­húss­ins. Það er verk­ið: Eitr­uð lít­il pilla.

Tilfinningatjón í úthverfinu
Eitruð lítil pilla Jóhanna Vigdís Arnardóttir fær þakið til að rifna af Borgarleikhúsinu. Mynd: Borgarleikhúsið
Leikhús

Eitr­uð lít­il pilla

Niðurstaða:

Eitruð lítil pilla

Borgarleikhúsið

Höfundur: Diablo Cody

Tónlist: Alanis Morissette og Glen Ballard

Söngtextar: Alanis Morissette

Þýðendur: Ingólfur Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson

Leikstjórn: Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Aldís Amah Hamilton, Sigurður Ingvarsson, Valur Freyr Einarsson, Íris Tanja Flygenring, Rán Ragnarsdóttir / Elín Hall, Haraldur Ari Stefánsson, Sölvi Dýrfjörð, Birna Pétursdóttir, Esther Talía Casey, Hannes Þór Egilsson, Hákon Jóhannesson, Marínó Máni Mabazza, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Védís Kjartansdóttir

Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson

Danshöfundur: Saga Kjerúlf Sigurðardóttir

Leikmynd, myndbandahönnun og teikningar: Eva Signý Berger

Búningar: Karen Briem

Lýsing: Pálmi Jónsson

Aðstoð við myndbandahönnun og grafík: Elmar Þórarinsson

Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson

Leikgervi: Andrea Ruth Andrésdóttir og Hildur Emilsdóttir

Viðbótartónlist: Michael Farrell og Guy Sigsworth

Hljómsveit: Karl Olgerisson, Tómas Jónsson, Stefán Már Magnússon, Þorbjörn Sigurðsson, Ingibjörg Elsa Turchi, Þorvaldur Þór Þorvaldsson og Sam Pegg

Gefðu umsögn

Árið 1995 kom út hljómplata sem átti eftir að umbreyta tíunda áratugnum. Alanis Morissette fangaði tilfinningaóreiðu heillar kynslóðar ungra kvenna með Jagged Little Pill, kynslóðar sem barðist á móti íhaldssemi níunda áratugarins og í leit að frelsi til að vera þær sjálfar.

Höfundinum, Diablo Cody, var falið að koma plötu Morissette fyrir í einhvers konar söguþráð og einhvers konar glymskrattasöngleikur varð niðurstaðan. Flest lögin eru af samnefndri plötu en samtíningur af seinni lögum hennar rata líka inn. Tvö lög voru skrifuð sérstaklega af Morissette fyrir söngleikinn; Brosi og Gerandi.

Eitruð lítil pilla fjallar um vísitölufjölskyldu í úthverfi sem virðist vera með allt á hreinu. Hjónin Mary Jane og Steve Healy eiga tvo unglinga sem standa á þröskuldi fullorðinsáranna. Nick, sá eldri, var að komast inn í Harvard og er sjáaldur auga móður sinnar. Frankie, sú yngri, er að reyna að fóta sig í tilverunni með baráttuna að vopni. En ekki er allt sem sýnist. Eftir bílslys ánetjaðist Mary Jane verkjalyfjum, Steve flýr í vinnuna sem hann forgangsraðar á undan fjölskyldunni, Frankie er í stöðugri uppreisn og eftir situr Nick sem vill öllum geðjast en kann ekki að standa með sjálfum sér.

Kynþáttafordómar, kynhneigð og kynferðisofbeldi

Eins og áður sagði var tónlist Morissette sem heróp fyrir ungar konur. Augljósasti farvegurinn fyrir söngleikinn væri að fylgja þessum áherslum og miða sviðsljósinu á Frankie, ungri konu í leit að samfélagslegum samastað. Aftur á móti virðist Cody uppteknari af og hafa meiri áhuga á sögu Mary Jane, miðaldra konu sem er þannig aðþrengd að hún er að kafna án þess að taka eftir því. Þannig þvælist söguþráðurinn milli heima hinna fullorðnu og unga fólksins án þess að ná fótfestu. Mikilvæg málefni á borð við kynþáttafordóma, kynhneigð og kynferðisofbeldi koma öll við sögu, sum á áhrifaríkari hátt en önnur.

Eitruð lítil pilla er stærsta sýning Borgarleikhússins á þessu leikári. Til þess að sviðsetja erlendan söngleik af slíkri stærðargráðu verður þýðingin að vera í lagi.  Að þýða erlenda popplagatexta yfir á íslensku er meiri háttar verkefni, textinn verður að smella við tónlistina og ekki síður vera leik- og söngbær. Þórarinn Eldjárn setti markið hátt með frábærri þýðingu sinni á lögum ABBA á sínum tíma. Ingólfur Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson standast því miður ekki kröfurnar. Söngtextar og talmál sýningarinnar eru óþjál, gera leikurum erfitt fyrir í túlkun, til dæmis í laginu Svo ósexí, og setja stein í veg áhorfenda til að upplifa sýninguna.

Jóhanna Vigdís á heimsmælikvarða

Eftir alltof langa fjarveru snýr Jóhanna Vigdís Arnardóttir aftur í leikhúsið, á stóra sviðið þar sem hún á heima. Þvílík endurkoma! Hún hefur engu gleymt og staðfestir stöðu sína sem söngleikjadrottning Íslands, jafnvel þótt víðar væri leitað. Slíkur er krafturinn, nærveran og söngurinn, á heimsmælikvarða. Hún syngur ekki feilnótu, hvert stórkostlega söngatriðið rekur annað og þegar mikið liggur við tilfinningalega þá finnur hún stöðugt nýjar túlkunarleiðir. Í hennar höndum er þrautaganga Mary Jane á epískum skala þar sem harmleikur og húmor mætast í söng.

Aldís Amah Hamilton hefur sömuleiðis verið fjarverandi leiksviðinu sem er synd enda hæfileikarík leikkona. Hún gerir ágætlega í takmörkuðu hlutverki. Frankie er skilgreind sem aðalpersóna en hennar átök virðast minni háttar í samanburði við aðra. Gæta mátti óöryggis í frammistöðu Aldísar á frumsýningu sem birtist aðallega í raddstyrk, kannski ekki að undra enda er þetta hennar fyrsta sönghlutverk.

„Eitruð lítil pilla er stærsta sýning Borgarleikhússins á þessu leikári“

Uppgötvun kvöldsins var hinn tiltölulega nýútskrifaði Sigurður Ingvarsson í hlutverki hins vandræðalausa Nick, draumadrengsins sem gerir allt rétt. Frá fyrsta lagi, Bestur, sýnir Sigurður staðfestu og þroska sem birtist bæði í leik og söng. Valur Freyr Einarsson fyllir fallega upp í fjölskyldukvartettinn sem hinn umkomulausi og andlega fjarverandi Steve, þar stendur upp úr fyrsta senan eftir hlé þegar hjónin leita til hjónabandsráðgjafa.  

Óstýrilátur söngleikur

Íris Tanja Flygenring leikur Jo, kynsegin einstakling með munninn fyrir neðan nefið og hefur upp raust sína á eftirminnilegan hátt. Einnig á nýliðinn Rán Ragnarsdóttir mjög góða spretti í hlutverki Bellu sem verður fyrir hrottalegu ofbeldi en finnur styrk til að láta í sér heyra. Í minni hlutverkum eru Birna Pétursdóttir og Esther Talía Casey eftirminnilegastar, hvor á sína vegu, en báðar með röddina og kímnigáfuna alveg á hreinu. Stór hluti leikhópsins er samansettur af ungu fólki sem orkar vel á sýninguna, hlutverkin eru kannski ekki beint áhugaverð en þau finna styrk í hópsenunum.

Gaman er að sjá listrænt teymi í sýningu af þessari stærðargráðu þar sem flestir stóru póstarnir eru skipaðir konum. Leikstjórinn Álfrún Helga Örnólfsdóttir heldur um stjórnartaumana sem renna henni stundum úr greipum enda söngleikurinn óstýrilátur. Skynsamlega ákveður hún að flysja í burt mikið af ameríska raunveruleikanum, skapa óræðari heim og setur þannig fókus á persónulegar sögur. Heildarmyndin er burðug en einstaka atriði virka ekki sem skyldi, þar á meðal flótti Frankie til New York og sviðsetningin á stóra númeri Jo þar sem Frankie er bókstaflega komið fyrir úti í sal.

„Jóhanna Vigdís er bjargvættur sýningarinnar með frammistöðu sem fer í sögubækurnar“

Rífur þakið af Borgarleikhúsinu

Leikmynd Evu Signýjar Berger er hrátt neonlistaverk, samansett af færanlegum vinnupöllum og risastórum skjáum sem ýta sögunni áfram og glæða lífi í stundum þunglamalegan textann. Meiri ringulreið er að gæta í búningahönnun Karenar Briem sem er mikilfengleg og æpandi frumleg í allri sinni litadýrð en stundum svo áberandi að erfitt er að ná einbeitingu. Álíka ringulreið einkennir hreyfingar Sögu Kjerúlf Sigurðardóttur. Danshönnunin er svo sannarlega kraftmikil en kaotísk á köflum. Þeirra samvinna nær listrænum hápunkti í Fyrirgefið, en þá er það fítonskraftur Jóhönnu Vigdísar sem setur listrænu frumefnin á réttan sporbaug.

Þegar öllu er á botninn hvolft er Eitruð lítil pilla ekki endilega góður söngleikjapappír en inniheldur mikilvæg skilaboð um umburðarlyndi, fjölbreytileika og feluleiki hversdagsleikans. Listræna teymið gerir margt vel til að lyfta verkinu upp á hærra plan, fyrir utan misheppnaða þýðingu, og hljómsveitin styður þétt við sýninguna. En Jóhanna Vigdís er bjargvættur sýningarinnar með frammistöðu sem fer í sögubækurnar. Hún þenur tilfinningataugarnar, syngur eins og fallinn engill og rífur þakið af Borgarleikhúsinu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
2
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár