Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Ungur maður óskast“

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í verk­ið Kanni­ba­len sem hún seg­ir að fjalli á yf­ir­borð­inu um mann­át og morð en sé í raun­inni um gjör­eyð­andi þung­lyndi og ein­mana­leika.

„Ungur maður óskast“
Leikhús

Kanni­ba­len

Niðurstaða:

(Sjálfs)eyðandi eymd og einsemd

Kannibalen eftir Johannes Lilleøre

Tjarnarbíó

Leikstjóri: Adolf Smári Unnarsson

*Leikarar: *Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson

Ljósahönnun og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius

Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir

Búningahönnuður: Júlía Gunnarsdóttir

Þýðing: Adolf Smári Unnarsson og Júlía Gunnarsdóttir

Gefðu umsögn


„Hæ, ég er að leita að ungum stæltum manni til þess að slátra. Hann á að vera á aldrinum 18 til 30 ára.

Áhugasamir skulu ekki hika við að hafa samband.

Ég er svangur.

Franky.“

Þann 29. desember 2000 birtist þessi færsla í myrku horni á internetinu. Mörg gera sig breið og láta fantasíur flakka undir skjóli nafnleysis á spjallborðum vefsins án þess að framkvæma ætlunarverk sín en í þetta skiptið lá dauðans alvara á bak við skilaboðin. Tveir þýskir menn finna hvor annan og ákveða að mæla sér mót til að láta sína dýpstu og dimmustu þrár rætast. Danska leikritið Kannibalen eftir Johannes Lilleøre er byggt á skelfilegum og sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað þegar internetið var í þann mund að yfirtaka heiminn og umbreyta samskiptamáta mannkynsins.  

Á yfirborðinu fjallar Kannibalen um mannát og morð en er í rauninni um gjöreyðandi þunglyndi og einmanaleika. Örvænting mannanna tveggja í leit sinni að einhvers konar frelsun og fróun leiðir þá saman. Annar vill tortíma sjálfum sér, hinn vill sameinast annarri manneskju. Annar vill láta borða sig, hinn vill borða annan mann. Lilleøre blandar saman skáldskap og heimildaleikhúsi til að rannsaka mögulegar ástæður sem geta legið að baki atburði sem virðist með öllu óskiljanlegur. Höfundi tekst best til þegar hann beinir smásjánni að aðdraganda fundarins, deginum örlagaríka og klukkutímunum eftir að fyrsta ofbeldisverkið er framið.

„Örvænting mannanna tveggja í leit sinni að einhvers konar frelsun og fróun leiðir þá saman.“

Mannætan hafði ekki hugsað málið til hlítar

Tíminn virðist afstæður þegar mennirnir tveir mætast. Fortíð, nútíð og framtíð þeirra beggja sullast saman, eins og blóð og baðvatn á flísalögðu gólfi. Þeir gera vandræðalegar tilraunir til að ræðast við áður en hafist er handa en að láta fantasíur raungerast er stundum flókið, við getum ekki hlaupið undan mannlegum breyskleika. Þýðingin er í höndum Adolfs Smára Unnarssonar, leikstjóra sýningarinnar, og Júlíu Gunnarsdóttur sem tekst ágætlega til en textaflæðið teppist í einstaka atriðum. Sömuleiðis fatast höfundi flugið í seinni hluta verksins, sem er tiltölulega stutt, þegar annað fólk er tekið inn í þennan heim.

Adolf Smári finnur aðrar sviðsrænar lausnir á textanum og aðstæðum heldur en að endurskapa einhvern raunveruleika, frekar er honum hafnað. Mennirnir standa einir andspænis hvor öðrum, á móti heiminum í dimmu óljósu rými með ekkert nema hljóðnema og kvikmyndatökuvél til að setja mark sitt á veröldina. Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson leika mennina tvo, sem og aðrar persónur. Báðir eru þeir að stíga sín fyrstu skref á atvinnuleiksviði en Jökull hefur verið áberandi í sjálfstæðum leiksýningum nýlega. Hrátt umhverfi sýningarinnar er krefjandi því báðir eru þeir algjörlega berskjaldaðir. Þeir eiga sín eftirminnilegu augnablik, sérstaklega þegar á hólminn er komið á sveitasetrinu. Jökull sýnir þó meiri tilfinningabreidd og öryggi en Fjölnir á einstaklega áhrifaríka senu þegar mannætan uppgötvar að kannski hafði hann ekki hugsað málið til hlítar.

Áhorfendur hvattir til að ögra sér

Tónsmiðurinn Ronja Jóhannsdóttir er nýtt nafn í leikhúsinu og fyrirheitin lofa góðu. Kurrandi rafmagnstónar marra undir sýningunni og smjúga inn í taugakerfið. Nauðsynlegt er að ræða um aðkomu Magnúsar Thorlacius sem sér bæði um ljósahönnun og aðrar tæknilegar útfærslur. Ljósauppsetningin og notkun á lýsingu er með því betra sem hann hefur framkvæmt, hrá og einangrandi.

Eins og með önnur verk sýnd í Tjarnarbíó er sýningartími Kannibalen stuttur. Þrátt fyrir vankanta eru áhorfendur hvattir til að ögra sér, kaupa miða, endurmeta fyrir fram gefnar hugmyndir um þennan skelfilega viðburð og mennina sem framkvæmdu verknaðinn. Kannibalen beinir sviðsljósinu að þeirri staðreynd að fátt í mannlegu eðli er eins og það virðist í fyrstu. Leikskáldið veltir upp forvitnilegum spurningum um eðli samþykkis og hversu langt við erum tilbúin að ganga til þess að vera ekki miður okkar eða ein.

Niðurstaða: Forvitnileg sýning um mannlegan harmleik.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
10
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár