Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Rokk í Garðabæ

Doktor Gunni rýn­ir í plöt­una Ann­an dag – með tríó­inu Jo­nee Jo­nee.

Rokk í Garðabæ
Doktor Gunni rýnir í Annan dag! Mynd: Doktor Gunni
Tónlist

Ann­ar dag­ur

Niðurstaða:

Jonee Jonee - Annar dagur

Útgefandi: Jonee Jonee

Gefðu umsögn

Árin upp úr 1980 í íslensku rokksögunni hafa löngum verið lauguð dýrðarljóma, ekki síst í hugum þeirra sem upplifðu tímabilið (eins og mér). Mikil endurnýjun átti sér þá stað á þessum tíma. „Gömlu“ poppararnir viku fyrir nýjum, skýrast komu kynslóðaskiptin fram í Bubba/Björgvins-togstreitunni. Bubbi var dráttarklárinn sem ruddi leiðina með vinsældum sínum og ægi miklum töffaratöfrum. Friðrik Þór Friðriksson ætlaði fyrst að gera heimildarmynd um Bubba einan, en verkefnið vatt upp á sig og varð að Rokki í Reykjavík. Myndin var svo afgerandi að síðan þá hefur tímabilið verið nefnt Rokk í Reykjavík-tímabilið. 

Berstrípað og hrátt

Eitt af snilldarböndum þessara tíma var tríóið Jonee Jonee, sem kom frá Garðabæ. Það þótti nýlunda, enda hafði fátt af viti komið þaðan fram að því. Þeir voru svalir, klæddu sig upp í einfalda hljómsveitarbúninga og tóku greinilega glæsibandið Devo sér til fyrirmyndar í sviðshreyfingum. Meira að segja nafnið Jonee Jonee var komið lóðbeint frá Devo-laginu Come Back Jonee. Músíkin var þó ekkert Devo-leg, berstrípað og hrátt nýbylgjupönk. Bara bassi og trommur og einstaka saxófónpúst, en það gekk alveg upp því Bergsteinn trommari og Heimir bassaleikari eru svo þéttir og góðir. Textarnir eru skemmtilegar pælingar um lífið og tilveruna, oft ljóðrænar og stundum torskildar, sem Þorvar söng, talaði og æpti með tilþrifum – og hinir rumdu og æptu með. Hljómsveitin var á árum áður frægust fyrir lagið Af því að pabbi vildi það. Hljómsveitin kom út plötunni Svonatorrek 1982, en hún þótti misheppnuð af því sándið var þunnt og kraftlaust, og bandið lognaðist út af skömmu eftir útgáfuna eins og gerist. Hér eru níu af lögunum af Svonatorrek, sjö vantar.

Haldið í ræturnar

Arfleifð sveitarinnar lá því óbætt hjá garði í öll þessi ár. Mjög vel til fundið var að koma tónlistinni út á ný. Farin var sú leið að taka allt upp aftur. Hér hefði margt getað klikkað, til dæmis hefði verið hægt að ofnota nútímatækni, sem fleygt hefur fram á þessum rúmu 40 árum, eða ofhlaða á upptökurnar. Blessunarlega halda menn í ræturnar, hafa þetta einfalt, kraftmikið og beinskeytt, og ef hlaðið er á bassagrunninn er það bara til að auka áhrifin. Bandið öslar í gegnum 21 lag, sem öll eru frekar uppgíruð og ólgandi. Menn voru lítið í ballöðum á þessum tíma. Að hlusta á plötuna í gegn er ánægjuleg upplifun, maður fer aftur í tímann og finnur gamlar nýbylgjutaugar þenjast. Langflest lögin eru þrusu skemmtileg – Ég er einn af þeim, Helgi Hós, Hávaði, Hver er svo sekur – sígræn Jonee-lög, sem maður sá á tónleikum fyrir mannsaldri, og þetta rennur ljúflega en ákveðið í gegn. Meiri jafnari sæluhrollur er á fyrri hliðinni, nokkur slappari lög á seinni hlið draga úr heildarupplifuninni.

Smá nöldur

Sem listgripur er Annar dagur glæsilegur. Hnausþykkur svörtum vínyl er pakkað í eldrautt umslag með texta- og myndabók. Verandi (rokk)sögufíkill sakna ég dálítið að saga sveitarinnar sé ekki sögð í minningarbrotum eða rokksögulegum texta. Hvað rak bandið áfram? Hvernig kom þetta til? Hvað voru þeir að gera á Ítalíu og hvaða fólk er þetta sem semur marga textana þeirra (Þorsteinn G. Þorsteinsson semur hér heila 11 texta – Hver er það!?). En þetta er nú bara smá nöldur. Í það heila er útgáfan frábær, Jonee Jonee eru komnir á þann stall sem þeir eiga skilið að vera á og allir sem unna frískandi, leitandi og skemmtilegu (nýbylgju)rokki – og þá sérstaklega Rokk í Reykjavík-tímabilinu – ættu þegar í stað að skunda ofan í næstu plötubúð og verða sér úti um þennan gæðagrip.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
2
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
7
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár