Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Það er eitthvað gróteskt við okkur öll

Aron Mart­in Ás­gerð­ar­son er í meist­ara­námi í rit­list ásamt því að sinna hinum ýmsu störf­um, þar á með­al sem sviðs­stjóri í Tjarn­ar­bíói. Hon­um finnst gam­an að skrifa um fólk sem er gall­að og finnst mik­il­vægt að um­faðma grótesk­una sem er til í okk­ur öll­um, eins og hann orð­ar það.

Það er eitthvað gróteskt við okkur öll
Aron Martin Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Aron Martin Ásgerðarson og við erum í Tjarnarbíói. Ég var að mæta í vinnuna sem sviðsstjóri Tjarnarbíós. Ég sé um að leikmyndir séu á sínum stað, að fólk hafi það sem það þurfi til að búa til listina sína. Það er mjög kósí að mæta í vinnuna, sérstaklega þegar samstarfsfólkið er líka í húsi. Þá er ótrúlega góð stemning. Ég ræð hvenær ég mæti, ég hef verið að mæta svolítið snemma, ég er oft að fara heim þegar hinir koma í hús í hádeginu. Við ráðum tímanum okkar svolítið sjálf. 

Ég held að ég sé A-týpa en B-týpa í anda. Ég held að ég hafi á einhverjum tímapunkti orðið of gamall til að vera B-týpa og ósjálfrátt orðið A-týpa. Ég reyni að vera kominn upp í rúm um miðnætti og ég sofna yfirleitt fljótt. Stundum vaki ég til þrjú en vakna samt klukkan átta. 

Ég tek svona unglingaköst stundum þar sem ég vil vaka fram á nótt og spila tölvuleiki. Ég fæ að vera ábyrgðarlaus í smástund. Þótt ég vakni klukkan átta og sjái eftir því að hafa vakað svona lengi, þá fékk ég samt að vera ekki til í smástund, engin ábyrgð og engin pressa. Ég upplifi sjálfur eins og ég sé með mikla ábyrgð í lífinu en miðað við marga aðra er hún kannski ekki svo mikil. Ég er í svo mörgum störfum til dæmis og finn engan flótta neins staðar. Þá er stundum bara fínt að setja símann á flugvélastillingu og spila Counter-strike.

Ég er að leikstýra leikriti í Mosfellsbæ, Línu Langsokk, svo er ég frílans í kvikmyndagerð og í meistaranámi í ritlist. 

Akkúrat núna er það meistaranámið sem fyllir mig mestri lífsfyllingu. Það er svolítið leiðinlegt hvernig allt tekur tíma frá því að ég njóti námsins hundrað prósent en ég er að komast þangað. Þegar ég er búinn með þessi verkefni ætla ég að búa til meira rými fyrir mastersnámið.

Ég er að komast að því hvernig penni ég er. Mér finnst gaman að skrifa stutt, ekki ljóð, en örsögur, sem ég var ekki að búast við að myndi heilla mig svona. Ég er líka búinn að vera að fókusa mikið á handritaskrif og komast að því að ég kann eitthvað þar. Sjálfsefinn er aðeins að fjara út. Ég finn ekki þessa ábyrgðartilfinningu í skrifunum. Mér finnst erfitt að ákveða hvaða hugmynd er nógu góð til að vinna áfram með en þegar hún kemst á flug upplifi ég mikið frelsi. Þá vellur upp úr mér texti og allt verður léttara, tíminn hverfur.

„Mér finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og vera hreinskilinn með gallana.“

Ég er líka mjög sjónrænn penni er ég að komast að, finnst gaman að lýsa umhverfi í sem fæstum orðum. Mér finnst líka gaman að lýsa fólki. Ég hef fengið nótu um að það sé eins og mér líki ekki við fólkið sem ég er að skrifa. Það notar gróft orðalag en ekki á ljótan hátt. Ég hef alltaf verið hrifinn af grótesku í list. Mér finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og vera hreinskilinn með gallana. Mér finnst mikilvægt að umfaðma gróteskuna í okkur öllum. Annars verður heimurinn mjög flatur. Það er eitthvað gróteskt við okkur öll, hvort sem við berum það utan á okkur eða ekki, gróteskan er þarna og ef við ætlum að bæla þann hluta af okkur þá held ég að það muni á endanum leiða til þess að við missum tökin. Ég elska gallað fólk.

Hvað er mest gróteskt við mig? Hvað ég get verið alveg ógeðslega ósamkvæmur sjálfum mér því ég er karlmaður í bata. Ég var virkur alkóhólisti og fáviti þegar ég var yngri. Ég mæti oft 16 ára mér í hausnum, hann er enn þá þarna og ef ég bæli hann of mikið þá verð ég eitthvað sem ég er ekki. Hann er partur af landslaginu.

Sú lífsreynsla sem hefur mótað mig mest átti sér stað rétt áður en ég varð edrú. Þegar ég sótti um í Listaháskólanum og fyrir mér var það stórt og mótandi því ég var ótrúlega veikur og á allt annarri vegferð í lífinu heldur en ég er núna. Ég var í mjög venjulegu starfi og ekki að elta hamingjuna og þetta var bara skyndiákvörðun að sækja um og ég komst inn og milli þess að ég komst inn og hóf nám fór ég í meðferð og varð edrú. Svo byrjaði ég í skólanum og fann bara að ég væri búinn að finna mína hillu. En það gerðist alveg óvart og ég hef ríghaldið í hana síðan. 

Ég held að hamingjan felist í því að fá að vera þú sjálfur. Að fá að vera í friði, bæði innra með þér og í umhverfinu þínu. Og að vera sáttur, ég held að það sé lykillinn, að taka heiminn í sátt.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ALLIR GETA ÁNETJAST ÖLU ALVEG SAMA HVAÐ ÞAÐ ER ÞAÐ ER LÍKA HÆGT AÐ HALDA SIG frá alls konar slæmum ávana eins og hverju öðru
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar kýrnar voru seldar“
Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki ver­ið 12 ára þeg­ar kýrn­ar voru seld­ar“

Ríkey Guð­munds­dótt­ir Ey­dal er safn­fræð­ing­ur og starfar á Borg­ar­sögu­safn­inu í Að­alstræti. Hún er Reyk­vík­ing­ur í húð og hár en býr að þeirri reynslu að stunda bú­skap í sveit með ömmu og afa. Ríkey var tólf ára þeg­ar kýrn­ar á bæn­um voru seld­ar á næsta bæ og amma og afi hættu bú­skap. Ömmu henn­ar fannst erfitt að hætta að sinna dýr­um dægrin löng og dó sjálf stuttu eft­ir að kött­ur­inn á bæn­um dó.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
10
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár