Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Volduga frú og húsbóndi“

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir virð­ist ekki hafa ver­ið sér­lega um­hyggju­söm móð­ir en hún var stór­merki­leg­ur braut­ryðj­andi bæði hvað snerti hug­mynd­ina um kon­ur sem vald­hafa og sam­vinnu Norð­ur­land­anna.

„Volduga frú og húsbóndi“
Margrét Hún hafði pólitíska sýn um sterk Norðurlönd sameinuð í eitt ríki. Þannig gætu norrænu löndin staðið uppi í hárinu á hinum gríðarsterku Hansakaupmönnum.

Fyrir viku hóf ég að segja hér frá Margréti drottningu hins svonefnda Kalmarsambands. Því skal haldið áfram hér og víkur þá sögunni fyrst að föður hennar, konungi Dana.

Valdimar 4., sá svipmikli „Afturdagur“, dó árið 1375 á sóttarsæng í miðju kafi að berja niður uppreisnargjarna baróna á Suður-Jótlandi. Margrét var þá eina barn hans á lífi. Ríkisráð aðalsmanna í Danmörku settist á rökstóla til að kjósa nýjan kóng og höfðu Hansakaupmenn líka mikil áhrif.

Varasamir Mecklenburgarar

Þrennt kom til mála.

Í fyrsta lagi að einhver barón úr ríkisráðinu yrði dubbaður til konungs.

Í öðru lagi að til kóngs yrði tekinn Albrekt, 13 ára sonur Ingiborgar Valdimarsdóttur og hertogans í Mecklenburg, héraði á Eystrasaltsströnd Þýskalands. Ingiborg var látin en hún hafði verið elsta dóttir Valdimars.

Í þriðja lagi kom svo til álita Ólafur, fimm ára sonur Margrétar og Hákonar 6. konungs í Noregi.

Að ýmsu leyti virtist liggja beint við að velja Albert þar sem hann var eldri en Ólafur og sonur eldri dóttur Valdimars en móti honum mælti að hann var Mecklenburgari og Dönum þótti þegar nóg um ítök Þjóðverja á ríki sitt. Þá sat föðurbróðir Albrekts og nafni, Albrekt af Mecklenburg, á konungsstóli Svía um þær mundir og því einboðið að áhrif Svía gætu orðið fullmikil ef þeir Mecklenburgar-frændur væru kóngar í báðum löndum.

Vafði valdaköllum um fingur sér

Það sem þó réðu mestu um að danska ríkisráðið hafnaði Albrekti en valdi hinn barnunga Ólaf til kóngs var einfaldlega atbeini Margrétar móður hans sem mætti sjálf á fund ráðsins og talaði máli sonar síns. Hún kom færandi hendi með ómótstæðileg tilboð frá Hákoni manni sínum til Hansakaupmanna um verslunarítök þeirra í Noregi og svo munu ígildi brúnna umslaga einnig hafa skipt um eigendur og Hansakaupmenn heldur kæst yfir innihaldi þeirra.

En einnig beitti Margrét persónutöfrum sínum óspart. Þá töfra mun hún hafa reitt í þverpokum, var í senn skemmtileg og kunni að daðra við valdakalla þegar þess þurfti með en bar líka með sér að hafa bein í nefi. Hún hreif svo ríkisráðið, þar sem sátu náttúrlega margir gamlir félagar föður hennar, að þegar Ólafur litli hafði verið staðfestur kóngur Danmerkur, þá var hún skipuð svonefndur ríkisstjóri og skyldi fara með völdin þar til hann yrði myndugur.

Margrét hafði pólitíska sýn um sterk Norðurlönd sameinuð í eitt ríki. Þannig gætu norrænu löndin staðið uppi í hárinu á hinum gríðarsterku Hansakaupmönnum.

Kunni vel með völd að fara

Það var ekki algjör nýlunda.

Fyrir kom þær aldirnar að mæður barnungra kónga í Evrópu væru skipaðar ríkisstjórar en heldur var það samt sjaldgæft og sýnir þessi frami Margrétar að hún var ekkert blávatn og tókst óhikað á við vald og ábyrgð. Og hún var fljót að sýna að hún kunni vel með völd að fara.

Ekki bar að vísu mikið til tíðinda fyrstu árin sem Ólafur átti að heita kóngur í Danmörku. Í Noregi var Hákon kóngur hins vegar að undirbúa nýtt stríð gegn Svíum. Hann hafði verið konungur Svíþjóðar 1362–64 en var þá steypt af stóli af barónum þar í landi sem kusu heldur mág hans, fyrrnefndan Albrekt af Mecklenburg. Undi Hákon því sárilla og hugðist nú gera aðra tilraun til að endurheimta konungstign yfir Svíum en dó aðeins fertugur 1380 áður en nýtt stríð Norðmanna og Svía gæti hafist.

564 ára samband Íslands og Danmerkur hefst

Ólafur einkasonur hans og konungur Danmerkur var þá tíu ára og fremur fyrirhafnarlítið samþykkti ríkisráð Noregs (sem biskupar íslensku biskupsstólanna sátu meðal annars í) að hann yrði nú einnig krýndur Noregskóngur.

Og enn var Margrét útnefnd ríkisstjóri.

Með þessum gjörningi var komið á konungssamband milli Noregs og Danmerkur í fyrsta sinn síðan á víkingaöld og í fyrsta sinn síðan Ísland komst undir vald Noregskónga. Hinn tíu ára Ólafur var fyrsti Danakóngurinn sem réði yfir Íslandi, þótt hann væri vissulega jafnframt Noregskóngur. Og með valdatöku hans hófst það samband Íslands og Danmerkur sem stóð síðan allt til ársins 1944, eða í 564 ár.

Samband Noregs og Danmerkur rofnaði reyndar 1815 en þá var Ísland orðið svo fast í sessi í Danaveldi að landið fylgdi Dönum en ekki Norðmönnum.

Sonurinn lítilla sanda?

Um Ólaf segir fátt enda vannst honum ekki tími til að láta að sér kveða. Hann varð vissulega myndugur 15 ára 1385 en tók þó ekki einn við stjórnartaumunum heldur var hin viljasterka móðir áfram við hlið hans í hásætinu.

Svo fáorðar eru heimildir um Ólaf að grunur hlýtur að læðast að manni að annaðhvort hafi hann hreinlega ekki verið mikilla sanda á vitsmunasviði eða þá að Margrét móðir hans hafi markvisst og vísvitandi haldið aftur af honum á öllum sviðum. Þau mæðgin héldu til Skáns 1375 að ýta undir tilkall Ólafs til sænsku krúnunnar sem var þá enn í höndum Albrekts konungs af Mecklenburg.

Skánn var sem kunnugt öldum saman bitbein Norðurlandanna, ekki síst Danmerkur og Svíþjóðar, en einnig Noregs á 14. öldinni, en hefur nú öldum saman verið partur Svíaríkis.

Eitraði fyrir syni sínum?!

Í Ystad á Skáni dó Ólafur snögglega, aðeins 16 ára gamall. Dánarorsök hans er ekki kunn.

Sögusagnir komust á kreik um að Margrét hefði látið eitra fyrir syni sínum til að losna við snáðann en ekkert sérstakt bendir raunar til þess.

Þó er ljóst að Margrét virðist ekki hafa syrgt son sinn ákaflega né sýnt honum neina sérstaka virðingu eða hlýju eftir lát hans. Á legstein hins unga konungs var þetta eitt skrifað:

„Hér hvílir Ólafur, sonur Margrétar drottningar, sem eignaðist hann með Hákoni Noregskonungi.“

Árið 1402 kom fram í Þýskalandi maður sem kvaðst vera Ólafur konungur og vildi endurheimta ríki sitt. Margrét fékk hann framseldan til Danmerkur þar sem hann var brenndur á báli fyrir ósvífnina.

Margrét verður „kóngur“

Margrét var nú 34 ára og hafði fengið forsmekkinn að völdum á tólf ára tíma sínum sem ríkisstjóri. Hún virðist hafa gengið hratt og örugglega til verks til að tryggja sér áframhaldandi völd. Og það tókst henni með næsta ótrúlegum hætti. Vissulega voru engir karlar í boði í konungsættum Noregs eða Danmerkur en ríkisráðin hefðu þá sem hægast getað valið einhverja úr sínum hópi til að setja í hin lausu hásæti.

En Margrét fékk ríkisráðið í Danmörku þess í stað til að útnefna sig „volduga frú og húsbónda, verndara danska ríkisins“. Svipaðan titil fékk hún í Noregi. Þar bar hún raunar drottningarnafn sem ekkja Hákonar konungs en drottningarnafnbótin var samt aldrei nefnd í tengslum við völd Margrétar næstu ár og áratugi. Í reynd hafði hún öll sömu völd og konungar höfðu haft í Noregi og Danmörku.

Því er hún yfirleitt einfaldlega kölluð drottning nú á dögum, en þegar hún sjálf þurfti að segja á sér deili sagðist hún vera „Margrét af guðs náð, Valdimars Danakonungs dóttir.“

Vélabrögð Hansakaupmanna

Margrét hafði þegar sýnt stjórnunarhæfileika sína í samningaviðræðum við Hansakaupmenn um verslunarleyfi þeirra í Noregi og aðstöðu sem þeir höfðu á Skáni. Nú hófst hún handa við að ná undir sig völdum í Svíþjóð líka en bæði Hákon eiginmaður hennar og Ólafur sonur hennar höfðu gert tilkall til valda þar.

Burtséð frá áhuga hennar á persónulegum völdum, sem augljóslega var fyrir hendi, þá virðist Margrét líka hafa haft pólitíska sýn um sterk Norðurlönd sameinuð í eitt ríki. Þannig gætu norrænu löndin til að mynda staðið uppi í hárinu á hinum gríðarsterku Hansakaupmönnum.

Margrét mun hafa sagt berum orðum að hvert fyrir sig væru norrænu ríkin veik og varnarlaus fyrir óvinum í öllum áttum en saman gætu þau myndað sterkt ríki sem gæti séð við árásum og vélabrögðum Hansakaupmanna og öllum þýskum óvinum og gætu fríað Eystrasalt við hættur frá óvinum.

Margrét býst til orrustu

Í Stokkhólmi sat Albrekt konungur af Mecklenburg í skjóli Hansakaupmanna. Svo heppilega vildi til – fyrir Margréti – að hann hafði einmitt um þessar mundir komið helstu landeigendabarónum Svíþjóðar upp á móti sér með tilraunum til að styrkja auð og völd konungs á þeirra kostnað.

Barónarnir sneru sér til Margrétar og lýstu hana „frú og húsbónda“ líkt og í Danmörku. Albrekt, sem naut enn stuðnings í Stokkhólmi, hélt í liðsbón til Þýskalands og sneri aftur með hóp af vel brynjuðum riddurum. Hann var sigurviss og sagðist ekki í vafa um að hann myndi sigra „kónginn buxnalausa“ eins og hann kallaði Margréti.

Og í febrúar 1389 mættust herir Albrekts og Margrétar nálægt bænum Falköping milli vatnanna Vänern og Vättern.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár