Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Brestur í grát þegar hann segir frá ástandi fjölskyldu sinnar í Gasa

Ung­ur palestínsk­ur mað­ur brast í grát þeg­ar hann tal­aði um móð­ur sína sem er enn í Gasa. Mót­mæl­end­ur hafa nú sof­ið í 13 daga á Aust­ur­velli til að sína sam­stöðu með Palestínu­mönn­um.

„Það er mjög erfitt að sofa á götunni,“ segir Mohammed Alhaw. Mótmælin á Austurvelli hafa staðið yfir í 13 daga og hafa mótmælendurnir sofið fyrir utan Alþingi sama hvernig viðrarÞeir vilja þrýsta á stjórn­völd að flytja þá sem hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu frá Gasa til Ís­lands. 

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag að hann telji að Reykja­vík­ur­borg sé að brjóta lög með því að heim­ila mót­mæl­end­um frá Palestínu að tjalda við þing­hús­ið. Hann hef­ur áhyggj­ur af því að ferða­menn og heim­il­is­laus­ir muni von bráð­ar færa sig nið­ur á Aust­ur­völl til að sleppa við að greiða fyr­ir gist­ingu.

„Þegar ég hringi í mömmu mína í Gasa fer mamma mín að gráta. Hún vill komast til Íslands. Ég get ekki hjálpað mömmu minni og fjölskyldunni. Þegar ég sef hérna er mér sama um allt. Ég vil vera hérna að eilífu,“ segir Mohammed. Hann er 22 ára og vill gera allt sem hann getur til að koma fjölskyldunni sinni frá Gasa. 

Heimildin / Davíð Þór

„Þeir eru ekki einu sinni að fá svör um hver staðan er eða hvort það sé eitthvað plan um að fá þessar fjölskyldur hingað eins og er búið að lofa,“ segir Sunna Axels. Sunna hefur sofið eina nótt á Austurvelli í mótmælaskyni og taldi líklegt að hún myndi sofa þar í nótt. 

Það er ekki gaman að sofa úti í tjaldi í þessu veðri
Sunna Axels

Rúmlega 150 Palestínumenn fengu samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar í fyrra. Aðeins tæpur þriðjungur þeirra var þó kominn til landsins í byrjun desember.

„Þetta er aðgerð sem að við erum að gera núna, að vera hér í tjöldum til að sýna ástandið sem að fjölskyldur þeirra eru að búa við. Þau eru heimilislaus, það er búið að sprengja húsin þeirra og þau bíða eftir að komast til Íslands,“ segir Sunna.

„Við erum ekki að elda neitt hérna inni. Það er nóg af mat hérna í kring. Svo er fólk líka að koma með mat til okkur,“ segir Sunna. Spurð um klósettaðstöðu segir Sunna vera nóg af stöðum í kringum Austurvöll. „Svo erum við líka með vinasamtök sem leyfa okkur að nota klósettið hjá sér.“

Heimildin / Davíð Þór
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    ÞÚ SÆLA HEIMSINS SVALA LIND/ÞÚ SILFUR SKÆRA TÁR !!!!!!!
    0
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Kröfurnar eru alveg endalausar hjá útlendingunum ef þau sjá sér hag í því það vantar ekki ég vil fá ég vil fá!
    -1
  • Helga Ögmundardóttir skrifaði
    Nú þarf stjórnvald þessa lands að gyrða sig í brók og koma fjölskyldum þeirra hingað sem fyrst! Takið hendurnar úr vösunum, ráðherrar, og sinnið skyldum ykkar!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár