Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Katrín hringdi í Sonju sem er reiðubúin að taka þátt í frekara samtali

For­sæt­is­ráð­herra Ís­lands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, fund­aði með for­mönn­um BSRB, BHM og KÍ í dag. Á þeim fund­um leit­að­ist Katrín við að fá álit og sýn formann­anna á stöðu kjara­mála. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB, seg­ir að óljóst sé hvort kjara­við­ræð­ur breið­fylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga inn­an ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins muni þró­ast í átt að stærri samn­ingi sem tek­ur til að­ila á op­in­ber­um vinnu­mark­aði líka. Sonja seg­ist þó vera reiðu­bú­in að taka þátt í því sam­tali ef þró­ast í þá átt.

Katrín hringdi í Sonju sem er reiðubúin að taka þátt í frekara samtali
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, ræddu um stöðu kjaramála í síma í dag. Þá fundaði Katrín einnig með formönnum BHM og KÍ í morgun Mynd: Heimildin / TDV

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum BHM, BSRB og Kennarasambandi Íslands til þess að kanna afstöðu þeirra og sýn á kjaraviðræðurnar sem fara fram í vor. Þá áttu samningamenn á vegum breiðfylkingarinnar fund með stjórnvöldum á föstudaginn fyrir helgi. Á þeim fundi var rætt um aðkomu ríkisins að því að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamnings. 

Í samtali við Heimildina segist Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, hafa átt gott samtal við forsætisráðherra í morgun í gegnum síma. Í símtalinu var rætt um afstöðu bandalagsins til yfirstandandi viðræðna og farið yfir kröfur BSRB til stjórnvalda til þess að liðka fyrir gerð samnings.  

„Í húsnæðisliðnum þá er krafan okkar um 1.000 íbúðir í almenna íbúðakerfið á ári út kjarasamningstímabilið, það er aukin húsnæðisstuðningur, auknar barnabætur og svo að brúa bilið, endurmeta virði kvennastarfa, hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum og svo aðgerðir varðandi kynbundið ofbeldi,“ segir Sonja.

Heimildin hafði einnig samband við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM, og Magnús Þór Jónsson, formann KÍ. Bæði sögðust hafa rætt við forsætisráðherra í síma í morgun en vildu ekki tjá sig í smáatriðum um efni samtalsins. „Þetta var ágætis samtal og á góðum nótum. Við sjáum bara hvað gerist í framtíðinni, hvort það verði frekara samtal eða hvað gerist. Við erum svo sem ekki með lausan kjarasamning fyrr en seinna,“ segir Magnús.

Þjóðarsátt eða hefðbundnir kjarasamningar

Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa hingað til gengið vel. Samningsaðilar hafa verið óvenju samstíga varðandi markmið kjarasamningsins og viðræðurnar eru sagðar miða vel áfram.

Þá virðist fundur breiðfylkingarinnar við stjórnvöld, sem fór fram síðastliðinn föstudag, hafa gengið vel. Í færslu sem Bjarni Benediktsson birti á Facebook-síðu sinni eftir fundinn, sagðist hann vera bjartsýnn á að hægt verði að leiða til lykta farsæla lausn á viðræðunum með aðkomu stjórnvalda. Þá sagði hann ganginn í viðræðunum vera „á vissan hátt sögulega.“

Í viðtali við RÚV í dag sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir vera bjartsýn á að samningar gætu náðst fyrir mánaðamót.

Í fréttaumfjöllun um þessar viðræður hefur gjarnan verið talað um þjóðarsátt. Talsmenn breiðfylkingarinnar hafa sömuleiðis notast við hugtakið. Þetta orðalag hafa formenn stéttarfélaga og heildarsamtaka sem semja fyrir hönd opinbera vinnumarkaðsins, sem standa fyrir utan yfirstandandi kjaraviðræður, gagnrýnt. Ekki sé hægt að tala um þjóðarsátt á meðan þessi félög standa fyrir utan kjaraviðræðurnar. 

Til að mynda hefur Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, bent á það, í grein sem birt var á Vísi, að breiðfylking stéttarfélaga og landssambanda á almenna vinnumarkaði semji aðeins fyrir hönd launafólks sem samanlagt eru um 47 prósent af vísitölu grunntímakaups á markaði.

Hin helmingur vísitölunnar sé fólk í félögum sem standa fyrir utan viðræðurnar. Félög á borð við BHM, BSRB, KÍ, önnur stéttarfélög utan heildarsamtaka og síðan launafólk sem stendur utan stéttarfélaga. Þessi félög þurfi að koma að samningaborðinu til þess að hægt sé að tala um væntanlega þjóðarsátt.

Þá hefur Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, líka gagnrýnt orðalagið og sagt að fleiri aðilar þurfi að koma að viðræðunum til þess að leiða í gegn svokallaða þjóðarsátt. Þá losna samningar vinnufólks á opinberum markaði losna í lok mars. 

BSRB reiðubúið að fara blandaða leið

Í samtali við Heimildina segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, ekkert því til fyrirstöðu að samtökin taki þátt í gerð stærri samnings ef málin skyldu þróast á þann veg. 

Enn sem komið er fylgist hún og ráðamenn samtakanna með viðræðunum og hvert þær stefna, sem er enn óljóst. „Við erum á þessum tímapunkti núna að velta fyrir okkur hvort þetta verði hefðbundnir kjarasamningar. Eða hvort sé verið að undirbyggja einhverskonar þjóðarsátt þar sem að öll komi að samtalinu,“ segir Sonja.

Þó svo að samningar BSRB losna ekki fyrr en í mars sé ekkert því til fyrirstöðu að BSRB taki þátt umfangsmeiri kjaraviðræðum sem ná til fleiri aðila á markaði. Varðandi launaliðinn segir Sonja að BSRB sé ekki búið að taka afdráttarlausa afstöðu varðandi það.

„Það sem við höfum sagt er að við erum tilbúin að skoða hóflegar launahækkanir að því gefnu að það sé mjög rík aðkoma stjórnvalda. Hins vegar er mikilvægt að horfa til þess að það hefur verið kaupmáttarrýrnun hjá stórum hópum á undanförnum árum. Ef við ætlum að gera langtímakjarasamning, þá hefur ekki verið fyrirstaða hjá okkur, það má vel horfa á blandaða leið,“ segir Sonja.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þessi grein segir bara að allur séu glaðir og tilbúnir til að tala við hvorn annan og vera jafnvel hver öðrum til lags. En það segir ekkert bókstaflega ekkert um hvað menn og konur eru svo mikið sammála um.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu