Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Saga heims sem rís og hnígur

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á jóla­frum­sýn­ingu Þjóð­leik­húss­ins. Í ár er Edda af­byggð og brugð­ið á leik með hana – í leik­stjórn Þor­leifs Arn­ars­son­ar.

Saga heims sem rís og hnígur
Edda í Þjóðleikhúsinu Eins og svo oft áður er Þorvaldur Örn uppfullur af spennandi og rammpólitískum hugmyndum Mynd: Grímur Bjarnason
Leikhús

Edda

Niðurstaða:

Eddan vekur upp vangaveltur en nær ekki að leysa sprengikraft sinn úr læðingi.

Þjóðleikhúsið

Höfundar: Harpa Rún Kristjánsdóttir, Jón Magnús Arnarsson og Þorleifur Örn Arnarsson

Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson

Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðrún S. Gísladóttir, Hallgrímur Ólafsson, Kjartan Darri Kristjánsson, María Thelma Smáradóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Leikmynd: Vytautas Narbutas

Búningar: Karen Briem

Sjálfbærnihönnuður búninga: Andri Unnarson

Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson

Tónlist: Egill Andrason og Salka Valsdóttir

Tónlistarstjórn: Salka Valsdóttir

Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir

Sviðshreyfingar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson, Salka Valsdóttir og Egill Andrason

Gefðu umsögn

Við lifum og njótum, berjumst og bröltumst, molnum og deyjum. Svo hefst leikurinn á ný. Læra yngri kynslóðir af hinum eldri eða er mannkynið dæmt til að tortíma sjálfu sér í þvermóðsku sinni? Hefur eitrið tekið varanlega búsetu í genamengi mannfólksins eða er hægt að finna móteitur? Guðlegar verur eru táknmyndir fyrir mannlega hegðun, enda oftar en ekki mannlegur tilbúningur. Hið góða, hið illa og allt þar á milli. Við dveljum yfirleitt einhvers staðar á milli.

Afbygging og póstdramatík

Þorleifur Örn Arnarsson snýr aftur á íslenskt leiksvið, uppfullur af hugmyndum sem hann dregur úr ýmsum áttum, oftar en ekki þráðbeint úr samtímanum. Eitt af helstu verkfærum hans er að afbyggja fyrir fram gefnar hugmyndir um efniviðinn hverju sinni og endurmeta tengslin á milli hefða og samtímans, hetjusagna og raunveruleikans. Einnig leitast hann við að vekja hughrif hjá áhorfendum í anda póstdramatíkur þar sem snúið er upp á orð, persónur og framvindu í leit að kjarna málsins.

„Þorleifur Örn Arnarsson snýr aftur á íslenskt leiksvið, uppfullur af hugmyndum sem hann dregur úr ýmsum áttum, oftar en ekki þráðbeint úr samtímanum.“
Sigríður Jónsdóttir

Eddukvæðin eru Þorleifi Erni hugleikin og hefur hann áður sviðsett sagnabálkinn, á leiksviðum í Þýskalandi og Austurríki, þá í slagtogi við höfundinn Mikael Torfason. Þýska uppfærslan færði honum Faustverðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Samstarfið náði listrænum hápunkti á Íslandi með Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu árið 2017. Síðan þá hefur honum ekki tekist að endurskapa listræna sprengikraftinn, allavega heima fyrir.

Sagnabálkurinn er endurskrifaður af leikstjóra í samvinnu við Jón Magnús Arnarsson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Textinn er samsuða af hefðbundnu máli og orðfæri samtímans. Frumtexti Snorra Sturlusonar er til grundvallar en höfundar vefa nýjar setningar og einræður inn í framvinduna:

„Ég er atómið sem klífur sig aftur og aftur og aftur þangað til ekkert er eftir nema þögnin og tómið.“

Eins og í heimi goðanna vantar jafnvægi í bæði handrit og sýninguna. Fyrir hlé dragast sumar senur á langinn og eru jafnvel óþarfar, eins og viðtalið milli Snorra Sturlusonar og Heimdallar. Eftir hlé, þegar Ragnarök eru yfirvofandi, tekur sýningin allt í einu á sprett. Atriði eru endasleppt, stórir atburðir smættaðir og atriði á köflum átakalítil. Einnig má sjá leifar af hugmyndum sem voru annaðhvort yfirgefnar eða ókláraðar, samaber grímurnar tvær staðsettar á svölunum hvort sínum megin við sviðið. Hér þyrfti stærra sameiginlegt átak og sterkari dramatúrg, en þetta er fyrsta stóra verkefni Matthíasar Tryggva Haraldssonar síðan hann hóf störf.

Erkitýpurnar á meðal okkar

Til að vitna í Barböru Streisand og Carl Jung eru mýtur og erkitýpur sprelllifandi á meðal okkar, í samfélaginu og heima hjá okkur. Frummynstur heimsins gera okkur kleift að rannsaka eigið sálarlíf og jafnvel læra eitthvað um okkur sjálf. Í uppfærslunni í Vínarborg var heimsendastríð goðanna borið saman við dauðastríð rakara við Hlemm. Hið guðlega og hið mannlega sín hvor hliðin á sama peningnum.

Líkt og guðlega fjölskyldan sem um ræðir er leikhópurinn samansafn af hæfileikafólki en sundurslitinn, allir að leika sín hlutverk í stað þess að leika saman í átt að sameiginlegu markmiði. Óðinn og Frigg eru þungamiðjan í þessum heimi, alvaldur og alsjáandi með einu auga en hinu fórnaði hann til að öðlast þekkingu. Arnar Jónsson og Guðrún Gísladóttir fara afar vel með sinn texta en eru frekar fjarlæg.

Fjarlægðin er Almari Blævi Sigurjónssyni í hag enda er Baldur, goð ljóssins og fegurðarinnar, ekki gerður fyrir þennan heim. Almar Blær er gæddur miklum hæfileikum og þræðir harmræna uppgjöf í mann sem á að tákna von.

Jaðarpersónuna og bragðarefinn Loka leikur Atli Rafn Sigurðarson sem japlar á textanum. Í hans höndum er Loki bæði fóstbróðir Frank-N-Furter og fórnarlamb, ögrandi og ámátlegur. Hallgrímur Ólafsson er greindargranni þrumuguðinn Þór, holdgervingur eitraðrar karlmennsku. Hann barmar sér yfir örlögum sínum og er fullkomlega ófær um að skilja að ofbeldi er val. Þversagnirnar fanga þeir báðir listavel, bitrir og hnyttnir.

Við hlið Þórs stendur hin langþjáða og hárfagra Sif leikin af Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. Hennar besta atriði er þegar Sif er með atriði, bráðfyndin endurspeglun af konu sem margir kannast við. Sigurbjartur Sturla Atlason á sín ágætu atriði í hlutverki (Instagram)goðsins Freys en týnist fljótlega. Vigdís Hrefna Pálsdóttir nær betri tökum á systur hans Freyju en er sömuleiðis aðeins á sporbaug sýningarinnar frekar en þátttakandi.

María Thelma Smáradóttir kemur sterk til leiks í nokkrum smærri hlutverkum. Þá sérstaklega sem æskugyðjan Iðunn í safaríkri og seðjandi söngsenu. Önnur smærri hlutverk skilja ekki mikið eftir sig fyrir utan innkomu Angurboðu, leikin af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, skilnaðarmóðirin sem situr ekki á skoðunum sínum, yfirgefin og bitur.

Leikmynd í lausu lofti

Listamaðurinn Vytautas Narbutas snýr aftur til Þjóðleikhússins og hannar leikmyndina fyrir Eddu. Hringsviðið er hreyfiafl enda er heimur goðanna á heljarþön um himinhvolfin. Fyrir miðju hangir askur Yggdrasils, undirstaða heimsins og uppspretta alls lífs. En þó að hringsviðið sé laglega notað þá er Yggdrasill nánast dauður að innan, líflaust skraut frekar en miðpunktur alheimsins.

Aftur á móti er ljósahönnun Ástu Jónínu Arnardóttur ljóslifandi, barmafull af dýpt, litbrigðum og skuggum. Salka Valsdóttir semur tónlistina ásamt Agli Andrasyni sem flytur, bæði ung að árum sem eru að feta sig á listabrautinni. Hljóðheimurinn er hljómþýður en stóru nótuna er ekki að finna.

Athygli vekur að samhliða Karen Briem, búningahönnuði sýningarinnar, er Andri Unnarson skrifaður fyrir sjálfbærnihönnun búninganna sem er vonandi merki um nýja og umhverfivænni tíma í sviðslistum. Þó að sjálfbærni sé markmiðið bera búningarnir með sér ofgnótt, úrkynjun og hnignun. En eins og með margt annað í Eddu þá skilja búningarnir lítið eftir sig, vel hannaðir á einstaka persónur en samhengislitlir.

Endalok og/eða upphaf

Að afbyggja og endurskilgreina epíkina er bráðnauðsynlegt fyrir nútímasamfélag. Einnig að setja spurningarmerki við ráðandi öfl, ríkjandi valdastéttir og ríkt fólk.  Guðir og goð, eða fólk sem telur sig vera slík, eiga ekkert með að standa á stalli enda eru þau ekkert betri en við hin.

Eins og svo oft áður er Þorleifur Örn uppfullur af spennandi og rammpólitískum hugmyndum en tekst ekki að skapa þeim nægilega sterkan farveg. Þannig skolast sumar þeirra til, aðrar verða eftir á leiðinni og þær sterkustu verða kraftminni en efni standa til. Leikhópurinn nær þannig sjaldan að fanga sundruðu samböndin sem steypa heiminum til glötunar. Heildarhughrifin tengjast lauslegum böndum þó að hápuntki væri náð í kynngimögnuðu lokaatriði.

Eftir stendur Óðinn einn, heimurinn grafinn í ösku og dufti. Þegar síðan síðasta veran yfirgefur þennan heim eru bara pottaplönturnar eftirstandandi. Færa má rök fyrir því að Ragnarök séu yfirstandandi nákvæmlega núna. Kannski nærir askan plöntuna, kannski deyr hún. En örlögin eru ekki sjálfstætt afl heldur mannanna verk líkt og guðirnir, ábyrgðin er okkar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
10
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár